Létt bifhjól í flokki I og II

(≤ 25km/klst)

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem hafa hönnunarhraða allt að 25 km/klst.  Létt bifhjól í flokki II, oft kallaðar skellinöðrur, eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem hafa hönnunarhraða allt að 45 km/klst. Upplýsingar um hvern flokk fyrir sig má nálgast hér að neðan.

Létt bifhjól í flokki I (undir 25 km/klst) 

Létt bifhjól í flokki II (25 til 45 km/klst)


Fellur bifhjólið í flokk I eða II?

  • Til að skilgreina megi hvort létt bifhjól falli í flokk I eða II þurfa skráningargögn frá framleiðanda um að hjólið sé ekki hannað til hraðri aksturs en 25 km klst. að liggja fyrir.
  • Létt bifhjól í flokki I þurfa að uppfylla öll þau sömu skilyrði og létt bifhjól í flokki II. Eini munurinn er að létt bifhjól í flokki II eru gerð fyrir hámarkshraða á bilinu 26-45 km á klst., en létt bifhjól í flokki I fyrir hámarkshraða að hámarki 25 km á klst.
  • Ef ætlunin er að flytja inn létt bifhjól í flokki I utan EES-svæðisins þar sem notast er við mælieininguna mílur á klst., en ekki km á klst þarf að umbreyta mílum yfir í kílómetra til að sjá með hvort hámarkshraði sé ekki meiri en 25 km á klst.



Var efnið hjálplegt? Nei