2.6.11 Riftun eignaskipta

Útg.nr: 01           Útg.dags: 13.02.2003

Riftun eigendaskipta: Ef kaupandi og seljandi vilja rifta eigendaskiptum skulu þeir framvísa yfirlýsingu um riftun eða nýrri eigendaskiptatilkynningu.

Yfirlýsing um riftun: Aðilar eigendaskipta útbúa yfirlýsingu um riftun á tilteknu ökutæki sem er undirrituð af aðilum og vottuð af tveimur vitundarvottum (sjá sýnishorn að neðan).

Eigendaskiptatilkynning: Aðilar framvísa nýrri eigendaskiptatilkynningu þar sem kaupandi er skráður seljandi og seljandi er skráður kaupandi. Efst á tilkynninguna skal skrifa "Riftun".

Skráning riftunar: Ef búið er að skrá fyrri eigendaskipti er riftun færð eins og þegar um ný eigendaskipti er að ræða og bæði eigendaskiptin sjást í eigendaferli. Ef fyrri tilkynningin hefur ekki verið skráð í ökutækjaskrá er hvorug þeirra skráð í ökutækjaskrá.

Gjald: Fyrir skráningu á riftun ber að greiða gjald samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu.

Sýnishorn af riftunaryfirlýsingu:

Við undirritaðir Jón Jónsson, kt. 111111-9999 og Sigurður Sigurðsson, kt. 222222-9999 riftum hér með eigendaskiptum að ökutækinu AA-111 sem fram fóru þann 1. janúar 1999.
Reykjavík, 10. janúar 1999
Jón Jónsson (sign)
Sigurður Sigurðsson (sign)
Vitundarvottar:
Jóna Jónsdóttir (sign), kt. 333333-9999
Sigríður Sigurðardóttir (sign), kt. 444444-9999.


Var efnið hjálplegt? Nei