Reiðhjól

Við hjólreiðar er vert að hafa ýmis atriði í huga svo öryggi og heilsa hjólreiðamanna sé sem best tryggð

Reiðhjól eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki og því gilda í grundvallar atriðum sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þó er sú undantekning á að hjóla má á gangstéttum og gangstígum en hjólreiðamaður skal þar víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitsemi. Yfirleitt er öruggara að hjólað sé á akbrautum svo lengi sem þar er ekki hröð og mikil umferð. Að öðrum kosti skal forðast slíkar aðstæður ef öruggari hjólaleið er nálægt.

Börn yngri en 7 ára mega alls ekki vera úti í almennri umferð á reiðhjóli nema þau séu undir leiðsögn og eftirliti 15 ára eða eldri.

Fræðslumyndbönd

Hér að neðan er hægt að skoða fræðslumyndbönd Samgöngustofu um hjólreiðar.

Hjólað á akbrautum

Hjólað á gangstígum

Bílstjórar og hjólandi


Var efnið hjálplegt? Nei