Létt bifhjól í flokki I

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem hafa hönnunarhraða allt að 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.

ATHUGIÐ að létt bifhjól í flokki I eru nú undanþegin skráningarskyldu skv. lögum um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019 sem samþykkt voru á Alþingi þann 11. maí 2021.


Spurt og svarað um Létt bifhjól í flokki I

Hvernig hjól eru þetta?  

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.

Fellur bifhjólið í flokk I eða II?

  • Til að skilgreina megi hvort létt bifhjól falli í flokk I eða II þurfa skráningargögn frá framleiðanda um að hjólið sé ekki hannað til hraðri aksturs en 25 km klst. að liggja fyrir.
  • Létt bifhjól í flokki I þurfa að uppfylla öll þau sömu skilyrði og létt bifhjól í flokki II. Eini munurinn er að létt bifhjól í flokki II eru gerð fyrir hámarkshraða á bilinu 26-45 km á klst., en létt bifhjól í flokki I fyrir hámarkshraða að hámarki 25 km á klst.
  • Ef ætlunin er að flytja inn létt bifhjól í flokki I utan EES-svæðisins þar sem notast er við mælieininguna mílur á klst., en ekki km á klst þarf að umbreyta mílum yfir í kílómetra til að sjá með hvort hámarkshraði sé ekki meiri en 25 km á klst.

Hver eru aldursmörkin?

Ökumaður verður að vera orðinn 13 ára.

Þarf einhver réttindi?

Nei, það er ekki gerð krafa um ökunám eða ökuréttindi.

Hvað má fara hratt?

Hjólið er ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km/klst og má ekki fara hraðar en það.

Má vera með farþega?

Nei, ekki nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Í þeim tilfellum er það aðeins heimilt ef framleiðandi staðfestir að hjólið sé gert fyrir farþega. Farþeginn verður þá að sitja fyrir aftan ökumanninn. Barn, sjö ára eða yngra, sem er farþegi á bifhjóli, skal sitja í sérstöku sæti því ætluðu.

Þarf að vera með hjálm?

Já, skylt er að vera með hlífðarhjálm.

Hvar má aka?

Það er heimilt að aka þessum tækjum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg, svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. 

Á akbraut, en ekki er mælt með því að þessi tæki séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst þótt það sé heimilt. Hjólreiðamaður á almennt að halda sig hægra megin á þeirri akrein sem lengst er til hægri. Þó er óhætt að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km.

Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. 

Ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða.

Þarf tryggingar?

Nei, engin vátryggingarskylda er á þessum hjólum en eigendur eru hvattir til þess að leita ráða hjá tryggingarfélögum varðandi ábyrgðartryggingar.

Eru létt bifhjól í flokki I skoðunarskyld?

Nei, létt bifhjól í flokki I eru undanþegin skráningarskyldu.

Eru létt bifhjól í flokki I skráningarskyld?

Nei, létt bifhjól í flokki I verði undanþegin skráningarskyldu.

Eru vélknúin hlaupahjól/rafmagnshlaupahjól, létt bifhjól í flokki I?

Nei, vélknúin hlaupahjól (rafmagnshlaupahjól) tilheyra flokki reiðhjóla og teljast því ekki, létt bifhjól í flokki I. Rafmagnshlaupahjól eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst, sjá skilgreiningu í 3. grein umferðarlaga lið 30 c. Hér má finna frekari upplýsingar um  vélknúin hlaupahjól/rafmagnshlaupahjól.

Hver er munurinn á léttu bifhjóli í flokki I og flokki II?

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp. Appelsínugul númeraplata, má aka á akbrautum og stígum. Nánar hér.

Létt bifhjól í flokki II, oft kallaðar skellinöðrur, eru vélknúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem ná ekki meiri hraða en 45 km/klst. Til þess að aka þeim þarf ökumaður að vera orðinn 15 ára og að vera með ökupróf – B-réttindi eða AM-réttindi. Blá númeraplata, má eingöngu aka á akbrautum en ekki stígum. Nánar hér.

 

 

Fræðsluefni

 

Einblöðungar (íslenska, enska og pólska)

Einblöðungar á íslensku, ensku og pólsku

 

Einbl_islEin_ensk

Ein_pol

 

Fræðslumyndbönd (íslenska, enska og pólska)

Islenska_1621265540203 Enska2

Polska2


Var efnið hjálplegt? Nei