Endurskin

Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg

1200x628_23.11.2020

PANTAÐU ENDURSKINSMERKI HÉR

Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:

  • Fremst á ermum 
  • Hangandi meðfram hliðum 
  • Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum  

Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.

Verum sýnileg - plaggat til þess að vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Endurskin fyrir alla

Allir ættu að finna endurskin við hæfi en til eru margar gerðir og stærðir þ.m.t. endurskinsvesti, límmerki, barmmerki eða hangandi endurskinsmerki. Á mörgum skólatöskum eru endurskinsmerki og eins er gott að líma endurskin á barnavagna, sleða, bakpoka og skíðastafi. 

Fullorðnir eiga að sjálfsögðu að vera fyrirmyndir barna og vera með endurskinsmerki á sínum flíkum. Nauðsynlegt er fyrir skokkara að vera í endurskinsvestum eða með gott endurskin á æfingafatnaði þegar æft er utandyra.

Endurskinsmerki er einnig hægt að líma á hunda- og kattaólar og sjálfsagt er að bregða endurskinsborðum um fætur hesta þegar farið er í reiðtúr.

Hvar fást endurskinsmerki?

Endilega sendið okkur ábendingu á netfangið fraedsla@samgongustofa.is

Hægt er að fá endurskinsmerki á eftirfarandi stöðum:

A4
ADHD samtökunum
Árbæjarsafni
Ástund
Bresk pöntunarsíða
BYKO
Boett Iceland
Dynjandi
Epal í Hörpu
Fjarðarkaup
Funshine
Handprjónasambandinu
Heimkaup
Iceland
IKEA
Íslandía í Kringlunni og Bankastræti
Krabbameinsfélaginu
Lyfju
Nettó
N1
Norsk pöntunarsíða
Pennanum í Kringlunni
Rúmfatalagernum
Samgöngustofu
Sjóvá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Sportval
TM
UN WOMAN - Fokk ofbeldi húfan 2019
Versluninni Álafoss í Mosfellsdal
VÍS
Þjóðminjasafninu

Endurskinsmerkjum er enn fremur oft dreift af fyrirtækjum, félagasamtökum og íþróttafélögum. Líklegt er að til séu endurskinsmerki í skúffum og skápum á flestum heimilum og þá er um að gera að nota þau merki, enda gera þau lítið gagn ef þau eru ekki notuð. 

Tvö börn með töskur sem eru í raun eitt stórt endurskinsmerki

Gæði endurskinsmerkja

Miklu máli skiptir að skoða endurskinsmerkin áður en þau eru keypt en þau þurfa að vera með CE-merkingu með nafni framleiðanda (eða heiti vörunnar). Ennfremur þarf númer staðalsins að koma fram á merkinu (EN 13356) og að lokum eiga að fylgja með því notkunarleiðbeiningar. Markaðseftirlit með endurskinsmerkjum er í höndum Neytendastofu. 


Var efnið hjálplegt? Nei