3.3 Framsending skráningarmerkja
Útg.nr: 1 Útg.dags: 13.02.2003
Framsending til skoðunarstöðva: Skráningarmerki sem á að afhenda á skoðunarstofu (vegna nýskráningar eða skipta á skráningarmerkjum) eru sett í hillu viðkomandi skoðunarfyrirtækis í afgreiðslu. Þegar skráningarmerki eru sett í hillu skoðunarfyrirtækis er þau skráð framsend á viðkomandi skoðunarstofu í ökutækjaskrá. Einnig geta skoðunarfyrirtæki sótt einstök skráningarmerki í afgreiðslu Samgöngustofu og eru þau þá einnig skráð framsend á viðkomandi skoðunarstofu.
Móttaka á skoðunarstofu: Þegar skoðunarstofan hefur móttekið merkin á starfsstöð sinni skal hún skrá móttöku í ökutækjaskrá.
Framsending og móttaka hjá umboði: Skráningarmerki nýrra gerðarviðurkenndra ökutækja sem á að afhenda hjá umboði við nýskráningu eru sett í hillu viðkomandi umboðs í afgreiðslu. Merkin eru skráð framsend á viðkomandi umboð í ökutækjaskrá.
Framsending og móttaka hjá Samgöngustofu: Ef skráningarmerki eru í geymslu hjá umboðsaðila en þess er óskað að þau verði afhent hjá Samgöngustofu skal óska eftir því að skráningarmerkin verði framsend til Sasmgöngustofu. Þegar merkin eru móttekin hjá Umferðarstofu skal skrá þau móttekin í ökutækjaskrá.
Það er skilyrði þess að heimilt sé að afhenda skráningarmerki að merkin séu skráð staðsett hjá viðkomandi afhendingarstað. Þó er heimilt að afhenda merki á skoðunarstofu tiltekins skoðunarfyrirtækis ef þau hafa verið móttekin á einhverri af skoðunarstofum þess skoðunarfyrirtækis.
Staðsetning skilyrði afhendingar: