Notkunarflokkur

Ökutæki til ökukennslu

Skjalið tilheyrir Skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna samantekt á kröfum er varða gerð og búnað ökutækja sem notuð eru við ökukennslu og verkleg próf, ásamt leiðbeiningum um skoðun þeirra.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
  • Reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.


Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

 Skoðunaratriði Skýring
 1.6Hemlalæsivörn (ABS)
 3.3Speglar og baksýnisbúnaður
 4.4.3Röng gerð stefnu- og hættuljósa
 6.1.7Gírbúnaður og aflrás út í hjól
 6.2.9Aðrar innri eða ytri innréttingar og búnaður
 7.9Ökuriti


Skilgreining notkunarflokksins


Í reglugerð um ökuskírteini eru skilgreindar kröfur til ökutækja sem notuð eru við ökukennslu og próftöku. Þetta getur verið bifreið, eftirvagn eða bifhjól. Dráttarvél og létt bifhjól þarf ekki að viðurkenna og skrá til ökukennslu eða verklegs prófs.


Skráning notkunarflokksins


Notkunarflokkur "Ökukennsla"

  • Skráningarheimild: Það er heimilt (ekki krafa) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk uppfylli það kröfurnar sem lýst er í þessu skjali.
  • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um ökuskírteini.
  • Notkun: Til að auðkenna þau ökutæki sem staðfest er að uppfylla skilyrði til ökukennslu og próftöku.

Til eru eftirfarandi notkunarflokkar sem snúa að ökukennslu:

  • Ökukennsla
  • Ökukennsla / Hreyfihamlaðir
  • Ökukennsla / Hættulegur farmur
  • Ökukennsla / Leigubifreið
  • Ökukennsla / Skólabifreið
  • Ökukennsla / Ferðaþjónustuleyfi
  • Ökukennsla / Ökutækjaleiga


Merkingar ökutækja í ökukennslu


Krafa um merkingu

Ökutæki, sem notað er til ökukennslu, skal búið merki (ökukennslumerki) með áletruninni „ÖKUKENNSLA“.


Útlit ökukennslumerkis

Stafir ökukennslumerkisins skulu vera svartir á hvítum grunni. Að öðru leyti ákveður Samgöngustofa gerð merkisins. Óheimilt er að nota merkið nema í ökukennslu. Merkið skal sett bæði framan og aftan á kennslubifreið og skal sjást vel.


Merking kennslubifreiðar í B-flokki

Á kennslubifreið fyrir B-flokk skal ökukennslumerki með áletruninni á báðum hliðum sett á þak bifreiðarinnar og skal sjást vel bæði að framan og aftan.


Merking annarra kennsluökutækja

Á öðrum kennsluökutækjum skal ökukennslumerki vera að aftan.


Til fróðleiks (á ekki við í skoðun)

Reglan er sú að ökutæki, sem notað er í verklegu prófi, má auðkenna með nafni skráðs eiganda/notanda en þó má ekki nota orðin „ökuskóli“, „ökukennsla“, „ökutími“, „ökunám“ eða orð með svipaðri merkingu. Ekki má heldur auðkenna ökutæki með kennslumerki, firmamerki, auglýsingum né neinu því sem auðkennir það sem ökutæki til kennslu. Slík auðkenning kemur þó ekki í veg fyrir að ökutæki hljóti skráningu sem ökutæki til ökukennslu en skoðunarmanni ber að upplýsa umráðamann um að ekki verði hægt að nota ökutækið í verklegu prófi í þessu ástandi.

Þegar nemandi ekur bifhjóli í kennslustund skal hann klæðast vesti í áberandi lit, merktu að aftan með fyrrgreindri ökukennsluáletrun.


Bifreið - gerð og búnaður


Stýri

Stýri kennslubifreiðar skal vera vinstra megin.


Speglar (Dæming 3.3.a)

Í kennslubifreið skulu vera speglar fyrir ökukennara (gerð spegla skv. a- og b-liðum skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja):

  1. baksýnisspegill inni í bifreið,
  2. kúptur baksýnisspegill á hægri hlið,
  3. flatur spegill til að fylgjast með athygli nemanda/próftaka.

Bifreið í B-flokki skal búin baksýnisspegli á hægri hlið fyrir ökumann.


Kennslubúnaður

Í beinskiptri kennslubifreið, fyrir framan sæti sem er við hlið sætis ökumanns (sæti ökukennara), skal vera fótstig fyrir hemla og kúplingu. Notkun fótstigs við sæti ökumanns má ekki geta haft áhrif á notkun fótstigs við sæti ökukennara.

Í sjálfskiptri kennslubifreið skal í stað fótstigs fyrir kúplingu vera gírstöng eða annar slíkur búnaður sem er komið þannig fyrir að ökukennari geti rofið aflrás.

Þegar ökutæki, búið ofangreindum kennslubúnaði fyrir gírskiptingu og hemla, er notað í öðru skyni en við kennslu eða próf, skal búa þannig um að ekki sé unnt að nota tilgreindan kennslubúnað.


Farmrými (Dæming 6.2.9.b.1)

Farmrými bifreiðar í C1-, C- og CE-flokki skal vera lokað og a.m.k. jafnbreitt og jafnhátt stýrishúsi.


Læsivarðir hemlar (Dæming 1.6.e)

Bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki skal búin læsivörðum hemlum.


Ökuriti (Dæming 7.9.a)

Bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki til farþega- eða vöruflutninga í atvinnuskyni skal búin ökurita.


Gírskipting (Dæming 6.1.7.h)

Bifreið í C-flokki skal búin aflyfirfærslukerfi sem gerir ökumanni kleift að velja gír handvirkt.


Aðrar lágmarkskröfur til ökutækja:

KóðiFlokkurHraði

í km/ klst 1)

Farþega-
fjöldi
Lengd
í m
Breidd
í m
Heildar-
þyngd
í kg
Leyfð
heildar-
þyngd
í kg
Eigin
þyngd
í kg
Dæming:/höfnun6.2.6.b/höfnun/höfnun /höfnun/höfnun
B4) 10033,801,45  700
BE

Eftirvagn

---

1.250
BEVagnlest100   ---  
B5)   4,401,60  1.100 
C1 80 5,00  4.000 
C16) 80 5,00  4.000 
C1E

Eftirvagn

---

 

---

 800
1.250
 
C1EVagnlest80 8,00 ------ 
C 80 8,002,4010.00012.000 
CE

Eftirvagn

---

 

7,50

---
---
---
 
CEVagnlest80 14,00 2,40 15.000 20.000 
D1 80 5,00  4.000 
D1E

Eftirvagn

---

   ---
1.250
 
D1E Vagnlest80    800 --- 
D17) 80 5,00  4.000 
D 804010,002,40 10.000 
DE

Eftirvagn

---

  2,40
800
1.250
 
DEVagnlest 80   --- --- --- 

1) Sá lágmarkshraði sem ökutækið skal gert til að ná.

4) Bifreið skal annaðhvort uppfylla lágmarkskröfu um lengd og breidd eða um eigin þyngd.

5) Farþegaflutningar í atvinnuskyni, bifreið skal annaðhvort uppfylla lágmarkskröfu um lengd og breidd eða um eigin þyngd.

6) Vöruflutningar í atvinnuskyni.

7) Farþegaflutningar í atvinnuskyni.


Bifhjól - gerð og búnaður


Leyfileg bifhjól

Létt bifhjól og bifhjól skulu vera á tveimur hjólum og án hliðarvagns.


Speglar og ljósabúnaður (Atriði 3.3.a / Atriði 4.4.3)

Létt bifhjól skal búið baksýnisspeglum á báðum hliðum fyrir ökumann, stefnuljóskerum að framan og að aftan í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja varðandi bifhjól (þungt bifhjól).


Eftirvagn - gerð og búnaður


Farmrými (Atriði 6.2.9.b.1)

Farmrými eftirvagns/tengitækis í BE-, og C1E-flokki skal vera lokað. Ákveðnar reglur gilda um stærð farmrýmisins (sjá fróðleikinn hér að neðan) en hindrar ekki að eftirvagn fáist skráður sem ökutæki til ökukennslu.

Farmrými eftirvagns/tengitækis í D1E- og DE-flokki skal vera lokað og a.m.k. 2 m á breidd og hæð.


Til fróðleiks (á ekki við í skoðun)

Vagnlest sem notuð er í verklegu prófi í BE-flokki má ekki falla undir B-flokk.

Farmrými eftirvagns/tengitækis í BE-, og C1E-flokki skal vera a.m.k. jafnbreitt og jafnhátt bifreiðinni. Farmrýmið má þó vera lítið eitt mjórra en bifreiðin að því tilskildu að baksýn fáist eingöngu með úti baksýnisspeglum bifreiðarinnar.


Dráttarvél - gerð og búnaður


Lágmarkskröfur til dráttarvéla og eftirvagna

 KóðiFlokkur hraði

í km/ klst 1)

farþega-
fjöldi
lengd
í m
breidd
í m 
heildar-
þyngd
í kg
leyfð
heildar-
þyngd
í kg 
eigin
þyngd
í kg 
  Dæming:      /höfnun 
TDráttarvél
Eftirvagn
       2.000
800

1) Sá lágmarkshraði sem ökutækið skal gert til að ná.


Önnur atriði


Ekki skylda að eigandi sé ökukennari

Engin skilyrði eru um skráðan eiganda ökutækis til ökukennslu (það þarf ekki að vera ökukennari).


Til fróðleiks (á ekki við í skoðun)

Í reglugerð um ökuskírteini er tilgreint að þegar ökutæki, sem notað er við kennslu eða próf er búið sérstökum hjálparbúnaði skal ökunemi geta útskýrt virkni búnaðarins. Til hjálparbúnaðar telst:

  1. hallahemill,
  2. stillanlegur hraðatakmarkari,
  3. sjálfvirkur bilskynjari,
  4. veglínuskynjari,
  5. bakkskynjari, bakkmyndavél eða búnaður sem gerir auðveldara að leggja ökutæki, og
  6. annar sambærilegur búnaður ökutækis sem notaður er til ökukennslu eða ökuprófs.


Breytingasaga skjalsins


Hér sjást efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra. Breytinga er ekki getið nema þær hafi efnisleg áhrif (ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins).

Dagsetning Efnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 með viðbótum (viðauka IV).



Var efnið hjálplegt? Nei