K5 Hjólbarðar og stærð

Dekk, felgur, stærðarbreytingar

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna samantekt á kröfum er varða hjólbarða, felgur og hjólastærð, auk leiðbeininga um skoðun á þessum þáttum.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.


Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

SkoðunaratriðiSkýring
5.2.3Hjólbarðar

Kröfur til mælitækja


Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:

  • Handverkfæri - mælar: Lengdarmæling (málband, skífmál o.þ.h.).
  • Mynstursdýptarmælir: Vegna mynstursdýptar hjólbarða.

Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.


Hjólbarðar


Varðar DOT-, e-, E- eða JIS-merkingar á hjólbörðum (St6.1.2.1)

Frá og með 1. júlí 1990 er krafist e-,E- eða DOT- merkinga á hjólbarða. JIS-merktir hjólbarðar voru viðurkenndir tímabundið eða til 1. janúar 1993. Frá 1. janúar 1993 eru því eingöngu viðurkenndir e-, E- eða DOT-merktir hjólbarðar auk sólaðra.

Kröfur til hjólbarða og merkinga þeirra eru afturvirkar en þó er heimilt að nota áfram hjólbarða sem voru í notkun við gildistöku reglugerðarinnar.


Áletrun á hjólbörðum (St6.1.2.2)

Á hjólbörðum er áletrun sem segir til um stærð þess, framleiðsludag, innri gerð, þvermál felgu, hámarksburð og hámarkshraða. Þessu er lýst í töflum 1, 2 og 3. Á mynd 1 má einnig sjá dæmi um uppbyggingu áletrana.


K145Mynd 1. Sýnishorn af merkingum hjólbarða.


Tafla 1. Dæmi um EU merkingu hjólbarða: 185/70 R14 89T 253.

 ÁletrunÞýðing áletrunar: 185/70 253 R14 89T
185Breidd barða í cm
70Hlutfall hæðar og breiddar barða (70%). Í þessu tilviki er hæð barðans 70% af 185 = 130 cm
RÚtfærsla banda þar sem R = Radial (þverbanda) og D = Diagonal (skábanda).
14Þvermál felgu í tommum.
89Burðarkóti fyrir leyfilegan hámarksburð dekksins (sjá töflu 2). Í þessu tilviki er 89 u.þ.b. 600 kg.
THraðakóti fyrir leyfilegan hámarkshraða dekksins (sjá töflu 3). Í þessu tilviki er T = 190 km/klst hámark.
253Framleiðsludagur gefinn upp sem vika og ár. Í þessu tilviki er vikan 25 og árið 3 táknar 1993.

Tafla 2. Burðarkótar fyrir leyfilegan hámarksburð hjólbarða. Burðarkótar eru tilgreindir með hækkandi tölu frá 0–279 og eru nokkur gildi sýnd hér til viðmiðunar.

KótiHám.burðurKótiHám.burðurKótiHám.burður
2081 kg90600 kg1604.500 kg
30106 kg100800 kg1706.000 kg
40140 kg1101.060 kg1808.000 kg
50190 kg1201.400 kg19010.600 kg
60250 kg1301.900 kg20014.000 kg
70335 kg1402.500 kg  
80450 kg1503.350 kg  

Tafla 3. Hraðakótar fyrir leyfilegan hámarkshraða hjólbarða (all flestir sem til eru). Hraðakóti gefur til kynna þann hámarkshraða sem hjólbarðinn getur borið uppgefið álag við skv. burðarkóta.

KótiHám.hraði KótiHám.hraðiKótiHám.hraðiKótiHám.hraði
A210 km/klstB50 km/klstK110 km/klstS180 km/klst
A3 15 km/klstC60 km/klstL120 km/klstT190 km/klst
A420 km/klstD65 km/klstM130 km/klstU200 km/klst
A525 km/klstE70 km/klstN140 km/klstH210 km/klst
A630 km/klstF80 km/klstP150 km/klstV240 km/klst
A735 km/klstG90 km/klstQ160 km/klstZ240 km/klst
A840 km/klstJ100 km/klstR170 km/klstW270 km/klst 

Naglar (St6.1.3.2)

Stærð eða gerð nagla er metin út frá þeim hluta naglans sem stendur út úr hjólbarðanum og hann borinn saman við “naglasýnishorn” ef vafi leikur á að um nagla skv. reglugerð sé að ræða. Fjöldi nagla er metinn. Ef vafi leikur á að fjöldinn sé yfir mörkum reglugerðar skal telja nagla í einum hjólbarða á 1/4 úr hring hans og margfalda þann naglafjölda með 4 til fá naglafjöldann í hjólbarðanum.


Mynsturdýpt (St6.1.3.3)

Hjólum ökutækis er lyft með tjakki og snúið til að finna þann stað á hjólbarðanum þar sem mynsturdýptin er minnst. Mynstrið er skoðað þvert á slitflötinn. Leiki vafi á að mynstur uppfylli kröfur, er það mælt með mynsturmæli eða skífumáli.


Skemmdir á hjólbarða (St6.1.3.4)

Hjólum ökutækis er lyft með tjakki og því snúið til að leita skemmda. Þreifað eftir lausum flipum. Athugað er hvort sést í bönd og/eða hvort bönd eru farin að skemmast.

K120 Mynd 2. Viðgerðar- og óviðgerðarhæf svæði hjólbarða.


Felgur


Engar viðbótarleiðbeiningar hér.


Breytt stærð hjólbarða


Breytt stærð hjólbarða (St6.1.4)

Ef stærð hjólbarða breytist um meira en 10% af upprunalegri stærð sem framleiðandi gefur skal ökutækið fara í breytingarskoðun.


Framkvæmd mælingar á þvermáli hjólbarða (St6.1.5.2 St6.1.5.3)

Stærð hjólbarða er þvermál hans og skal það mælt lárétt yfir miðju hjólbarðans, á ystu brúnir hans (þ.e. á slitflöt) við eðlilegan loftþrýsting, sjá mynd 3. 

K35.jpgMynd 3. Mæling á þvermáli hjólbarða - skal mælt lárétt yfir miðju.


Í töflu 4 er útreikningur á þvermáli hjólbarða miðað við áletrun sem hægt er að nota við mat á því hvort hjólbarðastærð er innan marka. Í töfluna vantar þó hjólbarða merkta „LT“ og verður að reikna út stærð þeirra og annarra sem ekki finnast í töflunni og bera saman við mælt þvemál.

Formúla til að reikna þvermál hjólbarða er þessi (sjá líka um áletrun á hjólbarða í kaflanum um hjólbarða hér að ofan):

Þh = B x H x 2 x 0,01 + Þf x 25,4 

þar sem

  • Þh = þvermál hjólbarða í mm
  • B = breidd hjólbarða í mm (áletrun á hjólbarða)
  • H = hlutfall hæðar og breiddar hjólbarða (áletrun á hjólbarða)
  • Þf = þvermál felgu í mm (áletrun á hjólbarða)

Dæmi: Hjólbarði með áletrun 175/70R13 reiknast þannig: (175 x 70 x 2 x 0,01) + (13 x 25,4) = 575 mm.


Tafla 4. Þvermál hjólbarða, upprunaleg stærð ásamt 10% þvermálsbreytingu.

K37K38

K40K50K51

Breytingasaga skjalsins


DagsetningEfnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kaflar 6.1.2.1-2, 6.1.3.2-4, 6.1.4, 6.1.5.2-3.


Var efnið hjálplegt? Nei