1.9.3 Notkunarflokkar
Útg. nr. 15. Útg. dags. 13.06.2016
Almenn notkun: Ökutæki sem ekki er skráð í neinn af þeim notkunarflokkum sem tilgreindir eru hér að neðan er skráð í notkunarflokkinn almenn notkun.
Beltabifreið: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Notkunarflokkurinn á við um vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki og er búið beltum. Skilgreiningu á beltabifreið er að finna í reglugerð um gerð og búnað. [Sé beltabifreið skráð í almenna notkun á ný skal framvísa tilkynningu þess efnis frá skoðunarstofu. ] 10
Bílaleiga: Ökutæki er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar eiganda ( US.115 ). Notkunarflokkurinn á við um ökutæki sem leigð eru í atvinnuskyni til mannflutninga án ökumanns sbr. reglugerð um leigu ökutækja án ökumanns. [...] 4)9)
Björgunarbifreið: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Notkunarflokkurinn á við um bifreið sem er sérstaklega búin til að draga óökufært og/eða mannlaust ökutæki. [Sé björgunarbifreið skráð í almenna notkun á ný skal framvísa tilkynningu þess efnis frá skoðunarstofu. ] 10
Flutningur hreyfihamlaðra: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Notkunarflokkurinn á við um bifreið sem er búin til flutnings á hreyfihömluðu fólki. [Sé ökutæki sem skráð hefur verið til flutnings hreyfihamlaðra skráð í almenna notkun á ný skal færa það til breytingaskoðunar á skoðunarstofu. ] 10
Fornbifreið: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar eiganda um skráningu á notkunarflokki ( US.115 ) eða á grundvelli umsóknar um fornmerki ( US.156 ) séu skilyrði um fornbifreið uppfyllt. [Fornbifreið er ekki ætluð til almennrar notkunar, telst vera safngripur og er eða verður að minnsta kosti 25 ára á almanaksárinu.] 12
Fornbifhjól: Bifhjól er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar eiganda um skráningu á notkunarflokk ( US.115 ) eða á grundvelli umsóknar um fornmerki ( US.156 ) séu skilyrði um fornbifhjól uppfyllt. [Fornbifhjól er ekki er ætlað til almennrar notkunar, telst vera safngripur og er eða verður að minnsta kosti 25 ára á almanaksárinu.] 12
Húsbifreið: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Notkunarflokkurinn á við um fólksbifreið sem uppfyllir skilyrði um húsbifreið samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. [Sé húsbifreið skráð í almenna notkun á ný skal framvísa tilkynningu þess efnis frá skoðunarstofu. ] 10
Hættulegur farmur: Ökutæki er skráð til flutnings á hættulegum farmi á grundvelli reglna um slíka skráningu ( 1.9.10 ). Notkunarflokkurinn á við um ökutæki sem búið er samkvæmt ADR reglum til að flytja hættulegan farm.
Leigubifreið: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Notkunarflokkurinn á við fólksbifreið sem notuð er til flutnings á farþegum gegn gjaldi sbr. lög um leigubifreiðir og reglugerð um gerð og búnað ökutækja. [Sé leigubifreið skráð í almenna notkun á ný skal framvísa tilkynningu þess efnis frá skoðunarstofu. ] 10
[ Námuökutæki: Ökutæki er skráð sem námuökutæki á grundvelli umsóknar eiganda þar sem lýst er yfir að ökutækið uppfylli skilyrði um námuökutæki ( US.115 ). Í þennan notkunarflokk er heimilt að skrá vörubifreiðar og eftirvagna sem ætluð eru til efnisflutninga innan afmarkaðra vinnusvæða utan vega. Heimilt er að skrá í þennan notkunarflokk vörubifreiðar og eftirvagna sem eru stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd segja til um og uppfylla ekki kröfur um mengun og hemlabúnað. Í þessum tilvikum er hins vegar nauðsynlegt að skrá ökutækin með breytingalás og kvöð enda er ekki leyfilegt að skrá þessi ökutæki í notkunarflokkinn "almenn notkun" nema staðfest sé að þau uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til vörubifreiða og eftirvagna.] 5) Námuökutæki skal bera utanvegamerki ( 3.10.8 ). [Sjá nánar í kafla um skráningu námuökutækja ( 1.8.8 )] 3)
Neyðarakstur: Ökutæki skráð til neyðaraksturs þarf að uppfylla kröfur um eignaraðild og bera sérstakan búnað til neyðaraksturs. Heimilt er að skrá til neyðaraksturs ökutæki í eigu Ríkislögreglustjóra, opinberra slökkviliða, Almannavarna ríkisins, Rauða kross Íslands og björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. [Ef ökutæki slökkviliða eru skráð í eigu sveitarfélags skal framvísa yfirlýsingu frá sveitarfélaginu um að um ökutæki slökkviliðs sé að ræða.] 2) Einnig er heimilt að skrá til neyðaraksturs ökutæki í eigu annarra opinberra stjórnvalda s.s. sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir og hliðstæð ökutæki þó þau séu í einkaeign en í slíkum tilvikum skal liggja fyrir sérstök heimild samgönguráðuneytisins. Ökutæki sem skráð eru til neyðaraksturs skulu búin sérstökum búnaði til neyðaraksturs og skal ökutæki fært til breytingaskoðunar þar sem búnaður er metinn. Að lokinni skoðun sendir skoðunarstofa staðfestingu á því að ökutæki beri löglegan búnað til neyðaraksturs, á grundvelli hennar og með hliðsjón af reglum um eignarheimild er ökutækið skráð til neyðaraksturs. [Sé ökutæki sem skráð hefur verið til neyðaraksturs skráð í almenna notkun á ný skal færa það til breytingaskoðunar á skoðunarstofu. ] 10
Rallakstur: Ökutæki er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu um að ökutæki hafi staðist breytingaskoðun vegna aksturskeppni. Um ökutæki til rallaksturs gilda reglur um akstursíþróttir og aksturkeppni.
[Sendibifreið: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar innflytjanda eða tilkynningar frá skoðunarstofu. Notkunarflokkurinn á við um bifreið sem uppfyllir skilyrði sendibifreiðar samkvæmt skilgreiningu í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Sé sendibifreið skráð í annan notkunarflokk skal tilkynning þess efnis koma frá skoðunastofu. ] 11
Sendiráðsökutæki: Ef framvísað er yfirlýsingu um skráningu á sendiráðsökutæki sem staðfest er af viðkomandi sendiráði og utanríkisráðuneyti er heimilt að skrá ökutæki á forskrá í notkunarflokkinn sendiráðsökutæki. Ef ökutækið hefur verið nýskráð er ekki leyfilegt að skrá það sem sendiráðsökutæki nema sendiráðsmerki séu afhent á það. [Sé ökutæki skráð í almenna notkun á ný skal framvísa yfirlýsingu þess efnis sem staðfest hefur verið af viðkomandi sendiráði og utanríkisráðuneyti. ] 10
Sérbyggð rallbifreið: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli vottorðs frá framleiðanda og rökstuddri yfirlýsingu samtaka um akstursíþróttir þess efnis að bifreiðin sé sérsmíðuð keppnisbifreið til aksturskeppni. Notkunarflokkurinn á við sérbyggða keppnisbifreið til rallaksturs sem heimilt er að undanþiggja álagningu vörugjalds samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð um vörugjald af ökutækjum. [Skráð er í notkunarflokkinn samkvæmt staðfestingu frá tollstjóra um að ökutæki uppfylli skilyrði reglugerðar.]
7 [Bifreiðin skal bera utanvegamerki. Sérbyggðar rallbifreiðar eru ætlaðar til notkunar á afmörkuðum svæðum. Þeim er því óheimilt að aka á vegum en með þeirri undantekningu að heimilt er að aka á vegum vegna þátttöku í rallkeppnum og við æfingaakstur samkvæmt reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni nr. 507/2007, með síðari breytingum.]
15
[Sé ökutæki sem skráð hefur verið til rallaksturs skráð í almenna notkun á ný skal færa það til breytingaskoðunar á skoðunarstofu.
]
10
[Sérstök not: Heimilt er að skrá í þennan notkunarflokk bifreiðar sem ætlaðar eru til sérstakra nota og brenna að meginhluta til dísilolíu í kyrrstöðu. Umsókn um skráningu skal beina til skoðunarstofu sem gengur úr skugga um að skilyrði til skráningar séu uppfyllt. Skoðunarstofa sendir í framhaldinu tilkynningu með tölvupósti til Samgöngustofu þar sem staðfest er að ökutækið uppfylli kröfur til skráningar til sérstakra nota og óskar eftir skráningu í notkunarflokkinn "sérstök not" og afhendingu á "olíumerkjum". Þau skilyrði sem þarf að uppfylla eru:
- Framvísa skal undirritaðri umsókn um notkunarflokk ( US.115) þar sem merkt er við notkunarflokkinn "sérstök not".
- Með umsókn skal fylgja álestur af ökumæli bifreiðar.
- Ökutæki verður að vera vörubifreið með heildarþyngd 5000 kg eða meira.
- Bifreið skal vera merkt með sérstökum skráningarmerkjum (olíumerki).
- Bifreið skal vera búin akstursmæli (sjá einnig kröfu um álestur).
- Bifreið skal vera með varanlegum áföstum búnaði til sérstakra nota (ekki með útskiptanlegri yfirbyggingu).
- Bifreið skal vera skráð með eina af eftirfarandi yfirbyggingum í ökutækjaskrá: hreinsibúnaður, jarðbor, karfa, krani, slökkvidæla, steypudæla, steyputunna, úðunarbúnaður eða krani yfir 25 tonnmetra. Staðfesting Vinnueftirlitsins á stærð krana þarf að liggja fyrir og bifreiðin þarf að auki að vera með fastan pall þ.e. vörupall sem hvorki er lyftanlegur né verður fjarlægður tímabundið. [Vörubifreið með krana yfir 25 tonnmetra verður að vera án tengibúnaðar en með tengibúnaði er átt við stól fyrir festivagn eða krók fyrir hengi- eða tengivagn.] 5
- [-Mjólkurflutningabifreið sem skráð er með tank sem yfirbyggingu, er sérstaklega búin, og eingöngu notuð til að safna mjólk frá búum. Hafi mjólkurbifreiðin tengibúnað verður farmur tengivagnsins að vera sá sami, þ.e. mjólk frá búum.] 6 ] 13
Skólabifreið: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Heimilt er að flytja fleiri farþega en almennt er gert ráð fyrir samkvæmt reglugerð um gerð og búnað í bifreið sem skráð er til aksturs á skólabörnum.
[ ... ]
8
Vegavinnuökutæki: Ökutæki er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Notkunarflokkurinn á við um ökutæki sem notað er við vegagerð og vegaviðhald eða starfsemi sem tengist því.
Vsk-bifreið: Heimilt er að skrá sendibifreið og vörubifreið I (með heildarþyngd undir 5000 kg) í þennan notkunarflokk ef skráð er í gerðarlýsingu hennar að hún uppfylli vsk-kröfur eða ef tilkynning berst frá skoðunarstofu um að hún uppfylli vsk-kröfur. Bifreið í þessum notkunarflokki skal bera sérstök vsk-merki. Vsk-bifreið lýtur reglum um innskatt vegna virðisaukaskatts samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð um innskatt.
Ökukennsla: Ökutæki er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Notkunarflokkurinn á við um ökutæki sem notað er til ökukennslu sbr. III. viðauka við reglugerð um ökuskírteini. [Sé ökutæki skráð í almenna notkun á ný skal framvísa tilkynningu þess efnis frá skoðunarstofu. ] 10
Ökutæki hreyfihamlaðra: Bifreið er skráð í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu. Ökutæki hreyfihamlaðra er búið þannig að það mæti sérþörfum hreyfihamlaðra til aksturs.
[Sé ökutæki skráð í almenna notkun á ný skal framvísa tilkynningu þess efnis frá skoðunarstofu.
]
10
[
Tveir notkunarflokkar: Í sumum tilfellum fellur ökutæki undir tvo notkunarflokka. Slík ökutæki fara þá í samsetta notkunarflokka og eru þeir eftirfarandi:
- Ökukennsla og leigubifreið
- Ökukennsla og skólabifreið
- Ökukennsla og vegavinna
- Ökukennsla og flutningur hreyfihamlaðra
- Ökukennsla og hættulegur farmur
- Vegavinna og hættulegur farmur
- Vegavinna og neyðarakstur] 4 )
[...] 14
Gjald: Fyrir skráningu á notkunarflokki skal innheimta gjald fyrir breytingaskráningu. Athugið þó að ekki skal innheimta gjald fyrir skráninguna ef hún er framkvæmd við forskráningu eða nýskráningu.
1) 13.02.2003
2) 16.08.2005
3) 23.06.2005
4) 12.10.2005
5) 17.11.2005
6) 30.05.2007
7) 23.06.2008
8) 08.09.2008
9) 21.07.2009
10) 07.01.2010
11) 02.02.2010
12) 07.05.2012
13) 26.10.2012
14) 04.03.2016
15) 13.06.2016