K6 Burðarvirki

Kröfur og vottanir

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna kröfur til grindarbreytinga, viðgerða á burðarvirki og vottun þeirra.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.


Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

 SkoðunaratriðiSkýring
 6.1.1Almennt ástand grindar eða undirvagns og áfasts búnaðar


Kröfur til mælitækja


Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:

  • Handverkfæri - mælar: Lengdarmæling (málband, skífmál o.þ.h.).

Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.


Lenging og stytting á grindum


Varðar lengingar og styttingar á grindum (St5.2.2.1)

Séu grindur á ökutækjum lengdar eða styttar skulu eftirfarandi starfsreglur viðhafðar:

Á bifreiðum yfir 3500 kg heildarþyngd frá öðrum markaðssvæðum en Ameríku og á bifreiðum yfir 5000 kg heildarþyngd frá Ameríku skulu samsetningar vera gerðar skv. fyrirmælum framleiðanda ökutækjanna. Breytingaskoðunar er þörf vegna þessa og skulu gögn um samsetningar fylgja ökutækinu í breytingaskoðun.

Á öðrum ökutækjum er þessa ekki krafist en lengingar á grind skulu vera úr efni með svipaða eiginleika og mál og grind ökutækisins og allur frágangur á suðum og öðru góður. Ekki er krafist vottorða vegna suða.
Í einstaka tilfellum er hægt að meta hvort lenging sé samþykkt án þess að vera eftir fyrirmælum framleiðanda ef forsendur eru breyttar, t.d. vörubílagrind með yfirbyggingu sem er að miklu leyti sjálfberandi og álag á grind þar af leiðandi mun minna. Í slíkum tilfellum skal samráð haft við Samgöngustofu.


Útgáfa vottorðs um burðarvirkismælingu


Leiðbeiningar um útgáfu hjólastöðuvottorðs er að finna á heimasíðu Samgöngustofu undir burðarvirkis- og hjólastöðuvottorð:

Upplýsingar um útgáfu burðarvirkis- og hjólastöðuvottorða

Vottorðið skal gefið út af viðurkenndum aðila á sérstöku eyðublaði sem finna má á heimasíðu Samgöngustofu undir eyðublöð:

US.135 Burðarvirkisvottorð


Viðurkenndir aðilar til útgáfu burðarvirkisvottorðs


Viðurkenndir aðilar við útgáfu burðarvirkisvottorða

Sjá lista á heimasíðu Samgöngustofu:

Listi yfir mælingarmenn sem hafa heimild til útgáfu á burðarvirkis- og hjólastöðuvottorði


Breytingasaga skjalsins


Hér sjást efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra. Breytinga er ekki getið nema þær hafi efnisleg áhrif (ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins).

DagsetningEfnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kafli 5.2.2.1, 5.2.3.1, 5.2.5.1. Uppfært.



Var efnið hjálplegt? Nei