Endingartími barnabílstóla

Til að tryggja öryggi barns í bíl er mikilvægt að huga að endingartíma og ástandi barnabílstólsins

Endingartími stóla

Mikilvægt er að athuga aldur búnaðarins en endingartími flestra barnabílstóla er 10 ár, frá þeim degi sem hann er tekinn í notkun. Hins vegar er miðað við að ungbarnabílstólar endist skemur, eða í fimm ár. Það getur þó verið mismunandi eftir tegund og framleiðanda. Ekki er mælt með að fleiri en tvö börn noti sama ungbarnastólinn. Framleiðsluárið kemur fram á miða sem er límdur á stólinn eða stimplaður á botninn. 

Notaður öryggisbúnaður

Ekki er mælt með að fleiri en tvö börn noti sama ungbarnastólinn. Ef stóll er fenginn að láni hjá vinum eða ættingjum er áríðandi að kanna hvort stóllinn hafi orðið fyrir hnjaski, svo sem árekstri eða öðru óhappi (t.d. fall úr nokkurri hæð líkt og getur gerst þegar stóll er fluttur með flugi).

Búnaðurinn getur verið ónýtur þótt það sjáist ekki á honum og því getur vitneskja um meðferð stólsins verið mikilvæg.

Samgöngustofa varar við að keyptur sé búnaður af ókunnugum þar sem erfitt getur reynst að fá áreiðanlegar upplýsingar um búnaðinn. Gott er að hafa í huga að ef upprunaleiðbeiningar stólsins eru týndar má yfirleitt finna þær á netinu.

 


Var efnið hjálplegt? Nei