Flugvernd

Flugvernd er sambland af ráðstöfunum og mannlegum og náttúrulegum úrræðum til að vernda almenningsflug gegn ólöglegum aðgerðum

Markmið flugverndar í almenningsflugi er að tryggja öryggi farþega, áhafna, starfsfólks flugvalla og almennings með því að nauðsynlegar flugverndarráðstafanir séu innleiddar og viðhafðar á flugvöllum og hjá flugrekendum sem sinna millilandaflugi á farþegum, farmi, pósti, birgðum og fleira.  

Til að ná markmiði flugverndar er það ábyrgð Samgöngustofu að viðhafa nauðsynlegt eftirlit með aðilum sem sjá um framkvæmd flugverndarrástafana eins og t.d. hjá flugvöllum, flugrekendum, flugafgreiðsluaðilum, viðurkenndum umboðsaðilum, þekktum sendendum o.fl. og ganga úr skugga um að þeir hafi innleitt kröfur flugverndar á viðeigandi hátt.

Helstu verkefni flugverndar


 • Sjá um samræmingu og uppfærslu reglugerða um flugvernd. 
 • Móta, koma á og viðhalda flugverndaráætlun Íslands. 
 • Samþykkja flugverndaráætlanir aðila sem sjá um framkvæmd flugverndar. 
 • Hafa eftirlit með aðilum sem sjá um framkvæmd flugverndar. 
 • Móta, koma á þjálfunaráætlun Íslands vegna flugverndar. 
 • Móta, koma á og viðhalda gæðakerfi vegna eftirlits með flugvernd. 
 • Sjá um erlend samskipti vegna flugverndarmála og svara fyrir úttektir erlendra stofnana, t.d. ICAO, ECAC, ESB/ ESA, TSA og Norðurlöndin í gengum NALS. 

Starfsmenn veita einnig sérfræðiþjónustu til þeirra sem þess óska varðandi flugvernd í tengslum við umsókn um samþykki vegna flugverndar, túlkun á reglugerðum og ákvörðunum Evrópusambandsins, framkvæmd flugverndarráðstafana og við gerð handbóka o.fl.

Eftirtaldir aðilar sem sinna millilandaflugi eru skyldugir til að sækja um samþykki vegna flugverndar til Samgöngustofu og leggja inn viðeigandi fylgiskjöl:

 • Flugvellir
 • Flugrekendur
 • Viðurkenndir umboðsaðilar
 • Þekktir sendendur

Eftirlitsskyldir aðilar eru þeir aðilar sem sækja þurfa um samþykki vegna flugverndar en einnig allir aðrir aðilar sem sinna framkvæmd flugverndarráðstafana í millilandaflugi, t.d. flugafgreiðsluaðilar, birgjar, aðilar sem sjá um ræstingu og skráðir sendendur. Stofnunin veitir upplýsingar um eftirlitsskylda aðila.

Eftirfarandi reglugerðir og ákvarðanir hafa verið settar fram með stoð í rammareglugerð Evrópuþingsins rg. (EC) nr.300/2008: 

 • Rg. (EC) 272/2009 um tækar leiðir til að framfylgja flugverndarráðstöfunum (ásamt breytingarreglugerðum)
 • Rg. (EU) nr. 1254/2009 um litla flugvelli
 • Innleiðingarreglugerð rg. (EU) nr. 2015/1998 (ásamt breytingarreglugerðum)
 • Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar EC nr. C(2015)8005 um tæknilegar útfærslur sem ekki er heimilt að birta almenningi.
 • Rg. (EU) nr. 18/2010 um eftirlit ríkja
 • Rg. (EU) nr. 72/2010 um eftirlit framkvæmdastjórnarinnar (Eftirlitsstofnun EFTA á Íslandi)

Samgöngustofa fer með framkvæmd stjórnsýslu og eftirlit með flugvernd og veitir auk þess heimildir, samþykki og leyfi varðandi flugvernd. 

Eftirlitið fer fram í formi úttekta (úttektir, eftirlit og prófanir) sem starfsmenn Samgöngustofu framkvæma. Úttektirnar taka meðal annars mið af reglugerðum Evrópusambandsins á sviðum flugverndar sem innleiddar eru með rg. nr. 750/2016 um flugvernd, flugverndaráætlun Íslands og eftirlitsskyldra aðila, þjálfunaráætlunum og gæðakerfum. Var efnið hjálplegt? Nei