Umferðarþing 2018

föstudaginn 5. október 

Samgöngustofa boðar til Umferðarþings þar sem áhersla verður lögð á umferðaröryggi á Íslandi – sérstaklega með tilliti til vaxandi fjölda erlends ferðafólks.

Samgöngustofa heldur þingið í samstarfi við  Safetravel, Vegagerðina, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, SAF, lögregluna og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

Hér geturðu skráð þig á Umferðarþing 2018

Kl. 8.30
Húsið opnar 

Fundarstjóri: Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir
Umræðustjóri: Björg Magnúsdóttir

Kl. 9.00
Þingsetning

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Kl. 9.20-10.40  
Staðan í dag

Umferðarslysaskráning Samgöngustofu byggist á skýrslum úr gagnagrunni ríkislögreglustjóra. Þar má finna ítarlegar upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum á Íslandi. Í fyrra jókst umferð um landið talsvert sem hefur leitt til aukins álags og verkefna hjá lögreglunni um land allt. Samhliða hefur fjöldi bílaleigubíla aukist og rútuferðum fjölgað. Hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir? Hvað gengur vel og hvað mætti betur fara?


Erindi flytja:

Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi
Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar

Umræður og spurningar úr sal

- Kaffihlé - 

Kl. 11.00-12.30  
Leiðir til árangurs

Hvað er verið að gera til að auka öryggi ferðafólks sem ferðast um landið á bílaleigubílum eða í rútum? Er hægt að áhættumeta akstursleiðir og nýta þannig reynslu, þekkingu og góðan undirbúning til að fyrirbyggja umferðarslys og auka öryggi? Hvað hefur áhrif á val ferðafólks á akstursleiðum og áfangastöðum? Er unnt að stýra ferðafólki þannig að það velji öruggari leið?


Erindi flytja:
Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu
Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg (Safetravel)

Umræður og spurningar úr sal

- Matarhlé –  

Kl. 13.10-14.40 
Horft til framtíðar

Hvernig getum við nýtt okkur nýjustu tækni og stafrænar lausnir til þess að leiða ökumenn á öruggan hátt um landið okkar? Hvaða þýðingu hefur virk öryggismenning fyrir ferðaþjónustuaðila og hvernig byggjum við hana upp? Hvernig getum við komið upplýsingum um vegakerfið, færð og veður til ökumanna á árangursríkan hátt?

Erindi flytja:

Steinar Atli Skarphéðinsson  verkefna- og vörustjóri hjá Origo
Vilborg Magnúsdóttir, fræðslu- og forvarnarfulltrúi Kynnisferða
Einar Pálsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni

Umræður og spurningar úr sal. 

kl. 14:40-15:10

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu, koma í spjall til Bjargar.

- Þinglok, kaffiveitingar og spjall frammi -


Var efnið hjálplegt? Nei