Gangandi

Gangandi vegfarendur skulu nota gangstétt, gangstíg eða þann hluta vegar sem liggur utan akbrautar

Sé slíkt ekki fyrir hendi má nota vegbrúnina að því gefnu að gengið sé vinstra megin á móti umferð og aldrei fleiri en tveir samhliða. Ef gangandi vegfarandi leiðir reiðhjól eða létt bifhjól skal hann ganga við hægri vegbrún.

Ökumaður skal sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.

Gangandi skal nota gangbraut sé hún fyrir hendi og ber ökumanni ætíð skylda til að stöðva fyrir gangandi vegfaranda við gangbraut.

Þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda.

Ökumaður skal ekki stöðva fyrir gangandi á gangbrautarljósum nema gult eða rautt ljós logi á hann. Þegar ökumaður ætlar að beygja á gatnamótum, þarf hann að gæta þess að veita gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum forgang þvert yfir þá akbraut sem hann ætlar að fara inn á.

Þetta á einnig við um hringtorg þar sem ekið er inn á eða út úr hringtorgum.


Var efnið hjálplegt? Nei