1.9.1 Aldur ökutækja

Útg.nr: 4           Útg.dags: 03.11.2017

Fyrsti skráningardagur ökutækis: Almennt segir fyrsti skráningardagur ökutækis (B-reitur evrópsk skráningarskírteinis) til um aldur þess. Þegar ökutæki er skráð nýtt hér á landi er það nýskráningardagur á Íslandi sem er fyrsti skráningardagur ökutækisins. Ef ökutæki sem áður hefur verið skráð í Evrópu er skráð hér á landi,  eru upplýsingar um fyrsta skráningardag ökutækis sóttar í erlent skráningarskírteini (B-reit). Ef ekki eru til upplýsingar um fyrsta skráningardag notaðra ökutækja, skal skrá upplýsingar um framleiðslumánuð og ár ökutækis og skal fyrsti dagur þess mánaðar skrást sem fyrsti skráningardagur.

Framleiðsluár og árgerð ökutækis: Framleiðsluár og árgerð ökutækis er einungis skráð á ökutæki sem áður hafa hlotið skráningu, ef þær upplýsingar eru að finna á erlendu skráningarskírteini, titilsbréfi, gögnum frá framleiðanda eða viðurkenndri tækniþjónustu. Þar sem upplýsingar um árgerð ökutækis voru almennt skráðar fram til 1.1.1999, er heimilt að skrá árgerð á öll ökutæki fyrir þann tíma að því gefnu að þessar upplýsingar liggi fyrir frá framleiðanda, viðurkenndri tækniþjónustu eða á erlendum skráningargögnum.

Í öllum amerískum bifreiðum og sumum japönskum og evrópskum bifreiðum segir tíundi stafur til um árgerð bifreiðarinnar: 

A = 1980

L = 1990

Y = 2000

 A = 2010

L = 2020

 B = 1981

 M = 1991

1 = 2001

 B = 2011

M = 2021

 C = 1982

 N = 1992

2 = 2002

 C = 2012

 N = 2022

 D = 1983

 P = 1993

3 = 2003

 D = 2013

P = 2023 

 E = 1984

 R = 1994

4 = 2004

 E = 2014

R = 2024 

 F = 1985

 S = 1995

5 = 2005

 F = 2015

 S = 2025

 G = 1986

 T = 1996

6 = 2006

 G = 2016

 T = 2026

 H = 1987

 V = 1997

7 = 2007

 H = 2017

V = 2027 

 J = 1988

 W = 1998

8 = 2008

 J = 2018

W = 2028  

 K = 1989

 X = 1999

9 = 2009

 K = 2019

X = 2029




Var efnið hjálplegt? Nei