Notkunarflokkar

Yfirlit flokka og kröfur til flokkabreytinga

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna samantekt á verklagi við breytingu á notkunarflokkum ökutækja.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
  • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
  • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.


Notkunarflokkar ökutækja


Í töflu 1 eru gildir notkunarflokkar í ökutækjaskrá ásamt upplýsingum um skoðunarskyldu við skráningu í notkunarflokkinn eða úr honum og í almenna notkun. Upplýsingar um sérstakar ráðstafanir vegna breytinga í notkunarflokka er að finna í öðrum köflum skjalsins, eða með því að smella á nafn notkunarflokks (ef hann hefur hlekk í töflunni).


Tafla 1. Gildir notkunarflokkar í ökutækjaskrá. Hægt er að raða eftir dálki með því að smella á dálkheitin. Í aftasta dálki er tiltekið hvort skoðunartíðni breytist sé um fólksbifreið að ræða.

Númer flokksNotkunarflokkurÍ notkunarflokk Úr notkunarflokki í almenna notkunBreytist tíðni reglub. skoðunar? 
000Almenn notkunSjá dálkinn til hægri------
001Neyðarakstur / SjúkraflutningarBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
003SendiráðsökutækiForskráningUppfylla kröfur skv. breytingalásNei
005NeyðaraksturBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
006LeigubifreiðBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
007ÖkutækjaleigaUmsókn US.115Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)
008ÖkukennslaBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
009Leigubifreið / EðalvagnBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
010EðalvagnBreytingaskoðunUmsókn US.115 (+Aðalskoðun)
011Ökutæki með ferðaþj.leyfiBreytingaskoðunUmsókn US.115Nei
012Ökutækjaleiga / Ferðaþj.leyfiBreytingaskoðunUmsókn US.115 (+Aðalskoðun)
013VSK / Ferðaþj.leyfiBreytingaskoðunUmsókn US.115Nei
014VSK / Hættulegur farmurBreytingaskoðun + ADR-skoðunUmsókn US.115Nei
017Ökutæki hreyfihamlaðraBreytingaskoðunBreytingaskoðunNei
018Flutningur hreyfihamlaðraBreytingaskoðunBreytingaskoðunNei
019Vegavinnuökutæki (x)BreytingaskoðunBreytingaskoðunNei
020Hættulegur farmur (ADR)ADR-skoðunUmsókn US.115Nei
021Björgunarbifreið (x)BreytingaskoðunBreytingaskoðunNei
022Beltabifreið (x)

Skráningarskoðun

Óheimilt

---
023Flutningur hreyfihamlaðra í atvinnuskyniBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
024Leigubifreið / ÖkutækjaleigaBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
090VSK-bifreið
BreytingaskoðunUmsókn US.115Nei
104NámuökutækiSkráningarskoðunÓheimilt---
105EyjaökutækiUmsókn RAF-105Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)
106VSK / Eyjaökutæki

Umsókn RAF-105 +Breytingaskoðun

Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

109RallaksturBreytingaskoðunBreytingaskoðunNei
111Sérbyggð rallbifreiðSkráningarskoðunÓheimilt---
112SkólabifreiðBreytingaskoðun

Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

115HúsbifreiðBreytingaskoðunBreytingaskoðunNei
117Ökutækjaleiga / HúsbifreiðBreytingaskoðun

Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

119FlugvallarökutækiSkráningarskoðun (eða Breytingaskoðun)Óheimilt (eða Breytingaskoðun)Nei
120Ökutækjaleiga / Ökutæki fyrir hreyfihamlaðaBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
130FornökutækiUmsókn US.115 eða US.156

Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

131Fornökutæki / HúsbifreiðUmsókn US.115 eða US.156 + Breytingaskoðun

Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

148Ökukennsla / Ferðaþj.leyfiBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
149Ökukennsla / ÖkutækjaleigaBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
151Ökukennsla / LeigubifreiðBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
152Ökukennsla / SkólabifreiðBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
154Ökukennsla / Ökutæki fyrir hreyfihamlaðaBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
155Ökukennsla / Hættulegur farmur (ADR)Breytingaskoðun + ADR-skoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
158Sérstök notBreytingaskoðunUmsókn US.115Nei
159Neyðarakstur / Sérstök notBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
160Neyðarakstur / ÖkutækjaleigaBreytingaskoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
161Neyðarakstur / Hættulegur farmur (ADR)Breytingaskoðun + ADR-skoðunBreytingaskoðun (+Aðalskoðun)
180Skoðunarskyld dráttarvélUmsókn RAF-104Umsókn US.115 (án skoðunar)
201UndanþáguaksturSkráningarskoðunÓheimilt---
202Undanþáguakstur / Sérstök notSkráningarskoðunÓheimilt---
203Hættulegur farmur (ADR) / Sérstök notBreytingaskoðun + ADR-skoðun

Umsókn US.115

Nei
300Flokkur I (=< 25km/klst.) (á við um létt bifhjól)SkráningarskoðunÓheimilt---
310FellihýsiSkráningarskoðun (eða Breytingaskoðun)Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)
311Fellihýsi / ÖkutækjaleigaSkráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115

Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

312Hjólhýsi

Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun)

Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

313Hjólhýsi / Ökutækjaleiga

Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115

Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

314Tjaldvagn

Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun)

Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

315Tjaldvagn / Ökutækjaleiga

Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115

Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)


Athuga að ætíð gildir sú krafa að ökutæki sé með gilda reglubundna skoðun þegar notkunarflokkabreytingar er óskað.

Þegar einungis er krafist umsóknar vegna breytingar (breytingaskoðunar á skoðunarstöð ekki krafist) gildir eftirfarandi:

  • Skoðunarmiði: Það gæti í einhverjum tilvikum þurft að skipta um skoðunarmiða á ökutækinu. Tryggja skal að það sé gert og má eigandi (umráðamaður) sýna fram á að það hafi verið gert í samráði við skoðunarstofu eða Samgöngustofu án þess að færa ökutækið til skoðunar. Þetta á m.a. við þegar skoðunarskyldri dráttarvél, ökutæki með ferðaþjónustuleyfi, fornökutæki, ökutæki í ökutækjaleigu og eyjaökutæki er breytt í almenna notkun.
  • Framvísun umsóknar: Ef ökutæki er fært á skoðunarstöð er ekki þörf á að fylla út umsókn, skoðunarstofu er heimilt að afgreiða málið eins og um breytingaskoðun sé að ræða (þ.e. taka á móti munnlegri beiðni, senda inn breytingu á US.111 og móttaka viðeigandi greiðslur).


Breyting í notkunarflokka


Við breytingu á ökutæki til samræmis við annan notkunarflokk er öllu jafna ekki gerð krafa um fyrirfram samþykki Samgöngustofu vegna þeirra.

Við breytingaskoðun er gerð og búnaður ökutækisins með tilliti til nýja notkunarflokksins yfirfarinn. Ef í ljós kemur við breytingaskoðun að mikilvæg atriði er varða breytinguna uppfylla ekki kröfur, er breytingunni hafnað og skoðuninni líka. Þessu er lýst í formála handbókarinnar í kafla VII Meðhöndlun á breytingum ökutækja.


Breyting í „Almenna notkun” úr öðrum notkunarflokkum


Í töflu 1 er tilgreint hvort skoðunar sé krafist við breytingu í „Almenna notkun”. 

Þegar breytingaskoðunar er krafist felst breytingaskoðunin í því að ganga úr skugga um að aukabúnaður vegna notkunarflokksins hafi verið fjarlægður eða útfærslu breytt til baka.

Þegar aðalskoðunar er krafist hefur notkunarflokkurinn sem ökutækið er að breytast úr þrengri/örari skoðunartíðni (skoða oftar) heldur en skoðunartíðni almennrar notkunar (skoða sjaldnar) fyrir viðkomandi ökutæki. Þá gildir sú regla að hafi reglubundin skoðun ekki verið framkvæmd á ökutækinu á almanaksárinu ber að framkvæma hana við notkunarflokksbreytinguna. Ef ökutækið er með gilda reglubundna skoðun (sem ekki hefur verið framkvæmd á almanaksárinu), er aðalskoðunin skráð sem endurtekin aðalskoðun.


Breytingasaga skjalsins


Hér sjást efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra. Breytinga er ekki getið nema þær hafi efnisleg áhrif (ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins).

DagsetningEfnislegar breytingar
27.12.2023
  • Notkunarflokkar: Nýr notkunarflokkur 024 Leigubifreið / Ökutækjaleiga. Breytingaskoðun (í notkunarflokk). Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) (í almenna notkun). Já (breytist tíðni reglubundinnar skoðunar).
  • Notkunarflokkar: Texta bætt við um að sé ökutæki fært á skoðunarstöð og óskað eftir notkunarflokksbreytingu án þess að skoðunar sé krafist er ekki þörf á að fylla út umsókn, skoðunarstofu er heimilt að afgreiða málið eins og um breytingaskoðun sé að ræða (þ.e. taka á móti munnlegri beiðni, senda inn breytingu á US.111 og móttaka viðeigandi greiðslur - í raun skjalfesting á núverandi verklagi).
  • Notkunarflokkur "400 Vinnuvél" felldur niður (ekki notaður).
06.01.2023Ýmsar uppfærslur á töflu 1 um gilda notkunarflokka, kröfu um breytingaskoðun, notkun umsókna og önnur skilyrði. 
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr reglugerðum og skráningarreglum.



Var efnið hjálplegt? Nei