Upplýsingar varðandi öryggi farþega í hópbifreiðum
Beltanotkun
Það er mikilvægt að farþegar í hópbifreiðum séu upplýstir um það að samkvæmt íslenskum lögum er þeim skylt að nota öryggisbelti séu þau til staðar í bifreiðinni.
Ökumaður skal sjá til þess að barn yngra en þriggja ára sem ferðast í ökutæki noti viðurkenndan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum í samræmi við þyngd þess. Í hópbifreið er þó leyfilegt að nota þann öryggis- og verndarbúnað fyrir börn þriggja ára og eldri sem er til staðar í bifreiðinni. Upplýsingar um öryggi barna í bíl má finna hér.
Farþegar hópbifreiðar skulu fá upplýsingar um skyldu til að nota öryggisbelti í upphafi ferðarfrá ökumanni hópbifreiðarinnar, leiðsögumanni eða fararstjóra eða með hljóð- eða myndbandsupptöku.
Umferðaröryggismyndband - beltanotkun, á ensku
Umferðaröryggismyndband á kínversku
Samgöngustofa hefur útbúið tilmæli til farþega á fimm tungumálum um notkun öryggisbelta í hópbifreiðum sem ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að nota og kynna fyrir farþegum sínum. Hér fyrir neðan má hlusta (og hlaða niður) tilmælunum:
Íslenska
Enska
Þýska
Spænska
Franska
Í hópbifreiðum skal auk þess komið fyrir táknmynd með myndrænum upplýsingum um skyldu til að nota öryggisbelti sem sjá má greinilega úr öllum sætum hópbifreiðarinnar. Samgöngustofa hefur látið prenta út límmiða með táknmynd um skyldu til að nota öryggisbelti. Límmiðarnir eru aðgengilegir á skoðunarstöðvum og í afgreiðslu Samgöngustofu.
Vinsamleg tilmæli áður en lagt er af stað
unnið í samstarfi við
Vegahandbókina
Kínverska - spænska - íslenska
Enska - þýska - franska
Í samstarfi við
Vegahandbókina
- samantekt varðandi umferðaröryggi á vegum landsins
Íslenska
Enska
Þýska
Spænska
Franska
Kínverska
Varúðarviðmið vegna vinds fyrir stór ökutæki - vindaviðmið
Oft ríkir óvissa meðal ökumanna, sérstaklega stærri bíla, um það hvenær óhætt er að halda áfram leiðar sinnar og hvenær er öruggast að bíða af sér veðrið. Til þess að bregðast við þessari óvissu hafa Samgöngustofa, Safetravel, VÍS, Sjóvá og Vegagerðin, með aðstoð sérfræðinga, útbúið varúðarviðmið vegna vinds fyrir hópferðabíla.
Varúðarviðmið vegna vinds á ENSKU
Varúðarviðmið vegna vinds á PÓLSKU
Áður voru unnin varúðarviðmið vegna vinds fyrir stór ökutæki. Um er að ræða lista yfir aðstæður; vindhraða, færð og eðli ökutækis og hvernig er best að bregðast við samspili þessara þriggja þátta. Samskonar viðmið hafa verið notuð í rúman áratug og reynst vel. Auk þess er byggt á erlendum rannsóknum og mati helstu sérfræðinga landsins í samspili veðurs, vega og ökutækis.
Færð og veður
Það mikilvægt að fyrirtæki með vöruflutninga- , fólksflutningabifreiðar eða önnur stór ökutæki hugi vel að færð og vindafari áður en lagt er af stað á þjóðvegi landsins.
Ferðaupplýsingar Vegagerðarinnar gefa upplýsingar um færð og ástand vega um allt land. Við mælum eindregið með því að þær upplýsingar séu hafðar til hliðsjónar í daglegum rekstri.
Á vefmyndavélum Vegagerðarinnar má sjá í rauntíma þá staði þar sem tilefni er til aðgæslu vegna vinds og má þar einnig sjá meðfylgjandi varúðarviðmið sem og nánari upplýsingar um vindhviður og hviðustaði.
Hér má sjá tilkynningar um færð og ástand.
Á vef Safetravel er kort sem gefur mynd af veður og færð á vegum.
Umferðaröryggisbæklingur - How to drive in Iceland
Panta má útprentaða bæklinga frá Samgöngustofu HÉR
Öryggi barna í bíl
Hér má finna upplýsingar um öryggi barna í bíl.
Hjólasáttmáli
Sáttmáli um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni hefur litið dagsins ljós. Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys, því mikilvægast af öllu er að tryggja öryggi allra vegfarenda. Samhliða fjölgun hjólreiðafólks undanfarin ár hefur hjólreiðaslysum einnig fjölgað, svo þörfin fyrir sátt og samlyndi ólíkra hópa í umferðinni hefur aldrei verið brýnni.
Hjólasáttmálinn er aðgengilegur á þremur tungumálum:
ÍSLENSKU
ENSKU
PÓLSKU