Slysakort

Á kortinu sem nálgast má hér er hægt að finna ítarlegar upplýsingar um umferðarslys sem hafa orðið á Íslandi frá 1. janúar 2007 til og með ársins 2017

Eftirfarandi atriði geta auðveldað leit á slysakortinu.

Greina valkosti

Hægt er að velja ákveðna tegund slysa og alvarleika, þ.e. hvort um sé að ræða óhapp án meiðsla, slys með litlum meiðslum, alvarlegt slys eða banaslys.

Þysja inn og út

Hægt er að þysja niður (e. zoom) á ákveðið svæði með því að draga kassa utan um það svæði. Þegar búið er að þysja langt niður og ef slysin á skjánum eru undir 300 þá fær hvert slys eins konar geislabaug. Með því að renna músinni yfir slys með slíkan geislabaug birtast nánari upplýsingar um tiltekið slys vinstra megin við kortið. Þannig er hægt að fá slíka bauga mjög ofarlega þegar verið er að skoða dreifbýli en nauðsynlegt er að þysja  lengra inn til að fá baugana þegar þéttbýli er skoðað.

Staðbundnar upplýsingar

Með því að smella á hnappinn lengst til hægri á stikunni ([ ]) er hægt að draga form utan um ákveðið svæði. Þá er tvísmellt á síðasta horn formsins og birtist þá tafla með upplýsingum um öll slys innan formsins. Þetta er mjög gagnlegt til þess að fá upp slys úr ákveðnu hverfi, sveitarfélagi eða jafnvel sýslu

Upplýsingar um öryggi vega

Á síðunni er einnig hægt að sjá einkunnagjöf vega samkvæmt  EuroRAP verkefninu sem byggðist á því að keyrt var víðs vegar um landið og vegakerfinu gefin einkunn út frá samevrópskum öryggisstöðlum.
Var efnið hjálplegt? Nei