Létt bifhjól í flokki I

(≤ 25km/klst)

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst

Leiðbeiningar um reglur og notkun léttra bifhjóla í flokki I:

Ath: ekki er hægt að skrá eldri hjól (hjól sem voru flutt inn fyrir 2020) í þessum flokki enn sem komið er. Unnið er að kerfi til skráningar og mun birtast auglýsing hér á vefnum þegar hægt verður að skrá þau.

Einblöðungar á íslensku, ensku og pólsku 

Einbl_islEin_ensk

Ein_pol

Fræðslumyndbönd á íslensku, ensku og pólsku.

ÍSLENSKA

ISLENSKA_1596716654027

ENGLISH

ENSKA_1596716664529

POLSKIE

POLSKA_1596716664551


Spurt og svarað um létt bifhjól í flokki I

Hvernig hjól eru þetta?  

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.

Hver eru aldursmörkin?

Ökumaður verður að vera orðinn 13 ára.

Þarf einhver réttindi?

Nei, það er ekki gerð krafa um ökunám eða ökuréttindi.

Hvað má fara hratt?

Hjólið er ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km/klst og má ekki fara hraðar en það.

Má vera með farþega?

Nei, ekki nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Í þeim tilfellum er það aðeins heimilt ef framleiðandi staðfestir að hjólið sé gert fyrir farþega. Farþeginn verður þá að sitja fyrir aftan ökumanninn. Barn, sjö ára eða yngra, sem er farþegi á bifhjóli, skal sitja í sérstöku sæti því ætluðu.

Þarf að vera með hjálm?

Já, skylt er að vera með hlífðarhjálm.

Hvar má aka?

Það er heimilt að aka þessum tækjum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg, svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. 

Á akbraut, en ekki er mælt með því að þessi tæki séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst þótt það sé heimilt. Hjólreiðamaður á almennt að halda sig hægra megin á þeirri akrein sem lengst er til hægri. Þó er óhætt að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km.

Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. 

Ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða.

Þarf tryggingar?

Nei, engin vátryggingarskylda er á þessum hjólum en eigendur eru hvattir til þess að leita ráða hjá tryggingarfélögum varðandi ábyrgðartryggingar.

Eru þau skráningarskyld?

Já, þessi hjól eru eru skráningarskyld og fer skráning fram á ,,Mínu svæði“ á vef Samgöngustofu. Þau eru auðkennd með appelsínugulum númeraplötum.

Eru þau skoðunarskyld?

Já, létt bifhjól í flokki I eru skoðunarskyld og þarf að færa þau til skráningarskoðunar á skoðunarstöð:
- við nýskráningu
- við eigendaskipti (nema ef að síðasta skoðun hafi verið innan 12 mánaða).

Eru vélknúin hlaupahjól/rafmagnshlaupahjól, létt bifhjól í flokki I?

Nei, vélknúin hlaupahjól (rafmagnshlaupahjól) tilheyra flokki reiðhjóla og teljast því ekki, létt bifhjól í flokki I. Rafmagnshlaupahjól eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst, sjá skilgreiningu í 3. grein umferðarlaga lið 30 c. Hér má finna frekari upplýsingar um  vélknúin hlaupahjól/rafmagnshlaupahjól.

Get ég fengið sekt á léttu bifhjóli í flokki I?

Já brot á sérreglum um akstur léttra bifhjóla í flokki I er 20.000 kr.
(skv. 46. gr. reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögumog reglum settum samkvæmt þeim).


Var efnið hjálplegt? Nei