K1 Aksturshemill loft

Virkni og hemlunargeta lofthemlakerfa

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna samantekt á kröfum varðandi lofthemlakerfi, auk leiðbeininga um skoðun.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.


Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

SkoðunaratriðiSkýring
1.1.18Útíherslur hemla 
1.2.1Virkni aksturshemils
1.2.2Geta aksturshemils

Kröfur til mælitækja


Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:

  • Hemlaprófari, stór (og fylgibúnaður): Fyrir bifreið og eftirvagn með lofthemlakerfi sem eru minna en 75% hlaðin við prófun.
  • Hemlaprófari, lítill: Fyrir bifreið og eftirvagn með lofthemlakerfi sem eru meira en 75% hlaðin við prófun.
  • Hemlaklukka: Fyrir mjög stórar eða þungar bifreiðir sem komast ekki (passa ekki) í hemlaprófara, s.s. undanþágubifreiðir.

Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.



Hemlunarkraftar og hemlunargeta


Hemlunargeta (St8.2.4.3)

Hemlunargeta er sú hemlun sem ökutækið getur náð við heildarþyngd. 

Til þess að fá rétta hemlunargetu verður að miða við þá krafta sem ökutækið getur mest gefið við fullan stýriþrýsting eða fullt ástig á hemla en ekki þá hemlunarkrafta sem nást á prófaranum.

Þegar verið er að prófa óhlaðið ökutæki nást þessir hemlunarkraftar yfirleitt aldrei. Því verður yfirleitt að beita framreiknun til að finna hemlunargetu.


Stýriþrýstingur (St8.2.4.4)

Sá loftþrýstingur sem myndast í stýrilögn þegar stigið er á hemlafetil er nefndur stýriþrýstingur. Þessi þrýstingur er skilgreindur á tvennan hátt:

  • Pm er sá stýriþrýstingur sem mældur er áður en lögn fer í gegnum hleðslustýrðan hemlajöfnunarloka. Fyrir bifreið með hemlajöfnunarloka er þessi þrýstingur mældur við úttak á hemlajöfnunarloka hemlafetilsmegin en fyrir eftirvagn er þessi þrýstingur mældur við tengingu vagns og bifreiðar. Ef ekki eru lokar sem minnka eða auka stýriþrýsting fyrir eftirvagn má einnig nota þrýsting við vagntengi fyrir þær bifreiðir sem eru búnar slíku tengi.
  • Px er sá stýriþrýstingur sem mældur er við hemlastrokka eða eftir að þrýstiloft hefur farið í gegnum hleðslustýrðan hemlajöfnunarloka eða aðra hemlaloka.

Þegar verið er að athuga stillingar hleðslustýrðs hemlajöfnunarloka er Pm ávallt notaður.

Þegar verið er að reikna út hemlunargetu er Px ávallt notaður.


Ójafnir hemlunarkraftar (St8.2.3.1)

Mismunur hemlunarkrafta milli hjóla á sama ási. Hlutfallslegur mismunur reiknast sem hlutfall af hemlunarkrafti þess hjóls sem gefur meiri hemlunarkraft.

  • Dæmi: Við hemlaprófun mælist mestur mismunur þegar annað hjólið sýnir hemlunarkraftinn 2.000 N og hitt hjólið 1.800 N. Mismunurinn er því (2.000 N - 1.800 N) / 2.000 N = 200 N / 2.000 N = 10%.

Hemlaprófari sýnir á sérstökum mæli hver þessi mismunur er á meðan hemlapróf fer fram og endar yfirleitt á að læsa mælinum í hæsta gildinu. Stigið er jafnt og með vaxandi krafti á hemlafetilinn í prófa og má mismunurinn hvergi á hemlaferlinum fara yfir tilskilin mörk.


Hemlaprófun bifreiða


Hemlunargeta (St8.2.3.4)

Notaður er hemlaprófari. Hemlapróf er framkvæmt á eftirfarandi hátt.


1. Loftþrýstingsmælar tengdir á rétta staði til mælingar

Loftþrýsting skal mæla eins nálægt hemlastrokki og mögulegt er, Px. Minnkunarlokar (eins og t.d. hleðslustýrður hemlajöfnunarloki) skulu ekki vera á milli þess staðar sem mælt er á og hemlastrokks þess áss sem prófa skal. Reiknað er með að hemlajöfnunarlokinn virki rétt (hægt er að prófa hann sér, sjá kaflann um hleðslustýrðan hemlajöfnunarloka) og minnki ekki loftþrýsting við heildarþyngd ökutækis ().

Loftþrýsting má mæla lengra frá hemlastrokki (t.d. við tengingu eftirvagns) ef hemlajöfnunarloki er látinn gefa fullan þrýsting í gegn með því t.d að festa hann í þeirri stöðu sem gefur fullan þrýsting eða setja loftþrýsting inn á hann þar sem inntakið er frá loftfjörðum þegar um slíka fjöðrun er að ræða.


2. Hemlapróf framkvæmt

Hemlapróf framkvæmt og hemlunarkraftar og tilsvarandi loftþrýstingur mældur og skráður rétt áður en hjól læsast á hverjum ás fyrir sig.

Leitast skal við að ná eins háum loftþrýstingi og mögulegt er. Hættuna á að skemma hjólbarða skal þó hafa í huga og lágmarka þann tíma sem háir hemlunarkraftar eru látnir verka.

Ef fram kemur of mikill mismunur á milli hjóla við framkvæmd hemlaprófs (þannig að dæmt er á ójafna hemlunarkrafta) skal hætta við að prófa hemlunargetu en prófa aðra þá þætti sem athugaðir eru með hemlaprófara. Framkvæmd athugunar á hemlagetu fer þá fram við endurskoðun ökutækis.


3. Útreikningur hámarks hemlunarkrafta hvers áss

Útreikningur hámarks hemlunarkrafta fyrir hvern ás á eftirfarandi hátt:

Fmax = Fmælt x (Pviðm - 0,4 bör) / (Px - 0,4 bör)

þar sem:

  • Fmax er reiknaður hámarks hemlunarkraftur ássins sem um ræðir.
  • Fmælt er mældur hemlunarkraftur ássins í hemlaprófaranum.
  • Px er mældur þrýstingur viðkomandi áss þegar hemlakröftum (Fmælt) er náð.
  • 0,4 bör er skilgreindur aðfærsluþrýstingur hemlakerfis.
  • Pviðm er sá viðmiðunarþrýstingur sem framleiðandi ökutækisins ábyrgist að sé ávallt til staðar, sjá sértækar upplýsingar um viðmiðunarþrýsting ýmissa bifreiða. Á eftirvögnum er notaður þrýstingurinn 7,5 bör (eftirvagnar skráðir fyrir 01.03.1994) og 6,5 bör (á eftirvögnum skráðum eftir 01.03.1994).

4. Útreikningur á hemlunargetu ökutækis

Samlagning reiknaðra hámarks hemlunarkrafta er borin saman við heildarþyngd eða, ef um er að ræða festivagn, burðargetu ása, á eftirfarandi hátt:

Zreikn = (Fmax1 + Fmax2 + ...) / Hþ

þar sem:

  • Zreikn er hemlunargeta ökutækisins (reiknuð hámarks hemlun miðað við heildarþyngd).
  • Fmax1, Fmax2... eru samanlagðir reiknaðir hámarks hemlunarkraftar allra ása (ás 1, 2, 3 o.s.frv.) úr lið 3 hér að ofan.
  • er heildarþyngd ökutækis eða burðargeta ása á festivagni.

SI-einingar eru notaðar í útreikningunum sem þýðir að kraftar eru mældir í Newton [N] (daN eða kN), þyngd í kílóum [kg] og hemlun því í m/s2.


ATH! Annar valkostur til að meta hemlunargetu

Ef þeir hemlunarkraftar sem fást á hemlaprófara við hemlapróf eru nægilega háir til að sýna að hemlunargetan er nægilega mikil fyrir heildarþyngd ökutækisins er ekki þörf á að mæla loftþrýstinginn og framreikna út frá honum. Slíkt getur átt við um ökutæki þar sem lítill munur er á eiginþyngd og heildarþyngd eða ökutækjum sem koma lestuð til skoðunar (og skal almennt miðað við að sé ökutæki meira en 75% hlaðið þurfi ekki að framreikna).


Hemlaprófun eftirvagna bifreiða


Sömu aðferðum er beitt og við hemlapróf bifreiðar, sjá fyrri kafla.


Hleðslustýrður hemlajöfnunarloki


(St8.1.3.19)

Festur og armar eru athugaðir til að ganga úr skugga um að loki hafi möguleika á að stýra þrýstingi miðað við hleðslu. Ef vafi leikur á að loki sé rétt stilltur þarf að athuga stillinguna á eftirfarandi hátt.

  1. Lyftiás er hafður niðri þegar hemlaprófið fer fram (lestaður) og uppi (ólestaður).
  2. Stýriþrýstingur, Pm, er tengdur við vagntengi eða við stýriþrýsting áður en hann fer í gegnum hleðslustýrða hemlaventilinn. Hemlapróf er framkvæmt samkvæmt notkunarleiðbeiningum fyrir viðkomandi hemlaprófara. Ef eftirvagn er búinn EBS kerfi, þarf að taka raftengið úr sambandi.
  3. Hemlun ökutækis miðað við Pm þrýsting skal vera innan marka samkvæmt línuritum í reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Meta skal niðurstöður út frá upplýsingum úr hemlaprófi og nánari útreikningum samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar sé þess þörf. Ahuga að fyrir dráttarbifreiðar og hengi- og tengivagna eru gröfin hliðruð fyrir hlaðið og óhlaðið ökutæki en fyrir festivagna eru línuritin háð K-stuðli fyrir vagninn sem er mismunandi fyrir hvern einstakan vagn og hvort hann er hlaðinn eða óhlaðinn. Upplýsingar um K-stuðla koma frá framleiðendum vagna skulu notast liggi þau fyrir.

Ef ökutæki hefur fleiri en einn hleðslustýrðan hemlajöfnunarloka og grunur leikur á að þeir séu ekki rétt stilltir þrátt fyrir að heildarhemlun ökutækisins sé innan marka getur reynst nauðsynlegt að athuga stillingu hvers hemlajöfnunarloka fyrir sig miðað við upplýsingarnar sem koma fram á skilti/merkingu um stillingu hemlajöfnunarloka.


Hemlalæsivörn


Varðar breytingar á reglugerð árið 2001 (St8.5.2.1)

Í lið 06.14 vörubifreið var eftirfarandi reglugerðar ákvæði fellt niður þann 31.03.01:

(4) Vörubifreið II sem er yfir 16.000 kg að leyfðri heildarþyngd og hefur tengibúnað fyrir eftirvagn III og IV skal búin hemlum með læsivörn í flokki 1.

Eftir þessa dagsetningu þá skulu allar vörubifreiðar vera búnar hemlum með læsivörn í flokki 1


Sértækar upplýsingar: Hemlastrokkar og leyfileg færsla þrýstiteins


Í töflu 1 má sjá samantekt yfir leyfilega færslu þrýstiteina eftir tegundum hemlastrokka og stærða.


Tafla 1. Leyfileg færsla þrýstiteins (í mm) eftir tegundum hemlastrokka og stærða. (St8.1.5.1)

Tegund hemlastrokks16"20"24"30"  36"
Bendix MGM
Hemlastr-BendixMGM
 ---40 mm40 mm50 mm50 mm
Bendix MGM K
Hemlastr-BendixMGMK
45 mm45 mm45 mm45 mm---
Bendix
Hemlastr-Bendix
40 mm40 mm40 mm45 mm50 mm
Grau
Hemlastr-Grau
55 mm55 mm55 mm55 mm50 mm
Wabco-Westinghouse
Hemlastr-W-Wa
40 mm40 mm40 mm40 mm50 mm
Maxibrake
Hemlastr-Maxibrake
---40 mm40 mm45 mm55 mm
Wabco-Westinghouse
Hemlastr-W-Wb
---40 mm40 mm45 mm---
Wabco-Westinghouse
Hemlastr-W-WC
50 mm50 mm50 mm50 mm---
SAB
Hemlastr-SAB
45 mm45 mm45 mm45 mm45 mm


Sértækar upplýsingar: Viðmiðunarþrýstingur


Viðmiðunarþrýstingur (Pm) nokkurra bifreiðategunda (St8.2.5.1)

Hér að neðan er listi yfir tegundir hóp- og vörubifreiða og viðmiðunarþrýstingur framleiðanda þeirra, sjá töflu 2. Listinn er flokkaður í stafrófsröð eftir tegundum bifreiðanna.

Ef viðmiðunarþrýstingur framleiðanda liggur ekki fyrir skal nota 6,5 bar.


Tafla 2. Viðmiðunarþrýstingur Pm ýmissa bifreiðategunda.

BOVA (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
FDL 15 – 340 97 - 8,1 bar
DAF (vörubifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
FA, FAG, FAS, FT, FAC, FTS, FTG með týpunúmer milli 1700 og 3605 81 - 7,0 bar
Týpunúmer sem byrjar á 95 88 - 8,0 bar
Aðrir 7,0 bar
CF 65/ CF78-85 / XF 95 gerðir. 8,6 bar
Euro 6 gerðir 9,5 bar
DAF (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
Allir -83 7,0 bar
Aktuelle modeller, CF 65/ CF78-85 / XF 95. 8,6 bar
Euro 6 modeller 9,5 bar
Ford (vörubifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
H, HA, HT (Transcontinental) 6,5 bar
Iveco Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
Magirus 80E20 90E21 100EL-18,_21 2000- 7,3 bar
Magirus 120E, -18, -24, -28. 130E18. 150E -23,-24-27-28 180E,-24,-28. 190E -24,-27,-31,38. 240E -38,-42,-47,-52. 260E,-31,-38,-47. 440E -35,-38 2000- 7,6 bar
190-33, 190-42, 190-36 86-89 7,2 bar
Euro Cargo 92- 7,2 bar
Euro Tech 93- 7,2 bar
Euro Star 94- 7,2 bar
Trakker Euro 4-5-6 og Stralis 8,5 bar
EuroCargo (Euro IV og V) 7,6 bar
EuroCargo (Euro VI) 7,3 bar
Stralis (Euro IV-V-VI) og Trakker (Euro IV-V-VI) 8,0 bar
MAN (vörubifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
Allir 88–90 6,8 bar
TG-A, stafur 4 í verksmiðjunr. er “H” 2001- 9,5 bar
stafur 4 í verksmiðjunr. er “L” 1988- 7,2 bar
stafur 4 í verksmiðjunr. er “M” og felgustærð 19,5 tommur 1988- 7,2 bar
stafur 4 í verksmiðjunr. er “M” og felgustærð 22,5 tommur 1988- 8,0 bar
stafur 4 í verksmiðjunr. er “F” 1988- 8,0 bar
Carrus 7,4 bar
TG-A (alle 19-48t) TG-M(alle 12-26t) TG-L(alle 6-12t) 9,5 bar
G-serie (6-9t) 6,5 bar
G 90 (6-9t) með loft- eða blaðfjöðrum 6,8 bar
M- serie (12-17t) 6,5 bar
M 90 6,8 bar
F 8 (16-48t) með loft- eða blaðfjöðrum 6,5 bar
F 90 (16-48t) með loft- eða blaðfjöðrum 6,8 bar
L 2000 (F og FL) allar gerðir 7,2 bar
M 2000 (10,6-12t og 14-15t) 7,2 bar
M 2000 (18t og 25t) 8,0 bar
F 2000 (F og FL) ) allar gerðir 8,0 bar
Mercedes Benz (vörubifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
L 613 78-86 6,7 bar
L 1619 80-81 6,7 bar
LP 1418, LP 1932, LP 2223, LP 2224 6,0 bar
LP 2232 -77 6,0 bar
LA 2624 6,0 bar
LP 608 6,7 bar
L, LA, LP 1113 B 6,0 bar
L, LA, LP 1923, 1924 6,0 bar
LPS 2023, 2024, 2032 6,0 bar
814 – 1524 6,8 bar
1620 –1644 6,7 bar
1722 – 3553 6,5 bar
Actros, Atego a) 96- 10 bar
Aðrar gerðir fyrir 1996 -96 6,5 bar
Actros, Econic, Axor, Atego og Antos með loftfjöðrum 8,5 bar
Actros, Econic, Axor, Atego og Antos með blaðfjöðrum 8,0 bar
Mercedes Bens (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
O 302, O 317 6,0 bar
O 350, O 403, O 404 92- 7,0 bar
O 404, O405, O 407, O 408 6,8 bar
O 510, O 520, O530, O 580 9,3 bar
O 550 7,5 bar
Conecto O 345/ Conecto G 345 6,5 bar
Tourismo RHD/ Tourismo SHD 6.6 bar
Intouro 560 RHD/ RH 6.6 bar
Integro 550U/ Integro 550H / Integro 550M/ Integro 550L 7,5 bar
Citaro/Cito 8,5 bar
Conecto/ Conecto G 8,5 bar
Integro/ Integro M/ Integro L 9,0 bar
Travego/ Touro/ Tourino/ Tourismo/ Intouro 9,0 bar
Neoplan (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
Allir 7,0 bar
Ontario Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
02.501 87-91 6,2 bar
Renault (vörubifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
Premium HD 100, HR 100. Magnum AE 93- 7,5 bar
AE385.19, AE420.26 6,4 bar
M200.12 6,4 bar
G230.19, G270.18/19, G340.18/19, G340.26, G420.26 6,4 bar
R385.26 6,4 bar
Magnum AE 420 93- 7,5 bar
Magnum AE 560 93- 7,5 bar
Premium HD 100 93- 7,5 bar
Premium HR 100 93- 7,5 bar
Magnum, Premium MD11 & MD9 10,0 bar
KéraxMD13 & MD11 og Midlum 10,0 bar
Renault (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
PR100.02 7,0 bar
Scania (vörubifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
P, R og T serían, t.d. P270, R500 8,0 bar
Ef númerið endar á 2, 3 eða 4, t.d. P112, T94 eða R144 7,0 bar
Aðrar 6,0 bar
3- og 4 sería fra 80 års modell 7,0 bar
R580 - type b6x2*4hsa (t.d. 2016 árgerð) 8,0 bar
P 280 (t.d. 2015 árgerð) 8,0 bar
P - G - og R sería, og K - N og F sería 8,0 bar
E-12, E-14 7,4 bar
Scania (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
BR 112, CR 112 7,0 bar
K 82, 92, 93, 112, N112 7,0 bar
K 113, L 113, N 113 fram að verksmnr. 1 823 719 7,0 bar
K 113, L 113, N 113 frá og með verksmnr. 1 823 720 7,5 bar
K 94, K 114, K 124, L 94, L 114 7,5 bar
Scania/DAB þjónustubifreið 7,0 bar
Aðrar 6,0 bar
Higer A-series - A30 8,0 bar
Scania Citywide LE 8,0 bar
4- serie buss 8,0 bar
Setra (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
S 208-S 215 -79 6,0 bar
S 208-S 215, S 216 HDS, S 228 DT 80- 6,5 bar
S 309-315 HDH 8,0 bar
S 316 HDS 7,5 bar
S 328 DT 7,5 bar
S 313-S 315 UL 7,5 bar
S 315 H/GT 7,5 bar
S 315 GT-HD 7,5 bar
S 315 NF 7,5 bar
SG 321 UL, S313 – 328, SG 321 UL 7,5 bar
400 serían b) 8,5 bar
S 309 HD til S 328 DT 6,8/7,5 bar
S 415 NF til S 416 NF 8,0 bar
S 415 GT til S 431 DT 8,0 bar
O 404- O 408 / O 350 8,0 bar
Sisu (vörubifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
Allar tegundir 6,5 bar
Van-Hool (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
A 508 7,0 bar
Volvo (vörubifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
FL 608 – 617, FL6 7,0 bar
FL 618 og FS7 – línan 7,5 bar
FH, FL 12 m. blaðfjöðrum, FL7/10, NL (frá v.nr.220158) án loftfjaðra 6,6 bar
F, FH, FL, FM, NH og NL með loftfjöðrum 7,5 bar
F6, F7, F10, F12 og F16 með blaðfjöðrum 6,0 bar
FH, FL, FM og NH með diskahemlum 8,5 bar
Aðrar 6,0 bar
FL og FE, frá árinu 2014 2014- 10,0 bar
FH og FM með EBS 9,0 bar
Volvo (hópbifreið) Árgerð Viðmiðunarþrýstingur
B6 6,4 bar
B7, B7R 6,6 bar
B7L 2 og 3 ásar og liðvagn 7,0 bar
B10B 7,0 bar
B10BLE 7,0 bar
B10M (verksm.nr. 0-11.499) 6,0 bar
B10M (verksm.nr. 11.500-11.539) 6,5 bar
B10M (verksm.nr. 11.540-11.643) 6,0 bar
B10M (verksm.nr. 11.644-19.999) 6,5 bar
B10M (verksm.nr. >20.000-) 7,0 bar
B10M – gildir fyrir bæði 2- og 3-ása og 3 ása liðvagn 7,0 bar
B10L gildir fyrir 2 0g 3 ása og 3- ása liðvagnar 7,0 bar
B12 7,0 bar
Aðrir gamlir vagnar 6,0 bar
B7R/LE 4x2 (ABS) 7,0 bar
B sería vagna með EBS 8,5 bar
B5TL 4x2 (EBS), B7L 4x2 (EBS), B9L 4x2 (EBS) 8,5 bar
B7R/LE 4x2 (EBS), B9R 4x2 (EBS) 8,5 bar
B7R/LE 4x2 (ABS) 7,0 bar
B12B/LE 4x2 (EBS), B12M 4x2 (EBS), B13R (BXXR) 4x2 (EBS) 8,5 bar
B11R (BXXR) 4x2 (EBS), BRLH 4x2 (EBS), B8R/LE 4x2 (EBS) 8,5 bar
B12B/LE 6x2 (EBS), B12M 6x2 (EBS) 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3)
B13R (BXXR) 6x2 (EBS), B11R (BXXR) 6x2 (EBS) 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3)
B7R 6x2 (EBS), B9R/LE 6x2 (EBS) 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3)
B8R/LE 6x2 (EBS), B12M Leddbuss (EBS) 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3)
B12 B leddbuss (EBS) 8,5 bar (ásar 1 og 3), 7,0 bar (ás 2)
B9S leddbuss (EBS) 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3)
B7L leddbuss (EBS), B9L leddbuss (EBS) 8,5 bar (ásar 1 og 3), 7,0 bar (ás 2)
BRLHA leddbuss (EBS) 8,5 bar (ásar 1 og 3), 7,0 bar (ás 2)
B9S Bi-articulerad, B5TL 4x2 (EBS) 8,5 bar

Skýringar:

  1. Sumar gerðir af Mercedes Benz, t.d. Actros, sem eru með burðarás mælast með mjög litla hemlun í rúlluhemlaprófara þegar bifreiðin er tóm. Þá þarf að tengja loft inn á hleðsluventilinn á eftirfarandi hátt: Á drifásnum eru þrjú mæliúttök. Tengja skal við vinstra neðra úttakið (úttak fyrir mælingu á loftþrýstingi á stöðuhemil) og í mæliúttak á þverbita í grind sem næst er burðarásnum og lítur út eins og t-tenging. Þá mælist þrýstingurinn á hemlastrokkunum sem um fullhlaðna bifreið væri að ræða.
  2. Á SETRA hópbifreiðum sem hafa vökvahemla að framan en lofthemla að aftan má reikna hemlunarkraft á hefðbundinn hátt. Mæliúttak er undir þjónustuloki við gírstöng eða bak við þjónustulok við fremri tröppur. Á 400 seríunni með þrýstilofthemla að framan og aftan er mæliúttak fyrir framöxul við ástig hjá vinstri framhurð. Úttakið fyrir afturöxul er undir loki á hægri hlið fyrir framan öxulinn.


Sértækar upplýsingar: Prufutengi


Í töflu 3 má sjá samantekt um staðsetningu prufutengja á nokkrum bifreiðategundum.


Tafla 3. Staðsetning prufutengja á nokkrum bifreiðategundum.(St8.2.5.2)

Upplýsingar um prufutengi
Hópbifreið - Mercedes Benz 0 350
Prufut-MB-O350aFraman.

Prufut-MB-O350bAftan.
Hópbifreið - Mercedes Benz O 510 
Prufut-MB-O510 Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Nr 3 og 4 eru fyrir framás (hægra og vinstra hjól), nr. 10 er fyrir afturás.
Hópbifreið - Mercedes Benz O 530 2 ása eftir 2000
Prufut-MB-O530fy2000Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Nr. 13 og 14 eru fyrir framás (hægra og vinstra hjól), nr. 17 er fyrir afturás.
Hópbifreið - Mercedes Benz O 530 2 ása eftir 2006
Prufut-MB-O530ef2006Prufut-MB-O530ef2006b Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Nr. 14 og 15 eru fyrir framás (vinstra og hægra hjól), nr. 11 er fyrir afturás.
Hópbifreið - Mercedes Benz O 550
Prufut-MB-O550 Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Framásar eru "regelat bromsmanövertryck vänster/häger framhjul" og afturás er "manövertryck bakaxelkrets".
Hópbifreið - Mercedes Benz O 580
Prufut-MB-O580 Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Nr. TP5 og TP6 eru fyrir framása, TP12 er fyrir afturás. 
Hópbifreið - K Setra S 415 frá 2002
Prufut-Setra-S415ef2002aStaðsetning innan við framhurð hægra megin.

Prufut-Setra-S415ef2002b Staðsetning innan við lúgu fyrir framan hægra afturhjól.
Hópbifreið - K Setra S 416 frá 2006
 Prufut-Setra-S416ef2006a Staðsetning við lúgu vinstra megin. Nr. TP5 og TP6 eru fyrir framás.

Prufut-Setra-S416ef2006b Staðsetning innan við lúgu fyrir framan hægra afturhjól. Nr. TP13 og TP14 eru fyrir afturás.
Hópbifreið - Volvo B7LE og fleiri
Prufut-Volvo-B7LEa Staðsetning fyrir aftara kerfi er undir lúgu við aftari hjólskál.

Prufut-Volvo-B7LEb Í sumum tilvikum er hægt að komast að þessu tengi neðan frá.
Vörubifreið - Volvo með EBS kerfi frá 2004
 Prufut-Volvo-medEBSa

Staðsetning við vinstra framhjól.

Prufut-Volvo-medEBSb Staðsetning við tengistykki vinstra megin aftan.
Vörubifreið - MAN 
Prufut-MAN1 Staðsetning á vinstri hlið. Tveggja ása bifreið (nr. 1 er fyrir framás, nr. 2 er fyrir afturás og nr. 3 er fyrir stöðuhemil) og þriggja ása bifreið (nr. 1 er fyrir framás, nr. 2 er fyrir drifás, nr. 3 er fyrir stöðuhemil og nr. 4 er burðarás framan eða aftan við drifás). Ath að nr. 1 getur verið staðsett á öðrum stað á plötunni en sýnt er á myndinni.

Sértækar upplýsingar: Aðrar


Hemlabúnaður á léttiás kranabifreiða (St8.2.2.1)

Ekki skal gera athugasemd við hemlabúnað kranabifreiða þótt hemlabúnaður á léttiási sé ekki til staðar. Þetta er háð því skilyrði að hemlunargeta bifreiðanna sé fullnægjandi, sjá nánar kaflann um hemlapróf bifreiða. Þessi undanþága á eingöngu við kranabifreiðir sem nýskráðar voru fyrir 1. júlí 1990.


Breytingasaga skjalsins


Hér sjást efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra. Breytinga er ekki getið nema þær hafi efnisleg áhrif (ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins).

DagsetningEfnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kaflar 8.1.3.19, 8.2.3.1, 8.1.5.1, 8.2.2.1, 8.2.3.4, 8.2.4.3-4, 8.2.5.1-2, 8.5.2.1.



Var efnið hjálplegt? Nei