Gangandi

Gangandi vegfarendur skulu nota gangstétt, gangstíg eða þann hluta vegar sem liggur utan akbrautar

Sé slíkt ekki fyrir hendi má nota vegbrúnina að því gefnu að gengið sé vinstra megin á móti umferð og aldrei fleiri en tveir samhliða.

Ef gangandi vegfarandi leiðir reiðhjól eða létt bifhjól skal hann ganga við hægri vegbrún. Hann má þó nota gagnstæða vegarbrún ef hann væri annars í hættu eða sérstakar aðstæður mæla með því.

Gangandi skal nota gangbraut sé hún fyrir hendi og ber ökumanni ætíð skylda til að stöðva fyrir gangandi vegfaranda við gangbraut.

Hvar á að ganga?

Gangandi vegfarendur skulu nota gangstétt, gangstíg eða þann hluta vegar sem liggur utan akbrautar. Sé slíkt ekki fyrir hendi má nota vegbrúnina að því gefnu að gengið sé vinstra megin á móti umferð og aldrei fleiri en tveir samhliða.

Ef gangandi vegfarandi leiðir reiðhjól eða létt bifhjól skal hann ganga við hægri vegbrún. Hann má þó nota gagnstæða vegarbrún ef hann væri annars í hættu eða sérstakar aðstæður mæla með því.

Akbraut þveruð

Gangandi vegfarandi sem ætlar yfir akbraut eða hjólastíg skal hafa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum sem nálgast. Hann skal fara yfir án óþarfrar tafar.

Þegar farið er yfir akbraut skal nota gangbraut eða aðra gönguþverun ef hún er nálæg. Sama á við um göng og brú fyrir gangandi vegfarendur. Að öðrum kosti skal ganga þvert yfir akbraut og að jafnaði sem næst vegamótum.

Þar sem umferð er stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum má einungis ganga yfir akbraut þegar grænt ljós er fyrir umferð gangandi vegfarenda eða lögreglan gefur til kynna með merkjagjöf að umferð gangandi sé heimil.

Ökumenn og gangandi

Ökumaður skal sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Ökumaður skal ekki stöðva fyrir gangandi á gangbrautarljósum nema gult eða rautt ljós logi á hann. Þegar ökumaður ætlar að beygja á gatnamótum, þarf hann að gæta þess að veita gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum forgang þvert yfir þá akbraut sem hann ætlar að fara inn á. Þetta á einnig við um hringtorg þar sem ekið er inn á eða út úr hringtorgum.

Umferð á gangstígum (hjólandi og gangandi)

Allir vegfarendur á stígum og gangstéttum ættu að miða við að í gildi sé hægri umferð og að taka eigi fram úr vinstra megin. Þar sem yfirborðsmerkingar aðgreina hluta stígsins fyrir gangandi annars vegar og hjólandi hins vegar borgar sig að virða þær merkingar.


Var efnið hjálplegt? Nei