1.9.2 Eigin þyngd

Útg.nr: 1           Útg.dags: 13.02.2003

Skilgreining: Eigin þyngd ökutækis er þyngd ökutækis sem tilbúið er til notkunar að meðtöldum búnaði sem því fylgir að jafnaði s.s. eldsneyti, smurolíu, kælivatni, varahjóli, verkfærum o.þ.h.

Forskráning gerðarviðurkenndra ökutækja: Upplýsingar um eigin þyngd gerðarviðurkenndra ökutækja koma fram í gerðarviðurkenningu ökutækjanna. Ekki er heimilt að skrá aðra eigin þyngd við forskráningu en þá sem kemur fram í gerðarviðurkenningu.

Forskráning skráningarviðurkenndra ökutækja: Ef upplýsingar sem unnt er að nota til ákvörðunar á eigin þyngd skráningarviðurkenndra ökutækja koma fram í erlendum skráningargögnum skal nota þær upplýsingar. Ef upplýsingarnar koma ekki fram í erlendum skráningargögnum skal skráningaraðili leita upplýsinga í gögnum Samgöngustofu um viðkomandi ökutæki. Ef fullnægjandi upplýsingar eru ekki til um eigin þyngd ökutækis skal gera kröfu um vigtarseðil við skráningarskoðun. Upplýsingar um eigin þyngd í erlendu skráningarskírteini gilda þó aðeins fyrir fólks- og sendibifreiðir undir 3500 kg að leyfðri heildarþyngd sem skráðar hafa verið í eftirtöldum löndum:

  • Austurríki: Egengewicht
  • Finnland: Omamassa / Omapaino / Egenmassa
  • Holland: Ledig gewicht / Massa ledig voertuig
  • Lichtenstein: Leergewicht / Poids à vide /Peso a vuoto (30)
  • Noregur: Egenvekt - (ekki nota samtalsgildið)
  • Sviss: Leergewicht / Poids à vide /Peso a vuoto (30)
  • Svíþjóð: Tjänstevikt - mínus 75 kg (41)
  • Þýskaland: Meðaltal Leergewicht (14) og hámarksgildis ef það er gefið upp (33 / 14:BIS XXX).

Nýskráning á gerðarviðurkenndu ökutæki: Óheimilt er að breyta upplýsingum um eigin þyngd við nýskráningu á gerðarviðurkenndu ökutæki.

Nýskráning á skráningarviðurkenndu ökutæki: Ef gerð hefur verið krafa um vigtarseðil við forskráningu á skráningarviðurkenndu ökutæki skal skoðunarstofa tilgreina eigin þyngd ökutækis í beiðni um nýskráningu. Skráningaraðili skráir inn upplýsingar um eigin þyngd við nýskráningu. Óheimilt er að skrá eða breyta eigin þyngd við nýskráningu nema gerð hafi verið krafa um vigtarseðil.

Breytingaskráning: Aðeins er heimilt að skrá breytingu á skráðri eigin þyngd ökutækis í framhaldi af breytingaskoðun. Ef óskað er eftir lækkun á skráðri eigin þyngd verður Samgöngustofa að samþykkja breytinguna fyrir skráningu.

Ef eigin þyngd er ekki skráð við forskráningu skal krefjast vigtarseðils við skráningarskoðun. Við beiðni um nýskráningu skal skoðunarstofan senda upplýsingar um eigin þyngd ökutækisins samkvæmt vigtarseðli. Vigtarseðill skal vera í samræmi við eyðublað sem Samgöngustofa gefur út.

US.114

Var efnið hjálplegt? Nei