1.8.4 Tímabundin skráning

Útg.nr: 2          Útg.dags: 04.03.2016

Heimild tollstjóra: Með sérstakri heimild tollyfirvalda er heimilt að skrá nýjar bifreiðar og bifhjól til tímabundinnar notkunar hér á landi án þess að af þeim sé greitt vörugjald. Heimildin nær til nýrra bifreiða og bifhjóla sem keypt eru hérlendis af einstaklingum sem eru búsettir erlendis og ætla að flytja ökutækið út. Heimild tollstjóra gildir aðeins tiltekinn tíma og ekki lengur en eitt ár. Hægt er að framlengja gildistímann og þarf að sækja um það sérstaklega og framvísa nýrri yfirlýsingu tollstjóra.

Forskráning og nýskráning: Uppfylla skal öll skilyrði hefðbundinnar forskráningar og nýskráningar.

Yfirlýsing tollstjóra: Framvísa skal yfirlýsingu frá tollstjóra um tímabundinn tollfrjálsan innflutning á farartæki.

Akstursheimild: Við nýskráningu ökutækisins skal skrá gildistíma leyfis tollstjóra í athugasemdareit [ökutækjaskrár] 1 (aksturleyfi gildir til dd.mm.áá).

Tollmerki: Ökutæki skal bera sérstök tollmerki ( 3.10.9 ).

Tími skráningar liðinn: Þegar gildistíma akstursheimildar lýkur skal ökutæki afskráð úr landi eða skráð venjulegri skráningu. Tollmerkjum skal skilað inn til Umferðarstofu.

Hefðbundin skráning: Ef sótt er um skráningu ökutækis sem skráð hefur verið tímabundinni skráningu skal panta skráningarmerki á ökutækið. Áður en heimilt er að afhenda skráningarmerki á ökutækið skal skila inn tollmerkjum og framvísa staðfestingu tollyfirvalda á því að vörugjald hafi verið greitt af ökutækinu.

1) 04.03.2016


Var efnið hjálplegt? Nei