Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

15. nóvember 2020

Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. 

Minningardagurinn 2020


Í ár var minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann var árverkniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember. Minningarviðburðir voru haldnir um land allt og fjallað var um mikilvæg málefni tengd umferðaröryggi í fjölmiðlum, myndböndum og umræðum á samfélagsmiðlum.

Táknrænar minningarathafnir um land allt


Að kvöldi minningardagsins kl. 19:00 stóðu einingar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, ásamt fleiri viðbragðsaðilum, fyrir táknrænum minningarathöfnum um allt land. Sýnt var frá þeim í vefútsendingu á Facebook.

FB-Live-Header

 

 

Listi yfir viðburði víða um land


Viðburðum var streymt hér á sunnudaginn kl. 19:00

Akranes Akratorg 19:00 Björgunarfélag Akraness og Slysavarnardeildin Líf standa fyrir minningarstund við Akratorg.
Borgarfjörður (staðsetning kemur síðar) 19:00 Kveikt verður á kertum.
Breiðdalsvík Lækjarkot 19:00 Björgunarsveitin Eining ásamt slökkviliði og sjúkraflutningum verða með minningarstund við Lækjarkot.
Garður Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis 19:00 Slysavarnardeildin Una í Garði mun setja kerti á göngustíg á milli Garðs og Sandgerðis.
Hella Flugbjörgunarsveitin Hellu, Dynskálar 34 19:00 Lítil minningarathöfn fyrir utan hús sveitarinnar.
Keflavík Keflavíkurkirkja 19:00 Fulltrúum viðbragðsaðila (einn frá hverjum) boðið til minningarstundar í kirkjunni.
Neskaupsstaður Miðbær og við björgunarsveitarhúsið 19:00 Kveikt á kertum fyrir utan björgunarsveitarhúsið við aðalgötu bæjarins.
Ólafsfjörður Tjörnin 18:00 Kertafleyting við tjörnina kl.18. Íbúar Fjallabyggðar hvattir til að kveikja á friðarkerti kl 19.
Ólafsfjörður   19:00 Slysavarnardeild kvenna Ólafsfirði stendur fyrir minningarstund sem verður streymt kl.19.
Patreksfjörður Björgunarsveitin Blakkur 14:00 Björgunarsveitin Blakkur og viðbragðsaðilar ætla að vera með 1 mínútu þögn.
Reykjanesbær Víkurfréttir 18:00 Beint streymi frá Víkurfréttum á Facebook.
Reykjavík Gróubúð, Grandagarði 1. 17:00 Slysavarnardeildin í Reykjavík og Björgunarsveitin Ársæll verða með minningarstund við Gróubúð.
Reykjavík, Björgunarmiðstöðin í Skógarhlíð Skógarhlíð 14 15:00 Vakthafandi viðbragðsaðilar kveikja á kertum fyrir utan Skógarhlíðina.
Siglufjörður   19:00 Slysavarnardeildin Vörn stendur fyrir minningarstund sem verður streymt. Íbúar hvattir til að kveikja á kerti úti.
Suðurland Undir Ingólfsfjalli 19:00 Björgunarfélögin á Suðurlandi (svæði 3) verða með minningarathöfn undir Ingólfsfjalli.
Vestmannaeyjar Kirkjuvegur, kirkjugarðshlið 19:00 Slysavarnardeildin Eykyndill mun kveikja á kertum við hlið kirkjugarðsins

Facebook-útsendingar frá minningarathöfnum

Undir Ingólfsfjalli 
Akranes 
Borgarbyggð 
Eyrarbakki
Garður  
Hella 
Neskaupstaður 
Reykjanesbær  
Reykjavík (Grandagarður) 
Siglufjörður  

Árverkniátak um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember

 

  • Einkennislag dagsins var lag KK, When I think of angels , í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. 
  • Lagið var flutt samtímis á öllum útvarpsstöðvum á minningardaginn sjálfan kl. 14:00 og landsmenn hvattir til einnar mínútu þagnar.
  • Forseti Íslands ávarpaði þjóðina í sérstöku myndbandi sem deilt var m.a. á vefmiðlum.

Kveðja frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni


Gudni Th. Jóhannesson

Kveðja frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni.

Sigurður Ingi Jóhannsson

Kynningarmyndband - stikla

Stikla
Auglýsingin Angels (upphaflega frá árinu 2011)

Auglýsingin, Angels

KK og Ellen flytja lagið í Vikunni með Gísla Marteini.

KK og Ellen

Helgarviðtal við Óskar Sólmundarson sem missti son sinn.

Óskar Sólmundarson

Rík hefð er fyrir því á minningardeginum að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf.

PLakat minningardagsins


Alþjóðlegur minningardagur

Minningardagurinn er alþjóðlegur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.

Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1587 manns látist í umferðinni á Íslandi (fram að 1. nóvember 2020). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum.

Segja má að allt samfélagið deili með sér alvarlegum afleiðingum umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að koma í veg fyrir slysin og megi þessi dagur efla vitund okkar fyrir því og ábyrgð. 

Útsending Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO

World day of remembrance

https://worlddayofremembrance.org/
https://www.fia.com 

 

Frá minningardögum fyrri ára

Minningardagur 2019
Minningardagur 2018
Minningardagur 2017
Minningardagur 2016
Minningardagur 2014
Minningardagur 2013

 

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei