Ársskýrslur slysaskráningar

Í skýrslum um umferðarslys á Íslandi má finna ítarlegar upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum Íslendinga.  Nýjustu skýrsluna má finna hér.

Jafnframt eru skýrslurnar notaðar til stefnumörkunar í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi.

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum 

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2022
  • Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2022
  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2006-2010

Nokkur atriði úr slysaskýrslu 2017

Árið 2017 slösuðust og létust 1387 manns. Þar af voru 205 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 233 árið áður. Af þeim voru 189 alvarlega slasaðir sem er minna en árið áður en heldur meira en síðustu ár þar á undan.  Fjöldi látinna lækkar úr 18 í 16.  1182 slösuðust lítillega en árið áður voru þeir 1196.

Sextán einstaklingar létust í umferðinni árið 2017.  Af þeim látnu voru sjö Íslendingar, fimm erlendir ferðamenn og fjórir erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.  Er þetta í fyrsta skipti frá upphafi sem fleiri erlendir ríkisborgarar en Íslendingar látast í umferðarslysum á Íslandi á einu ári.  Sjö kvenmenn létust og níu karlmenn.  Af þeim 16 sem létust voru tvö börn undir 15 ára aldri og tvennt yfir áttrætt.  Af þeim sem slösuðust voru 47% ökumenn bifreiða. Farþegar bifreiða voru 30% og fótgangandi 8%. Hjólreiðamenn voru um 10% og 4% voru á bifhjóli.

Flest slys og óhöpp í umferðinni verða á virkum dögum á milli 16 og 17 síðdegis.

Banaslys árið 2017

  • Sextán einstaklingar létust í þrettán umferðarslysum á árinu 2017. Sjö þeirra voru kvenmenn en níu þeirra voru karlmenn.
  • Sjö létust innanbæjar; Þrjú á Árskógssandi, tveir í Reykjavík, einn í Hafnarfirði og einn í Reykjanesbæ.  Hin níu létust utanbæjar.
  • Tvö létust af völdum ölvunaraksturs, þar af einn vegna ölvunar, hraðaksturs og fíkniefna.  Var það eina banaslysið af völdum fíkniefna.
  • Fjórir létust á höfuðborgarsvæðinu, þrír á Suðurnesjum,  fimm á Norðurlandi eystra, einn á Austurlandi og þrír á Suðurlandi.

Skýrslur fyrri ára


Var efnið hjálplegt? Nei