Leiðbeiningar fyrir þjónustuaðila og bílstjóra

varðandi öruggan akstur með fatlaða

Leiðbeiningar þessar eru ætlaðar þjónustuaðilum og bílstjórum sem annast akstur með fatlað fólk. 

Leiðbeiningar fyrir þjónustuaðila og bílstjóra varðandi öruggan akstur með fatlaða. 

Leidbeiningar2021

Sveitarfélögum er skylt, sbr. 29. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, að skipuleggja akstursþjónustu við fatlað fólk í samræmi við að skapa fötluðu fólki skilyrði til að lifa sem sjálfstæðustu lífi miðað við getu hvers og eins og jafna aðstöðumun sem kann að vera til staðar milli fatlaðs fólks og ófatlaðs. 

Félagsmálaráðuneytið gefur út leiðbeiningar um akstursþjónustu við fatlað fólk í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks sem er ætlað að stuðla að samræmi milli sveitarfélaga og þjónustusvæða. Flest sveitarfélög hafa þegar í gildi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og gilda þær áfram á hverjum stað þar til viðkomandi sveitarfélag ákveður endurskoðun. 

Hagsmunahópar hafa kallað eftir ítarlegri leiðbeiningum fyrir þjónustuaðila og bílstjóra varðandi akstur fatlaðra - með áherslu á öryggismál. Starfshópur skipaður fulltrúum frá Samgöngustofu, Sjálfsbjörgu landssambandi hreyfihamlaðra, Sjúkratryggingum Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands hefur tekið þessar upplýsingar saman með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga, samráðshóps félagsmálastjóra og Vinnueftirlitsins. 

Markmiðið er að leiðbeiningar þessar nýtist ekki aðeins þjónustuaðilum og bílstjórum, heldur líka notendum þjónustunnar og sveitarfélögum þegar útboðsgögn og samningar eru gerðir.


Var efnið hjálplegt? Nei