Skólafræðsla

Á Íslandi hefur farið fram skipulögð umferðarfræðsla fyrir börn frá árinu 1967. Í dag heldur Samgöngustofa úti öflugu forvarnar- og fræðslustarfi fyrir alla aldurshópa

Fræðsla er veitt til barna á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri sem og fullorðinna. Er það gert með útgáfu bæklinga og fræðslumyndbanda sem ætlaðar eru til sýninga í skólum og sjónvarpi, með fræðsluefni á netinu auk bréfaskólans Ungir vegfarendur sem telur öll íslensk börn á aldrinum þriggja til sjö ára.


Var efnið hjálplegt? Nei