Hjólreiðar

Við hjólreiðar er vert að hafa ýmis atriði í huga svo öryggi og heilsa hjólreiðafólks sé sem best tryggð

Reiðhjól eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki og því gilda í grundvallaratriðum sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þó er sú undantekning á að hjóla má á gangstéttum og gangstígum en hjólreiðamaður skal þar víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitsemi. 

Hjólandi vegfarendur hafa fullan rétt á að vera á akbrautum. Ekki er þó mælt með því að hjólað sé á akbrautum með mikilli og hraðri umferð (ef annar valkostur er í boði).

Í VI. kafla umferðarlaga eru sérreglur fyrir reiðhjól, bifhjól og torfærutæki, grein 39-41. 

Hér má finna fræðslu um öryggisbúnað á reiðhjólum, hjólað á akbraut, hjólað á gangstígum og bílar og hjól.

Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.

FRÆÐSLUMYNDBÖND

Hér að neðan er hægt að skoða fræðslumyndbönd Samgöngustofu um hjólreiðar.

Hliðarbil ökutækja frá hjólreiðafólki

Hjólað á akbrautum

Hjólað á gangstígum

Bílstjórar og hjólandi 

Örugg á ferðinni með Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Samgöngustofu:
Myndband 1 – Verum klár 
Myndband 2 – Hjólað á göngustíg
Myndband 3 - Með allt á hreinu


Var efnið hjálplegt? Nei