Sektir og refsipunktar

Árið 1997 var tekið upp refsipunktakerfi á Íslandi. Kerfið gerir ráð fyrir að þeir brotlegu í umferðinni safni refsipunktum

Þegar punktar verða 12 á þriggja ára tímabili missir ökumaðurinn ökuréttindin í þrjá mánuði. Refsipunktar fyrir brot fyrnast á þremur árum. Við útsendingu sektartilkynningar er tekið fram hvort brotið leiði til refsipunkta og þá hversu margra. Einnig er tilgreint hversu marga punkta í heild ökumaðurinn hefur fengið.

Refsipunktar eru notaðir við alvarlegustu brotunum,  þó ekki við ölvunarakstri því þar gilda sérstakar sviptinga- og sektarreglur.

Bráðabirgðaskírteini

Refsipunktakvótinn er minni fyrir þá sem eru með bráðabirgðaskírteini sem er til þriggja ára en þar er kvótinn sjö refsipunktar á þriggja ára tímabili.

Handhafi bráðabirgðaskírteinis sem fær fjóra refsipunkta í ökuferilsskrá er settur í ótímabundið akstursbann. Ökuskírteinið fær hann ekki aftur fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið og tekið ökupróf að nýju. Sama á við ef handhafi bráðabirgðaskírteinis fær sviptingu vegna ölvunaraksturs eða hraðabrots. Akstursbanni er aðeins beitt einu sinni.

Listi yfir sektir og refsipunkta

Hér að neðan er tafla yfir þau umferðarlagabrot sem refsipunktakerfið tekur til og þær sektir sem þeim fylgir.

Í eftirfarandi tilvikum bætist 20% álag ofan á sektarfjárhæð:

  • Hópbifreið ekið yfir löglegum hraða

  • Bifreið > 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd ekið yfir löglegum hraða

  • Bifreið með eftirvagn eða skráð tengitæki ekið yfir löglegum hraða

Tegund brots Refsipunktar Sekt
Ekið á 26 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða (30-35 km) 3 40.000
Ekið á 36 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða (50-60 km) 3 65.000 - 80.000
Ekið á 41 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða (70 km) 3 100.000
Ekið á 41 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða (80-90 km) 3 130.000 - 150.000
Tegund brots Punktar Sekt 
Ekið gegn rauðu umferðarljósi 2 30.000
Ekið fram úr rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni 2 20.000
Forgangur gangandi vegfarenda á gangbraut eigi virtur 2 20.000
Óhlýðni ökumanns við leiðbeiningu lögreglu 2 20.000
Eigi numið staðar og veitt hjálp 2 20.000
Vanrækt að tilkynna lögreglu um slys 2 20.000
Eigi virt stöðvunarskylda 2 30.000
Eigi virtur almennur forgangur á vegamótum o.fl. (hægri reglan) 2 20.000
Ökuhraði eigi miðaður við aðstæður 2 20.000
Ekið á 21-25 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða (30-35 km) 2 30.000
Ekið 31-35 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða (50-60 km) 2

50.000-

65.000

Ekið 31-40 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða (70 km) 2 80.000
Ekið 31-40 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða (80-90 km) 2

100.000-

115.000

Akstur bifreiðar eða bifhjóls án þess að hafa öðlast ökurétt (í annað sinn) 2 40.000
Tegund brots Punktar Sekt 
Ekið gegn einstefnu 1 20.000
Bann við framúrakstri eigi virt 1 20.000
Ekið eftir gangstétt eða gangstíg 1 20.000
Ökutæki bakkað eða snúið við þannig að hætta eða óþægindi skapast fyrir aðra 1 20.000
Eigi virtur forgangur hópbifreiðar til aksturs frá biðstöð. 1 20.000
Eigi sýnd sérstök aðgát í námunda við merkta skólabifreið sem hefur stansað 1 20.000
Eigi vikið nægilega eða dregið úr hraða 1 20.000
Ekið hægra megin fram úr 1 20.000
Ekið vinstra megin fram úr ökutæki sem er að sveigja til vinstri 1 20.000
Eigi sýnd nægileg varúð við framúrakstur 1 20.000
Eigi vikið nægilega eða framúrakstur torveldaður 1 20.000
Ekið fram úr við eða á vegamótum 1 20.000
Ekið fram úr þegar vegsýn er skert 1 20.000
Eigi virt biðskylda 1 30.000
Ökuljós eigi tendruð þegar birta er ófullnægjandi 1 20.000
Ekið á 16-20 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða (30-35 km) 1 25.000
Ekið 26-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða (50-60 km) 1

40.000-

50.000

Ekið 26-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða (70 km) 1 65.000
Ekið 21-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða (80-90 km) 1 80.000
Brot á sérreglum fyrir bifhjól 1 20.000
Akstur bifreiðar eða bifhjóls án þess að hafa öðlast ökurétt (í fyrsta sinn) 1 20.000
Öryggisbelti ekki notað 1 20.000
Sérstakur öryggisbúnaður fyrir barn ekki notaður 1 20.000
Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað 1 30.000
Viðurkenndur hlífðarhjálmur ekki notaður 1 20.000
Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm 1 20.000
Notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar 1 40.000

Var efnið hjálplegt? Nei