Umferðarþing

Á umferðarþingi koma áhugasamir aðilar saman og ræða það sem er efst á baugi í umferðaröryggismálum

Samgöngustofa heldur umferðarþing á tveggja ára fresti. Áætlað er að næsta þing fari fram 19. nóvember 2021 kl. 9-16 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Áherslan verður á ungt fólk í umferðinni (15-20 ára), forvarnir og fræðslu sem stuðla að bættu umferðaröryggi.

Nánari upplýsingar má fá hjá öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu með því að senda tölvupóst á fraedsla@samgongustofa.is.


Var efnið hjálplegt? Nei