Kaupsamningar og afsal
Þegar viðskipti eru höfð með ökutæki er mikilvægt að kaupandi og seljandi geri með sér annars vegar kaupsamning og afsal og skrái hins vegar tilkynningu um eigendaskipti.
Kaupsamningur og afsal
Þegar viðskipti eru höfð með ökutæki er mikilvægt að kaupandi og seljandi geri með sér annars vegar kaupsamning og afsal og skrái hins vegar tilkynningu um eigendaskipti. Kaupsamningur og afsal er vanalega eitt og sama skjalið og fer milli kaupanda og seljanda sem staðfesting á viðskiptum þeirra enþarf ekki að berast Samgöngustofu eða öðru yfirvaldi. Tilkynning um eigendaskipti þarf hins vegar að berast Samgöngustofu og er það grundvöllur fyrir skráningu bifreiðaviðskipta í ökutækjaskrá. Hægt er að skrá eigendaskipti rafrænt inn á mitt.samgongustofa.is .Eigendaskipti hjá bifreiðaumboði eða á bílasölu
Ef ökutæki er keypt eða selt í gegnum bifreiðaumboð eða bílasölu er ávallt gerður kaupsamningur/afsal og eigendaskiptin tilkynnt til Samgöngustofu.Eigendaskipti án milliliða
Til að tryggja öryggi kaupanda og seljanda í beinum viðskiptum er mikilvægt að gera kaupsamning/afsal. Hægt er að nálgast staðlaðan kaupsamning hér.Tilkynna skal eigandaskipti sem fyrst
Það er seljanda ávallt í hag að tilkynna um eigendaskipti eins fljótt og unnt er eftir að viðskiptin fara fram. Seljandinn ber ábyrgð á bifreiðagjöldum og tryggingum þar til eigendaskiptin hafa verið skráð hjá Samgöngustofu. Að auki ber skráður eigandi ábyrgð á því að ökutækið sé fært til aðalskoðunar á réttum tíma. Ef það er ekki gert leggst vanrækslugjald á ökutækið og skráðan eiganda þess. Vakin er athygli á að tilkynning um eigendaskipti er ekki ígildi kaupsamnings eða afsals heldur einungis tilkynning til skráningaryfirvalds um að ákveðin viðskipti hafi átt sér stað. Tilkynna skal um eigendaskipti innan 7 daga.Hægt er að tilkynna um eigendaskipti rafrænt á Mínu svæði Samgöngustofu eða nálgast eyðublöð á vef Samgöngustofu.