Umferðarkönnun 2021

Landsbjörg og Samgöngustofa

70856402_10206471616386571_671394836808466432_o

Framkvæmd

 • Könnunin er framkvæmd dagana 20.-24. september 2021 á völdum stöðum í þéttbýli og dreifbýli á Íslandi
 • Lagt er til að tveir vinni saman í teymi, annar skoði og hinn skrái á blaðið, síðar er skráð í rafrænan grunn (sjá neðar). Munum eftir að fara að tilmælum Almannavarna hvað varðar sóttvarnir og nálægðarmörk ( www.covid.is )
 • Mikilvægt er að staðsetja sig vel í góðri birtu þannig að auðvelt sé að greina það sem skiptir máli.

Skráning

Skráning á tíma og staðsetningu

 • Dagsetning og tími
 • Staðsetningarnúmer (mikilvægt að það sér rétt)
 • Nafn einingar og þess sem kannar

Skráning á upplýsingum ( sjá skráningarblað )

 • Ökutæki er bifreið, bifhjól eða reiðhjól
 • Ökuljós eru kveikt, slökkt eða biluð (biluð ljós er t.d. eineygður bíll, ef ekki er til staðar framljós á reiðhjóli skal svara ,,slökkt“)
 • Afturljós eru kveikt eða slökkt
 • Ökumaður handleikur farsíma við akstur, já eða nei
 • Ef ökutæki er bifreið, er ökumaður í bílbelti, já eða nei
 • Ef ökutæki er bifhjól, er ökumaður með hjálm, já eða nei (á aðeins við ef ökutæki er bifhjól eða reiðhjól)
 • Kyn ökumanns, KK eða KVK
 • Aldur ökumanns, 17-35 ára, 36-64 ára, 65+ eða eldri (reynt að giska ca. á aldur)
 • Ökumaður er einn í/á ökutæki bifreið, já eða nei


Nánari upplýsingar veita
Svanfríður Anna Lárusdóttir svana@landsbjorg.is s. 623-0300
og/eða Hildur Guðjónsdóttir hildurgu@samgongustofa.is s. 860-3713


Gangi ykkur vel :)

Mynd_grein1


Var efnið hjálplegt? Nei