3.10.14 Undanþágumerki

Útg.nr: 01           Útg.dags: 28.12.2006

Undanþáguökutæki: Heimilt er að skrá sem undanþáguökutæki bifreið, dráttarvél eða eftirvagn sem nær eingöngu eru notuð utan vega eða til sérstakra flutninga á vegi gegn undanþágu. Heimild til skráningar er byggð á reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um stærð og þyngd ökutækja þar sem veitt er heimild til að víkja frá reglum um hámarksstærð. Fjallað er um skráningu undanþáguökutækja í kafla 1.8.9.

Undanþágumerki: Ökutæki sem skráð er sem undanþáguökutæki skal bera sérstök skráningarmerki þar sem grunnur er hvítur en brúnir, bandstrik og stafir eru græn að lit.


Var efnið hjálplegt? Nei