Ársskýrslur slysaskráningar

Í skýrslum um umferðarslys á Íslandi má finna ítarlegar upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum Íslendinga.  Nýjustu skýrsluna má finna hér.

Jafnframt eru skýrslurnar notaðar til stefnumörkunar í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi.

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum 

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2033
  • Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2033
  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2013-2017

Nokkur atriði úr slysaskýrslu 2018

Árið 2018 slösuðust og létust 1289 manns. Þar af var 201 sem slasaðist alvarlega eða lést en þeir voru 205 árið áður. Af þeim voru 183 alvarlega slasaðir sem er minna en árið áður en aðeins meira en var síðustu árin fyrir árið 2016.  Fjöldi látinna hækkar úr 16 í 18.  1088 slösuðust lítillega en árið áður voru þeir 1182.

Átján einstaklingar létust í umferðinni árið 2018.  Af þeim látnu voru níu Íslendingar, sex erlendir ferðamenn og þrír erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.  Létust því jafnmargir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar.  Sex kvenmenn létust og tólf karlmenn.  Af þeim 18 sem létust var eitt barn undir eins árs aldri en enginn annar undir 21 árs aldri.  Ellefu af átján látnum voru á aldrinum milli 20 til 39 ára.  Af þeim sem slösuðust voru 72% í fólksbifreiðum, 2% í hópbifreiðum og 7% í vörubílum eða sendibílum. 3% voru á bifhjólum, 9% á reiðhjóli og 6% voru fótgangandi.

Flest slys og óhöpp í umferðinni verða á virkum dögum á milli kl. 16 og 17.

Banaslys árið 2018

  • Átján einstaklingar létust í fimmán umferðarslysum árið 2018. Sex þeirra voru kvenmenn en tólf þeirra voru karlmenn.
  • Tveir létust innanbæjar; Einn á hringtorgi á Arnarnesvegi ofan við Reykjanesbraut og einn á Reykjanesbraut til móts við Vallarhverfi.  Hin sextán létust utanbæjar.
  • Einn lést af völdum ölvunaraksturs en enginn af völdum fíkniefna.
  • Sex létust við eða á Höfuðborgarsvæðinu, einn á Vesturlandi, einn á Vestfjörðum,  einn á Norðurlandi vestra, einn á Norðurlandi eystra og átta á Suðurlandi.

Skýrslur fyrri ára


Var efnið hjálplegt? Nei