K6 Hættulegir útstæðir hlutir

Túlkun

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna túlkun á hættulegum útstæðum hlutum.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.


Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

 SkoðunaratriðiSkýring
 6.1.4Undirvörn
 6.2.1Ástand fólksrýmis og þekjandi hluta
 6.2.9Aðrar innri og ytri innréttingar og búnaður 


Hættulegir útstæðir hlutir


Hættulegir útstæðir hluti s.s. vör á palli vörubifreiða og tengibúnað án kúlu (St3.7.2.1)

Takmörkun útstæðra hluta á ytri hluta yfirbyggingar, að tengikúlu og útispeglum undanskildum, telst fullnægjandi ef ákvæði ESB-reglugerðar nr. 661/2009 og UN-ESE-reglna nr. 26 með síðari breytingum eru uppfyllt.

Allir útstæðir hlutir sem ekki hafa augljósan tilgang skuli dæmdir sem hætturlegir útstæðir hlutir og dæmdir sbr. ákvæði skoðunarhandbókar þar um. Tengibúnaður án kúlu, sem stendur út frá yfirbyggingu og vör sem stendur aftur af palli ökutækis eru dæmi um hættulega útstæða hluti.

Sumar vörubifreiðir hafa lága vör aftan á pallinum sem á að falla sjálfkrafa niður þegar pallinum er lyft. Ef þessi vör er óvirk eða vísvitandi fest þannig að hún stendur beint aftur af pallinum skal það metið sem hættulegur útstæður hlutur og dæmt í samræmi við Skoðunarhandbók.

Tengibúnaður án kúlu sem stendur út frá yfirbyggingu bifreiðar telst hættulegur útstæður hlutur þar sem hann hefur engan augljósan tilgang.

Vegna aukabúnaðar eða breytinga á bifhjólum skal dæma á hluti sem standa út frá yfirbyggingu og/eða hluti sem auka hættu á meiðslum, t.d. hlutir með hvössum brúnum, oddhvassir stýrisendar og fóthvíluendar o.s.frv.


Breytingasaga skjalsins


Hér sjást efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra. Breytinga er ekki getið nema þær hafi efnisleg áhrif (ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins).

DagsetningEfnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kafli 3.7.2.1.



Var efnið hjálplegt? Nei