Hlaupahjól - hjólabretti - línuskautar
Slys á hlaupahjóli, hjólabretti, línuskautum og öðrum leiktækjum í umferðinni eru nokkuð algeng og áverkarnir geta verið alvarlegir. Því er mikilvægt að nota réttan öryggis- og hlífðarbúnað.
Slys á hlaupahjóli, hjólabretti, línuskautum og öðrum leiktækjum í umferðinni eru nokkuð algeng og áverkarnir geta verið alvarlegir. Ráðlagður öryggisbúnaður í öllum tilfellum er hjálmur og eftir aðstæðum hlífar á olnboga, úlnlið og hné. Góðar upplýsingar um hlífðarhjálma má finna hér.
Á hlaupahjóli, hjólabretti og línuskautum skal fara eftir umferðarreglum fyrir gangandi vegfarendur. Heimilt er að nota gangstéttir og göngustíga en taka þarf tillit til gangandi vegfarenda og víkja fyrir þeim. Á gangstétt eða gangstíg á að halda sig hægra megin og fara fram úr öðrum vinstra megin.
Hlaupahjól, hjólabretti og línuskautar eiga ekki að vera á akbrautum.
Æskilegt er að velja svæði með sléttu undirlagi þar sem engin umferð er. Sandur og bleyta á yfirborði eykur hættu á slysum á leiktækjum sem þessum.
Mikilvægt er að fræða börn um mikilvægi þess að nota ávallt réttan öryggisbúnað og minnka þannig líkur á slysum. Einnig er mikilvægt að fylgjast með ástandi leiktækjanna því mörg slys má rekja til þess að búnaðurinn var ekki í lagi.