Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

20. nóvember 2022

Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á öryggi óvarinna vegfarenda. Einnig leiðum við hugann að þeim sem hafa orðið valdir að umferðarslysum.

Minningardagurinn 2022 

MINNINGARDAGUR_2017.-7674_original

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár verður haldin minningarathöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi , eftir þriggja ára hlé vegna faraldursins. Allir eru velkomnir. 

DAGSKRÁ MINNINGARATHAFNAR Í REYKJAVÍK:14:00 - Minningarathöfnin sett
14:05 - Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson flytur erindi
14:10 - Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flytur erindi
14:15 - Jónína Snorradóttir segir sögu sína tengda banaslysi sem átti sér stað
14:25 - Formlegri athöfn slitið
14:25 - Boðið upp á kaffi, kakó og með því 

Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar munu einnig standa fyrir táknrænum athöfnum víða um land, sunnudaginn 20. nóvember og verður streymt frá einhverjum þeirra á Facebooksíðum björgunarsveita og slysavarnadeilda .

Að baki minningardeginum standa auk Samgöngustofu, innviðaráðuneytið, Sjálfsbjörg, Landsbjörg, lögreglan og Vegagerðin.

MINNINGARDAGUR_2017.-7731_original

Upplýsingar um væntanlega viðburði

Hér að neðan er listi yfir þá atburði sem haldnir verða auk athafnarinnar við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi. Settar verða inn frekari og nánari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir:

StaðurStaðsetningKl.Dagskrá
BREIÐDALSVÍKVið Lækjarkot á Breiðdalsvík14:00Minningarstund en nánari dagskrá mun liggja fyrir síðar. Ábyrgðaraðili: Björgunarsveitin Eining.
HELLAHjá Flugbjörgunarsveitinni
Hellu
 18:00Minningarstund en nánari dagskrá mun liggja fyrir síðar. Ábyrgðaraðili: Flugbjörgunarsveitin Hellu
HVOLSVÖLLURNánar auglýst síðar Ábyrgðaraðili: Björgunarsveitin Dagrenning
 INGÓLFSFJALL 19:00Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða með minningarathöfn við Suðurlandsveg undir Ingólfsfjalli.
KJALARNESViktarplan við Vesturlandsveg á Kjalarnesi (stuttu áður en beygt er inn í Hvalfjörð - sunnan megin).14:00Komið verður saman við viktarplanið á Vesturlandsvegi stuttu áður en beygt er inn í Hvalfjörð - sunnan megin. Allir eru velkomnir en þarna verða fulltrúar viðbragðsaðila. Ábyrgðaraðili: Björgunarsveitin Kjölur
ÓLAFSFJÖRÐUR/
FJALLABYGGÐ
Minningarstund í kirkjugarðinum við minningarstein15:00Minningarstund í kirkjugarðinum við minningarstein. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar mun flytja erindi. Kveikt verður á kertum. Ábyrgðaraðili: Slysavarnardeildin Hyrna Ólafsfirði
PATREKSFJÖRÐURNánar auglýst síðar
Ábyrgðaraðilar: Slysavarnadeildin Unnur og Björgunarsveitin Blakkur
REYKJAVÍKÞyrlupallurinn við Landspítalann í Fossvogi14:00Slysavarnadeildin í Reykjavík og Björgunarsveitin Ársæll verða með minningarstund við Gróubúð. Ábyrgðaraðilar: Samgöngustofa, innviðaráðuneytið, lögregla, Vegagerðin, Sjáflsbjörg og Landsbjörg
SIGLUFJÖRÐUR/ FJALLABYGGÐKirkjutröppurnar við Siglufjarðarkirkju17:00Athöfn og minningarstund fer fram við kirkjutröppurnar við Siglufjarðarkirkju. Þarna koma viðbragðsaðilar á Siglufirði en allir eru velkomnir. Ábyrgðaraðili: Slysavarnadeildin Vörn
VESTMANNAEYJARLandakirkja, Vestmannaeyjum13:00Haldin verður messa og Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfir lögregluþjónn verður með erindi. Boðið verður upp á kaffi og smákökur. Ábyrgðaraðili: Slysavarnadeildin Eykyndill


MINNINGARDAGUR-2020-emm.is-76

Útvarpsstöðvar landsins sameinast í spilun á When I think of Angels
LagiðWhen I think of Angelser orðið einkennislag minningardagsins hér á landi. Það er samið af KK og sungið af systur hans Ellen. Kristján samdi lagið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í bandaríkjunum árið 1992. 

Stefnt er að því að allar útvarpsstöðvar landsins sem eru með beinar útsendingar munu sameinast í spilun lagsins kl. 14:00 á minningardeginum.

 

Hvers vegna minningardagur?

Um það bil 3.600 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Það eru u.þ.b. 1.3 milljónir á einu ári.
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð á Íslandi 25. ágúst 1915, hafa þann 29. september 2022, samtals 1601 einstaklingur látist í umferðinni. Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum.

Það gleymist oft að hlúa að þeim ökumönnum sem verða valdir að banaslysum eða öðrum alvarlegum slysum. Margir þessara ökumanna er sjálfir bein fórnarlömb þessara slys með þeim hætti að þeir létust eða slösuðust sjálfir. En þótt einhverjir þeirra hafi sjálfir sloppið frá líkamstjóni eða dauða þá eru þeir einnig fórnarlömb? Það að verða þess valdur vegna misgánings, skorts á athygli eða einhvers annars að einhver slasast eða lætur lífið kallar yfir viðkomandi ævarandi sorg, sjálfsásökun og vanlíðan sem markar framtíð þeirra. Þessu fólki má ekki gleyma. 

Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að koma í veg fyrir slysin og megi þessi dagur efla vitund okkar fyrir því og ábyrgð.

Vefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO

Whomemorial

https://worlddayofremembrance.org/
https://www.fia.com 

Frá minningardögum fyrri ára

Minningardagur 2021
Minningardagur 2020
Minningardagur 2019
Minningardagur 2018
Minningardagur 2017
Minningardagur 2016
Minningardagur 2014
Minningardagur 2013

 

 

 

 

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei