Ársskýrslur slysaskráningar

Í skýrslum um umferðarslys á Íslandi má finna ítarlegar upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum Íslendinga. Nýjustu skýrsluna má finna hér.

Jafnframt eru skýrslurnar notaðar til stefnumörkunar í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi.

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum 

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2033.
  • Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2033.
  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2013-2017.

Nokkur atriði úr slysaskýrslu 2019

Árið 2019 slösuðust og létust 1136 manns. Þar af voru 188 sem slasaðist alvarlega eða lést en þeir voru 201 árið áður. Af þeim voru 182 alvarlega slasaðir sem er minna en árin tvö á undan en aðeins meira en var síðustu árin fyrir árið 2016. Fjöldi látinna lækkar úr 18 í 6. 948 slösuðust lítillega en árið áður voru þeir 1088.

Árið 2019 létust sex einstaklingar í jafnmörgum slysum, fimm karlmenn og ein kona. Af þessum sex einstaklingum voru þrír Íslendingar, tveir erlendir ferðamenn og einn erlendur ríkisborgari búsettur hérlendis. Því létust jafnmargir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar og er það annað árið í röð sem svo er. Enginn lést vegna ölvunar eða notkunar fíkniefna. Af þeim sex sem létust voru fjórir 57 ára eða eldri. Sá yngsti sem lést var 17 ára gamall. Helmingur banaslysanna, þ.e. þrjú þeirra, voru vegna útafaksturs eða bílveltu.

Flest slys og óhöpp í umferðinni verða á mánudögum á milli kl. 16 og 17 og á föstudögum á milli kl. 14 og 17.

Banaslys árið 2019

  • Sex einstaklingar létust í jafnmörgum umferðarslysum árið 2019.           Ein þeirra var kona en fimm þeirra voru karlmenn.
  • Öll létust þau utanbæjar og varð því ekkert banaslys í þéttbýli.
  • Enginn lést af völdum ölvunaraksturs eða fíkniefna.
  • Einn lést í Hornafirði nálægt Höfn en allir hinir létust á Vesturlandi, Vestfjörðum eða Norðurlandi vestra.

Skýrslur fyrri ára


Var efnið hjálplegt? Nei