3.10.9 Tollmerki
Útg.nr: 02 Útg.dags: 04.03.2016
Tímabundin skráning: Með sérstakri heimild tollayfirvalda er heimilt að skrá nýjar bifreiðar og bifhjól til tímabundinnar notkunar hér á landi án þess að af þeim sé greitt vörugjald.
Yfirlýsing tollstjóra: Fyrir nýskráningu skal skila inn yfirlýsingu frá tollstjóra um tímabundinn tollfrjálsan innflutning á farartæki og er skráningartími skráður í athugasemdareit [ökutækjaskrá] 1).
Tollmerki: Umboð sækja um tollmerki. Panta skal og greiða fyrir tollmerki áður en ökutæki er nýskráð og lætur Umferðarstofa framleiða merkin. Úthlutað er næsta lausa númeri en hvert númer er aðeins notað einu sinni. Umboði er tilkynnt um tollnúmer á umbeðið ökutæki og plöturnar eru teknar til hliðar. Þegar umboðið kemur með akstursheimild frá tollstjóra eru plöturnar stofnaðar í plötugeymslu og miðar límdir á skv. aksturheimild. Þegar tollmerki eru skráð á ökutæki skal gildistími akstursheimildar tollstjóra skráður í athugasemdarreit [ökutækjaskrár] 1) "Akstursleyfi til dd.mm.áá". Á tollmerkin er settur límmiði í samræmi við gildistíma akstursheimildar (mánuður vinstra megin og ár hægra megin).
Stærð og gerð tollmerkja: Tollmerki á bifreið skulu vera 400 x 120 mm á stærð. Merkin skulu vera með fjórum hvítum tölustöfum, 90 cm á hæð, á svörtum grunni. Á hvorri hlið merkis skal vera 45 mm lóðrétt rauð rönd. Vinstra megin skal skrá með hvítum tölustöfum röð þess mánaðar og hægra megin tvo síðustu tölustafi þess árs þegar gildistíma skráningar lýkur. Tollmerki á bifhjól skal vera 240 x 130 mm að stærð, tölustafir í tveimur röðum og stafahæð 49 mm.
Tollmerkjum skilað inn: Þegar gildistíma akstursheimildar lýkur skal skila tollmerkjum inn til Samgöngustofu eða tollyfirvalda. Ökutæki er þá annaðhvort afskráð úr landi eða sótt um venjulega skráningu ökutækis.
Ef sótt er um venjulega skráningu ökutækis sem skráð hefur verið tímabundinni skráningu eru almenn skráningarmerki pöntuð á ökutækið. Áður en heimilt er að afhenda almenn skráningarmerki á ökutæki skal skila inn tollmerkjum og framvísa staðfestingu tollyfirvalda á því að vörugjald hafi verið greitt af ökutækinu.
Áframhaldandi skráning:Ef sótt er um venjulega skráningu ökutækis sem skráð hefur verið tímabundinni skráningu eru almenn skráningarmerki pöntuð á ökutækið. Áður en heimilt er að afhenda almenn skráningarmerki á ökutæki skal skila inn tollmerkjum og framvísa staðfestingu tollyfirvalda á því að vörugjald hafi verið greitt af ökutækinu.
1) 04.03.2016