Ársskýrslur slysaskráningar

Í skýrslum um umferðarslys á Íslandi má finna ítarlegar upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum Íslendinga. Nýjustu skýrsluna má finna hér.

Jafnframt eru skýrslurnar notaðar til stefnumörkunar í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi.

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum 

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2034.
  • Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034.
  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2013-2017.

Nokkur atriði úr slysaskýrslu 2021

Árið 2021 slösuðust og létust 1162 manns. Þar af voru 208 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 157 árið áður. Fjöldi alvarlega slasaðra og látinna hefur ekki verið meiri síðan árið 2016. Fjöldi látinna hækkar úr 8 í 9 en 9 látnir á einu ári þykir þó góður árangur í sögulegi og alþjóðlegu samhengi. 954 slösuðust lítillega en árið áður voru þeir 858.

Árið 2021 létust 9 einstaklingar í 8 slysum. Enginn erlendur ferðamaður lést annað árið í röð en þrír erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis létust. Sjö karlmenn og tvær konur létust en af þeim 12 ökumönnum sem komu við sögu í banaslysum voru 11 karlmenn. Fjögur létust á höfuðborgarsvæðinu og voru þau öll gangandi eða hjólandi. Fimm létust utan þéttbýlis og voru þau öll í fólksbifreið. Sá yngsti sem lést var 1 árs og sá elsti 89 ára.

Skýrslur fyrri ára


Var efnið hjálplegt? Nei