Létt bifhjól í flokki I

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem hafa hönnunarhraða allt að 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.

Að gefnu tilefni vill Samgöngustofa vekja athygli á nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar vegna frumvarps til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019 en í nefndarálitinu segir að nefndin leggi til að létt bifhjól í flokki I verði undanþegin skráningarskyldu. Þetta frumvarp hefur ekki hlotið endanlega afgreiðslu og því enn skráningar- og skoðunarskylda til staðar skv. núgildandi umferðarlögum en með vísan til framangreinds gæti það breyst. Samgöngustofa telur rétt að upplýsa um framangreint áður en óskað er eftir skráningu og bendir á að möguleg breyting geti átt sér stað innan fárra vikna. Nefndarálitið má finna á eftirfarandi slóð www.althingi.is/altext/151/s/1028.html


Skráning:

Skráning á Mínu svæði

Samgöngustofa hefur opnað rafræna skráningu á eldri léttum bifhjólum í flokki I (keypt fyrir 1. janúar 2020) og innan skamms verða öll slík ökutæki komin með appelsínugular númeraplötur sem eykur rekjanleika og eftirlit. 

Ítarlegar leiðbeiningar um skráninguna, m.a. spurt og svarað, má finna hér fyrir neðan:

Eldri létt bifhjól í flokki I (keypt fyrir 1. janúar 2020)

Öll eldri létt bifhjól í flokki I (keypt fyrir 1. janúar 2020) þarf nú að skrá rafrænt í gegnum Mitt svæði á vef Samgöngustofu - innskráning með rafrænum skilríkjum.

 1. Notuð létt bifhjól í flokki I eru skráð á vef Samgöngustofu í gegnum Mitt svæði þar sem innskráning er með með rafrænum skilríkjum.

  Mittsvaedid
 2. Undir flipanum ,,Ökutæki“ er smellt á flipann ,,Skrá notað létt bifhjól I“
  MittsvaediSmellidHer
 3. Athugið að umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Forsjáraðilar þurfa að skrá bifhjól einstaklinga sem eru undir 18 ára.

 4. Við skráninguna þarf m.a. að tilgreina framleiðsluár, verksmiðjunúmer, skoðunarstað og tölvupóstfang. Verksmiðjunúmer er 17 bókstafa- og talnaruna sem þrykkt er varanlega í grind bifhjólsins, yfirleitt á fremri hluta grindar við stýri eða á plötu sem er fest á grind.

 5. Greiða þarf skráningargjald að upphæð 600 kr. og gjald fyrir skráningarmerki 2.665 kr., alls 3.265 kr. Það myndast krafa í heimabanka umsækjanda eða skráðs greiðanda en einnig er hægt að greiða með greiðslukorti.

 6. Umsækjandi fær senda staðfestingu með tölvupósti þegar skráning hefur farið fram hjá Samgöngustofu.

 7. Þegar staðfesting um skráningu hefur borist (það getur tekið nokkra daga), skal umsækjandi fara með bifhjólið í skráningarskoðun á þá skoðunarstöð sem valin var. Þar þarf að greiða skoðunargjald og nýskráningargjald sem er mismunandi milli skoðunarstöðva en slíkt gjald getur verið u.þ.b. 12.000 kr.

 8. Bifhjólið þarf að standast skoðun á skoðunarstofu áður en það er skráð og skráningarmerki afhent. Skráningarnúmer er appelsínugult, stærð E (133mmx168mm).

Hjolognumer

Ný létt bifhjól í flokki I (keypt eftir 1. janúar 2020)

Ný létt bifhjól í flokki I (keypt eftir 1. janúar 2020) eru yfirleitt skráð beint af söluaðila og afhendast skráð og skoðuð. Þau fara í gegnum ferli varðandi forskráningu ökutækja og fylla þarf út eyðublað og skila því inn ásamt viðeigandi gögnum. Ekki er hægt að skrá þau rafrænt.
Ef spurningar vakna varðandi skráningu er hægt að senda póst á afgreidsla@samgongustofa.is eða nota netspjallið hér neðst hægra megin á síðunni.

Spurt og svarað um skráningu léttra bifhjóla í flokki I: 

Hvernig skrái ég létt bifhjól í flokki I? 

 

 1. Notuð létt bifhjól í flokki I eru skráð á vef Samgöngustofu í gegnum Mitt svæði þar sem innskráning er með með rafrænum skilríkjum.

  Mittsvaedid
 2. Undir flipanum ,,Ökutæki“ er smellt á flipann ,,Skrá notað létt bifhjól I“ 
  MittsvaediSmellidHer
 3. Athugið að umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Forsjáraðilar þurfa að skrá bifhjól einstaklinga sem eru undir 18 ára.

 4. Við skráninguna þarf m.a. að tilgreina framleiðsluár, verksmiðjunúmer, skoðunarstað og tölvupóstfang. Verksmiðjunúmer er 17 bókstafa- og talnaruna sem þrykkt er varanlega í grind bifhjólsins, yfirleitt á fremri hluta grindar við stýri eða á plötu sem er fest á grind.

 5.  Greiða þarf skráningargjald að upphæð 600 kr. og gjald fyrir skráningarmerki 2.665 kr., alls 3.265 kr. Það myndast krafa í heimabanka umsækjanda eða skráðs greiðanda en einnig er hægt að greiða með greiðslukorti. 

 6. Umsækjandi fær senda staðfestingu með tölvupósti þegar skráning hefur farið fram hjá Samgöngustofu. 

 7. Þegar staðfesting um skráningu hefur borist (það getur tekið nokkra daga), skal umsækjandi fara með bifhjólið í skráningarskoðun á þá skoðunarstöð sem valin var. Þar þarf að greiða skoðunargjald og nýskráningargjald sem er mismunandi milli skoðunarstöðva en slíkt gjald getur verið u.þ.b. 12.000 kr. 

 8. Bifhjólið þarf að standast skoðun á skoðunarstofu áður en það er skráð og skráningarmerki afhent. Skráningarnúmer er appelsínugult, stærð E (133mmx168mm).
  Hjolognumer

Hvaða ökutæki eru það sem tilheyra léttum bifhjólum í flokki I sem eru nú skráningarskyld?

 

 • Létt bifhjól/vespur sem komast að hámarki 25 km á klst.

  RafmagnshjolAA1.til-vinstri
  Létt bifhjól/vespur (bæði bensín og rafmagns) með hámarkshönnunarhraða 25 km á klst. eða minna, með hámarksafl 4000W eða minna (eða max. 50cc slagrými) og voru flutt inn 2019 eða fyrr.


 • Reiðhjól með hjálparmótor sem er yfir 250W
  RafmagnsreidhjolReiðhjól með hjálparmótor sem er yfir 250W en ekki yfir 4000W og með inngjöf. Flutt inn árið 2019 eða fyrr.

 • Rafskutla með hámarkshraða 25 km á klst

  Raf_1602500212429Rafskutlur á þremur eða fjórum hjólum með hámarkshönnunarhraða 25 km á klst. eða minna, með hámarksafl 4000W eða minna og voru flutt inn 2019 eða fyrr.

Ég er yngri en 18 ára, get ég skráð bifhjólið mitt sjálf/sjálfur?

Nei, umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Forsjáraðilar þurfa að skrá bifhjól fyrir þá sem eru undir 18 ára.

Hvað kostar að skrá létt bifhjól í flokki I?

Skráningargjald er 600 kr. fram að 1. júlí 2021 en eftir það hækkar gjaldið í 4.210 kr / 7.020 kr. (eftir því hvort hjólið er gerðaviðurkennt eða ekki). Gjald fyrir númeraplötu er 2.665 kr. Auk þess þarf að greiða fyrir skráningarskoðun og nýskoðun bifhjólsins hjá skoðunarstöð og er það gjald mismunandi eftir skoðunarstöðvum en reikna má að slíkt gjald sé í kringum 12.000 kr. Það má því búast við heildarkostnaði upp á u.þ.b. 15.000 kr.

Eru létt bifhjól í flokki I skoðunarskyld?

Já, létt bifhjól í flokki I eru skoðunarskyld og þarf að færa þau til skráningarskoðunar á skoðunarstöð við

 • nýskráningu
 • eigendaskipti (nema ef síðasta skoðun hefur farið fram á síðustu 12 mánuðum).

 

 Hvað kostar að fara með létt bifhjól í flokki I í skráningarskoðun?

Það er mismunandi eftir skoðunarstöðvum en reikna má með að slíkt gjald sé í kringum 12.000 kr. Ekki þarf að láta skoða hjólið aftur fyrr en við næstu eigendaskipti (nema ef að síðasta skoðun hafi verið innan 12 mánaða).
Hér má finna slóðir á verðskrár skoðunarstöðva:
Aðalskoðun
Betri skoðun ehf
Frumherji hf.
Tékkland

Hvar finn ég verksmiðjunúmerið á létta bifhjólinu mínu í flokki I?

Verksmiðjunúmer er 17 bókstafa- og talnaruna sem þrykkt er varanlega í grind bifhjólsins, yfirleitt á fremri hluta grindar við stýri eða á plötu sem er fest á grind.

Numer-daemi-um-stadi

Mynd: Dæmi um stað þar sem verksmiðjunúmer er oft að finna

Yfirleitt er verksmiðjunúmerið stýristúpunni á bifhjólum en þegar kemur að litlum hjólum þá er þetta oft á öðrum stöðum svo sem á grindinni neðst þar sem fætur hvíla (þá innan við plastið en þá er lítið lok fyrir).

Það getur verið ganglegt að "googla" hvar verksmiðjunúmerið er að finna á þínu bifhjóli:

1. Þegar eftirfarandi er „googlað“: VIN number placement on mopeds

Fæst þessi niðurstaða hér sem sýna mismunandi staði sem númerið er á. Gott er að velja annaðhvort myndir eða myndskeið eftir því sem hentar.

2. Einnig er hægt að „googla“ tegundarheiti þíns bifhjóls og bæta svo við innan gæsalappa: "VIN number placement" og ætti þá að koma nokkuð nákvæm niðurstaða með myndum og myndskeiðum. Dæmi: Peggio Vin number placement: Myndbandsniðurstaða fyrir þá leit - myndaniðurstaðafyrir þá leit

Þarf að tryggja létt bifhjól í flokki I?

Nei, engin vátryggingarskylda er á þessum hjólum en eigendur eru hvattir til þess að leita ráða hjá tryggingarfélögum varðandi ábyrgðartryggingar.

Eru létt bifhjól í flokki I skráningarskyld?

Já. Í 72. gr. umferðarlaga er kveðið á um skráningarskyldu léttra bifhjóla í flokki I.

Af hverju eru létt bifhjól í flokki I skráningarskyld?

Markmiðið er fyrst og fremst að auka umferðaröryggi. Skráningin gefur yfirsýn yfir þessi ökutæki t.d. fjölda og gerðir sem í umferð eru, hvaða flokki þau tilheyra og hvaða reglur eiga við um akstur þeirra. Skráningin eykur rekjanleika og eftirlit.

Hversu oft þarf að láta skoða létt bifhjól í flokki I?

Það þarf aðeins að láta skoða hjólið við skráningu. Ef þú hinsvegar selur hjólið (eigendaskipti) þarf að láta skoða aftur (nema ef síðasta skoðun hafur farið fram á síðustu 12 mánuðum). Það er samkomulagsatriði milli kaupanda og seljanda hvor lætur skoða létta bifhjólið fyrir eigendaskipti en það er ekki hægt að skrá eigendaskipti fyrr en skoðun hefur farið fram.

Falla rafknúnir hjólastólar undir skilgreiningu sem létt bifhjól í flokki I?

Nei, rafknúnir hjólastólar eru skilgreindir samkvæmt reglugerð um styrki vegna hjálpartækja nr. 1155/2013 sem hjólastólar sem eru einungis drifnir með rafgeymum og hámarkshraði þeirra takmarkast við 10 km/klst. Rafknúnir hjólastólar eru hjálpartæki en ekki sem ökutæki sem á að nota í umferð. Ef vafi leikur á skilgreiningu er mikilvægt að skoða gögn frá framleiðanda tækisins en þar á hönnunarhraði tækisins að koma skýrt fram.

Hver er munurinn á léttu bifhjóli í flokki I og flokki II?

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp. Appelsínugul númeraplata, má aka á akbrautum og stígum. Nánar hér.

Létt bifhjól í flokki II, oft kallaðar skellinöðrur, eru vélknúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem ná ekki meiri hraða en 45 km/klst. Til þess að aka þeim þarf ökumaður að vera orðinn 15 ára og að vera með ökupróf – B-réttindi eða AM-réttindi. Blá númeraplata, má eingöngu aka á akbrautum en ekki stígum. Nánar hér.

 

Spurt og svarað - almennt um létt bifhjól í flokki I

Hvernig hjól eru þetta?  

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.

Hver eru aldursmörkin?

Ökumaður verður að vera orðinn 13 ára.

Þarf einhver réttindi?

Nei, það er ekki gerð krafa um ökunám eða ökuréttindi.

Hvað má fara hratt?

Hjólið er ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km/klst og má ekki fara hraðar en það.

Má vera með farþega?

Nei, ekki nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Í þeim tilfellum er það aðeins heimilt ef framleiðandi staðfestir að hjólið sé gert fyrir farþega. Farþeginn verður þá að sitja fyrir aftan ökumanninn. Barn, sjö ára eða yngra, sem er farþegi á bifhjóli, skal sitja í sérstöku sæti því ætluðu.

Þarf að vera með hjálm?

Já, skylt er að vera með hlífðarhjálm.

Hvar má aka?

Það er heimilt að aka þessum tækjum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg, svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. 

Á akbraut, en ekki er mælt með því að þessi tæki séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst þótt það sé heimilt. Hjólreiðamaður á almennt að halda sig hægra megin á þeirri akrein sem lengst er til hægri. Þó er óhætt að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km.

Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. 

Ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða.

Þarf tryggingar?

Nei, engin vátryggingarskylda er á þessum hjólum en eigendur eru hvattir til þess að leita ráða hjá tryggingarfélögum varðandi ábyrgðartryggingar.

Eru þau skráningarskyld?

Já, þessi hjól eru eru skráningarskyld og fer skráning fram á ,,Mínu svæði“ á vef Samgöngustofu. Þau eru auðkennd með appelsínugulum númeraplötum.

Eru þau skoðunarskyld?

Já, létt bifhjól í flokki I eru skoðunarskyld og þarf að færa þau til skoðunar á skoðunarstöð:
- við nýskráningu
- við eigendaskipti (nema ef að síðasta skoðun hafi verið innan 12 mánaða).

Eru vélknúin hlaupahjól/rafmagnshlaupahjól, létt bifhjól í flokki I?

Nei, vélknúin hlaupahjól (rafmagnshlaupahjól) tilheyra flokki reiðhjóla og teljast því ekki, létt bifhjól í flokki I. Rafmagnshlaupahjól eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst, sjá skilgreiningu í 3. grein umferðarlaga lið 30 c. Hér má finna frekari upplýsingar um  vélknúin hlaupahjól/rafmagnshlaupahjól.

 

Get ég fengið sekt á léttu bifhjóli í flokki I?

Já brot á sérreglum um akstur léttra bifhjóla í flokki I er 20.000 kr.
(skv. 46. gr. reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim).

 

 

Fræðsluefni

 

Einblöðungar (íslenska, enska og pólska)

Einblöðungar á íslensku, ensku og pólsku

 

Einbl_islEin_ensk

Ein_pol

 

Fræðslumyndbönd (íslenska, enska og pólska)

ÍSLENSKA

ISLENSKA_1596716654027

ENGLISH


ENSKA_1596716664529

POLSKIE


POLSKA_1596716664551

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei