Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Í dag - 21. nóvember 2021

Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. 

Minningardagurinn 2021 

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár munu einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir táknrænum athöfnum víða um land í dag, sunnudaginn 21. nóvember og verður þeim streymt á facebook. Í ljósi sóttvarna er fólk hvatt til að taka þátt í viðburðunum í gegnum streymið. Sjá má upplýsingar um tímasetningu og mögulegt streymi á facebooksíðum Björgunarsveita og slysavarnadeilda á landinu. 

Að baki minningardeginum standa auk Samgöngustofu, samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytið, Sjálfsbjörg, Landsbjörg, lögreglan og Vegagerðin. 

Beint streymi frá viðburðum víða um land

Fólk er hvatt til að nálgast streymi viðburða á facebook síðum  Björgunarsveita og slysavarnadeilda sem fjöldi þeirra hyggjast halda víða um land í dag. 

Hér gefst kostur á að nálgast beint streymi frá viðburði sem haldinn verður í Reykjavík í dag kl. 14:00:

 

Hér að neðan má sjá lista og upplýsingar um nokkra viðburði en þeir kunna að verða fleiri en hér er um getið. 

Akranes Slökkvistöðin á Akranesi 14:00 Viðbraðgsaðilar á Akranesi ætla að hittast við Slökkvistöðina á Akranesi
Garður Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis 19:00 Slysavarnadeildin Una í Garði mun setja kerti á göngustíg á milli Garðs og Sandgerðis.
Kjalarnes Viktarplan við Vesturlandsveg á Kjalarnesi   Viðbragðsaðilar koma saman, kveikja á kertum og halda minningarstund.
Ólafsfjörður Tjörnin 17:00 Kertafleyting við tjörnina kl.18. Íbúar Fjallabyggðar hvattir til að kveikja á friðarkerti.
Patreksfjörður Björgunarsveitin Blakkur 14:00 Björgunarsveitin Blakkur og viðbragðsaðilar ætla að vera með 1 mínútu þögn.
Reykjavík Gróubúð, Grandagarði 1.   Slysavarnadeildin í Reykjavík og Björgunarsveitin Ársæll verða með minningarstund við Gróubúð.
Reykjavík  Skógarhlíð  14:00 Minningarathöfn verður haldin við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Beinn hlekkur á streymi
Sauðárkrókur Sveinsbúð, björgunarsveitarhúsið 17:00 Minningarstund - kakó og kleinur - Öllum viðbragðsaðilum boðin þátttaka
Siglufjörður Kirkjutröppunum   Athöfnin mun fara fram neðst í kirkjutröppunum. Þar verður flutt ávarp, söngur og kveikt á kertum.
Suðurland Undir Ingólfsfjalli   Björgunarfélögin á Suðurlandi (svæði 3) verða með minningarathöfn undir Ingólfsfjalli.
Vestmannaeyjar Kirkjuvegur, kirkjugarðshlið   Slysavarnadeildin Eykyndill mun kveikja á kertum við hlið kirkjugarðsins

Táknrænar minningarathafnir um land allt

Á þessum degi gefst fólki kostur á að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð sinni í umferðinni og sýna viðbragðsaðilum þakklæti fyrir þeirra óeigingjarna starf.  Kveikt verður á kertum og er fólk hvatt til að gera það á þessum degi. 

MINNINGARDAGUR-2020-emm.is-76

Útvarpsstöðvar landsins sameinast í spilun á When I think of Angels
Lagið When I think of Angels er orðið einkennislag minningardagsins hér á landi. Það er samið af KK og sungið af systur hans Ellen. Kristján samdi lagið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í bandaríkjunum árið 1992. 

Allar útvarpsstöðvar landsins sem eru með beinar útsendingar munu sameinast í spilun lagsins í dag kl. 14:00. Mun dagskrágerðarfólk hvetja hlustendur sína til þátttöku og viðeigandi hluttekningu. 

 

Haldinn víða um heim

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Um það bil 3.600 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Það eru u.þ.b. 1.3 milljónir á einu ári.

Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915, hafa þann 15. nóvember 2021, samtals 1592 einstaklingar látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum.

Segja má að allt samfélagið deili með sér alvarlegum afleiðingum umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að koma í veg fyrir slysin og megi þessi dagur efla vitund okkar fyrir því og ábyrgð. 

Vefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO

Minningardagur-UN

https://worlddayofremembrance.org/
https://www.fia.com 

Frá minningardögum fyrri ára

Minningardagur 2020
Minningardagur 2019
Minningardagur 2018
Minningardagur 2017
Minningardagur 2016
Minningardagur 2014
Minningardagur 2013

 

 

 

 

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei