ADR ökutæki - væntanlegt

Uppfært 15.9.2022

Hér má finna væntanlegar breytingar á verklagi skráninga og skoðana ökutækja til flutnings á hættulegum farmi (ADR ökutæki). Athugið að ný ADR skoðunarhandbók og rafrænar umsóknir henni tengdri hafa ekki tekið gildi. Þangað til gilda núverandi skráningarreglur

Almennar upplýsingar varðandi skráningar, skoðanir og vottorð ökutækja til flutnings á hættulegum farmi.

Flýtileiðir:

ADR skoðunarhandbók

Umsókn um skráningu ökutækis skv. ADR reglum 
(Hlekkur verður uppfærður þegar nýtt verklag tekur gildi)

Hlutverk Samgöngustofu og skilgreiningar

Samgöngustofa annast skráningar á ökutækjum til flutnings á hættulegum farmi (ADR) í ökutækjaskrá samkvæmt reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi með síðari breytingum. 

Faggildar skoðunarstofur sjá um að framkvæma ADR skoðanir á ökutækjum.

Hættulegur farmur er efni og hlutir sem ekki má flytja á vegum eða sem einungis má flytja með tilteknum skilyrðum. Ökutæki sem ætluð eru til flutnings á hættulegum farmi þurfa að uppfylla kröfur samkvæmt ADR skoðunarhandbók Samgöngustofu sem byggir á ADR reglum samkvæmt Evrópusamningi um flutninga á hættulegum farmi á vegum. 

ADR viðurkenning er staðfesting þar til bærra yfirvalda að viðeigandi tæknilegir eiginleikar ökutækis séu uppfylltir samkvæmt ADR reglum. ADR viðurkenning ökutækis má almennt finna í gögnum frá framleiðanda sé ökutækið hannað til flutnings á hættulegum farmi. Einnig geta faggildar skoðunarstofur viðurkennt hvort ökutækið uppfylli kröfur um tæknilega eiginleika ökutækisins í samræmi við ADR reglur.

ADR vottorð er staðfesting á því að ökutækið hafi fengið samþykki til flutnings á ákveðnum tegundum af hættulegum farmi. ADR vottorð skal ávallt vera í ökutækinu við flutning á hættulegum farmi og því skal framvísa við árlega skoðun.

Skráning ökutækja til flutnings á hættulegum farmi

Skráning ökutækis til flutnings á hættulegum farmi skal ekki fara fram nema fyrir liggi ADR viðurkenning. Skrá skal fyrir hvaða flokk/a hættulegs farms ökutækið er viðurkennt.

ADR viðurkenning kemur annaðhvort frá framleiðanda ökutækis eða faggildum skoðunarstofum.

Þegar skrá á ökutæki til flutnings á hættulegum farmi í fyrsta skipti þarf eigandi eða umráðamaður ökutækis að fylla út rafræna umsókn á vefsíðu Samgöngustofu, RAF-110 (hlekkur á umsókn verður virkur þegar nýtt verklag tekur gildi). 

Athugið að aðeins eigandi eða umráðamaður ökutækis hefur heimild til þess að óska eftir ADR skráningu og þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. 

Fylgigögn umsóknar

Nauðsynleg fylgigögn umsóknar geta verið mismunandi fyrir hvert tilfelli. Það fer eftir búnaði ökutækis, hvort ökutæki hafi ADR viðurkenningu framleiðanda eða erlent ADR vottorð.

Fylgigögn umsóknar eftir því sem við á:

 • Erlent ADR vottorð og afrit af síðasta skoðunarvottorði
 • Viðurkenning frá framleiðanda um hvaða ADR flokka ökutækið hefur heimild til að vera í 1
 • Fyrir ökutæki með farmgeymi:
  • Vottorð um að geymirinn sé viðurkenndur af Vinnueftirlitinu 1
  • Fyrir ökutæki með erlent ADR vottorð: Afrit af seinustu þrýstiprófun tanks ef gildistími þrýstiprófunar er ekki merktur á tank
  • Upplýsingar um tankfestingar 1
 • Vottorð um hamlara sbr. 9.2.3.1.2 1,2
 • Upplýsingar um stöðugleika 1,2

 1. Þarf ekki ef ökutækið er með erlenda ADR-viðurkenningu
 2. Nóg er að skila inn ADR-viðurkenningu framleiðanda ef hún inniheldur tiltekin atriði

Almennt er ADR viðurkenning framleiðanda í gögnum sem berast við nýskráningu ökutækja sé ökutækið hannað til flutnings á hættulegum farmi.

Ökutæki er ekki tekið til ADR skoðunar fyrr en Samgöngustofa hefur samþykkt umsókn.

Almennar leiðbeiningar um flokkun ökutækja til flutnings á hættulegum farmi

ADR-ökutæki skiptast upp í eftirfarandi flokka:

EX/II ökutæki eða EX/III ökutæki:

 • Ökutæki ætlað til flutnings á sprengifimum efnum og hlutum (flokki 1).

FL-ökutæki:

 • Ökutæki fyrir flutning á vökvum með blossamark allt að 60°C (að undanskildu dísel eldsneyti sem uppfyllir staðalinn EN 590:2013 + A1:2017, gasolía og upphitunarolía (létt) - UN No. 1202 - með blossamarki skilgreindu samkvæmt staðlinum EN 590: 2013 + A1:2017 ) í föstum tönkum eða lausum tönkum með rúmmál umfram 1m³ eða í gámatönkum eða flytjanlegum tönkum með rúmmáli umfram 3m³ hver; eða
 • Ökutæki ætlað fyrir flutning á eldfimum gastegundum í föstum tönkum eða lausum tönkum með rúmmál umfram 1m³ eða í gámatönkum, flytjanlegum tönkum eða MEGC með rúmmál umfram 3m³ hver; eða
 • Ökutæki með þrýstihylki (battery-vehicle) með rúmmál umfram 1m³ ætlað fyrir flutning á eldfimum gastegundum; eða
 • Ökutæki ætlað fyrir flutning á vetnisperoxíð (hydrogen peroxide), stöðuga eða fljótandi lausn, gerð stöðug með meira en 60% vetnisperoxíð (flokkur 5.1, UN No. 2015) í föstum tönkum eða lausum tönkum með rúmmál umfram 1m³ eða í gámatönkum eða flytjanlegum tönkum með rúmmál umfram 3m³ ;

AT ökutæki:

 • Ökutæki af annarri gerð en EX/III, FL ökutæki eða MEMU, ætlað fyrir flutning á hættulegum farmi í föstum tönkum eða lausum tönkum með rúmmál umfram 1m³ eða í gámatönkum, flytjanlegum tönkum eða MEGC-gámur með rúmmál umfram 3m³ ; eða
 • Ökutæki með þrýstihylki með samtals rúmamál umfram 1m³ þó ekki FL-ökutæki;

MEMU ökutæki:

 • "MEMU" táknar ökutæki sem stenst skilgreininguna á hreyfanlegri (mobile) sprengiefna framleiðslueiningu í ADR reglunum (1.2.1).

Skoðun ökutækja til flutnings á hættulegum farmi

ADR skoðanir eru framkvæmdar af faggiltum skoðunarstöðvum, ADR skoðun getur verið tvennskonar:

Reglubundin ADR skoðun er framkvæmd árlega fyrir ökutæki sem skráð eru til flutnings á hættulegum farmi og einnig sem fyrsta skoðun fyrir þau ökutæki þar sem hægt er að framvísa ADR viðurkenningu framleiðanda við umsókn.

ADR skráningarskoðun er framkvæmd þegar nýtt eða notað ökutæki er skráð í fyrsta sinn til flutnings á hættulegum farmi og ekki er hægt að sýna fram á ADR viðurkenningu framleiðanda. Einnig er skráningarskoðun framkvæmd ef breytingar hafa verið gerðar á ökutækinu eða búnaði þess sem hefur áhrif á viðurkenningu ökutækisins til flutnings á hættulegum farmi. Að auki þarf að skráningarskoða ef eigandi/umráðamaður vill að ökutækið sé viðurkennt fyrir fleiri flokka (bæta við ADR flokkum) eða fá flokka skráða sem eru ekki í samræmi við viðurkenningu framleiðanda. 

Ökutæki er ekki tekið til ADR skoðunar fyrr en Samgöngustofa hefur samþykkt umsókn.

Ökutæki með farmgeymi þurfa að framvísa vottorði frá Vinnueftirlitinu um að farmgeymirinn hafi staðist þrýstiprófun. 

Skoðunarhandbók ökutækja til flutnings á hættulegum farmi 

Skoðunarhandbókin er ætluð til nota við opinbera skoðun og skráningu á hvort ökutæki og búnaður þess uppfylli ADR reglur samkvæmt Evrópusamningi um flutninga á hættulegum farmi á vegum, sem undirritaður var í Genf 1957, með síðari breytingum.

ADR skoðunarhandbókin er gefin út af Samgöngustofu með vísan til 44. greinar reglugerðar um skoðun ökutækja, nr. 414/2021 með síðari breytingum og 2. gr. ásamt 31. gr.og 32. gr. reglugerðar nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi með síðari breytingum. Einnig með vísan til 8. gr. reglugerðar. nr. 751/2003 um skráningu ökutækja með síðari breytingum.

ADR skoðunarhandbók

Vottorð ökutækis til flutnings á hættulegum farm

ADR vottorð er staðfesting á því að ökutækið hafi fengið samþykki til flutnings á ákveðnum tegundum af hættulegum farmi.

Þegar staðfest er að ökutæki hafi ADR viðurkenningu og hefur verið skoðað í samræmi við skráða ADR flokka er heimilt að gefa út vottorð um samþykki ökutækis til flutnings á ákveðnum tegundum af hættulegum farmi (ADR vottorð) fyrir ökutækið.

Faggildar skoðunarstofur útbúa og afhenda ADR vottorð fyrir ökutæki sem standast ADR skoðun samkvæmt ADR skoðunarhandbók. Framvísa skal ADR vottorði við árlega ADR skoðun þar sem skoðunarmaður framlengir gildistíma þess. Einnig skal ADR vottorð um viðurkenningu ökutækisins vera til staðar í ökutækinu við flutning á hættulegum farm.

ADR-vottord-synishorn .Var efnið hjálplegt? Nei