Ársskýrslur slysaskráningar

Í skýrslum um umferðarslys á Íslandi má finna ítarlegar upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum Íslendinga. Nýjustu skýrsluna má finna hér.

Jafnframt eru skýrslurnar notaðar til stefnumörkunar í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi.

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum 

  • Að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2034.
  • Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034.
  • Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2013-2017.

Nokkur atriði úr slysaskýrslu 2022

Árið 2022 slösuðust og létust 1130 manns. Þar af voru 204 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 208 árið áður. Fjöldi látinna stendur í stað á milli ára, er nú 9, en 9 látnir á einu ári þykir góður árangur í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. 926 slösuðust lítillega en árið áður voru þeir 954.

Árið 2022 létust 9 einstaklingar í jafnmörgum slysum. Tveir erlendir ferðamaður létust sem og einn erlendur ríkisborgari búsettur hérlendis. Átta karlmenn og ein kona létust en allir 12 ökumenn sem komu við sögu í banaslysum voru karlmenn. Fimm létust í þéttbýli en fjórir utan þéttbýlis og er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1992 sem fleiri látast innan þéttbýlis en utan þess. Fimm manns létust út hópi gangandi og hjólandi og er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1973 sem fleiri látast úr þeim hópi en úr hópi ökumanna og farþega vélknúinna ökutækja.

Skýrslur fyrri ára


Var efnið hjálplegt? Nei