1.9.7 Eftirlýst ökutæki

Útg.nr: 1           Útg.dags: 27.04.2009

Skráning: Ökutæki skal skráð eftirlýst ef beiðni berst um það frá lögreglu. Í skýringar skal skrá nafn viðkomandi lögregluembættis. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir þó ekki sérstakar beiðnir um skráningu heldur eru ökutæki skráð eftirlýst eftir lista er birtist á heimasíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu(www.logreglan.is). Önnur lögregluembætti senda beiðni um skráningu á eftirlýstum ökutækjum á netfangið okutaeki@us.is

Niðurfelling: Skráning á eftirlýstu ökutæki er felld niður ef beiðni um það berst frá lögreglu. Eftirlýsingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru felldar niður þegar þær hafa verið teknar út af lista á heimasíðunni (www.logreglan.is).

Um leið og ökutæki er skráð eftirlýst er lögreglulás skráður á ökutækið.



Var efnið hjálplegt? Nei