K5 Lyftipunktar ökutækja

Lýsing og sértækar upplýsingar

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna leiðbeiningar um það hvernig lyfta ber ökutækjum vegna skoðunar og hvað ber að varast.

Stjórnvaldskröfur

 

Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

 

Skoðunaratriði

 

Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

Skoðunaratriði Skýring
5.3.4 Spindilkúla

 

Lyftipunktar við aflestun spindilkúla

 

Á mynd 1 sjást algengustu útfærslur á sjálfstæðri fjöðrun. Beita þarf mismunandi aðferðum við að lyfta ökutækinu upp til að aflestun spindilkúlna eigi sér stað.

K165

 

K304

Mynd 1. Tegundir fjöðrunar (gerðir 1, 2 og 3 í efri röð, gerðir 4 og 5 í neðri röð). Örvarnar sýna lyftipunktana sem aflesta spindilkúlurnar.

 

Þegar verið er að lyfta upp ökutæki með fjöðrun að framan sem eru með vindustöng eða fjöðrunarkraft sem verkar á neðri spyrnuna verður að lyfta undir neðri spyrnuna til að aflesta spindilkúlurnar. Þetta á við gerðir 1 og 5 á mynd 1. Þar sem ásbitar eru til staðar ætti að lyfta undir þá (gerðir 2, 3 og 4 á mynd 1).

 

 

Sjá einnig sérstakt skjal um skoðun á stýrisbúnaði.

 

Aflestun á fóðringum í hjólspyrnum og stífum


Til að meta slit í fóðringum bifreiða, sem eru minna en 3500 kg af leyfðri heildarþyngd, er notaður skakari og/eða spennujárn.

Festingar efri ófergðrar hjólaspyrnu eru athugaðar með því að lyfta framhluta bifreiðarinnar upp með tjakki. Fremri og aftari festingar eru athugaðar með því að taka á hjólinu í fullu stýrisútslagi til hægri og vinstri.

Festingar fergðra spyrna eru athugaðar með sjónskoðun. Í vafatilvikum má aflesta festingarnar með spennijárni.

Slit í spyrnum á tengivögnum má einnig athuga með því að hemla vagninum og skaka honum afturábak og áfram með dráttarbifreiðina tengda á meðan liðamótin eru athuguð.

 

 

Lyftipunktar einstakra gerða ökutækja - varúð

 

 

  • CitroenCX, Mercedes Benz 280S, 350S og 450S: Lyfta skal undir hliðarlangbita. Ekki má lyfta undir frambita eða aðra þverbita. 
  • Mercedes Bens Actros: Lyfta skal undir rörin frá drifkúlunni sem næst hjólum. Ekki má lyfta undir drifkúlur. 
  • Mercedes Benz O 404 hópbifreið: Að framan skal lyfta undir merkta lyftipunkta á þverbita aftan við framás. Lyfta skal undir minnst tvo punkta samtímis. Að aftan skal lyfta undir tvo lyftipunkta á þverbita aftan við afturásinn eða langbita við fjaðrapúða. 
  • Saab 90, 99, 900, 9000 og Lancia 600: Ekki má lyfta undir afturás eða stífur. 
  • Setra hópbifreið: Að framan skal lyfta undir mið langbita. Að aftan skal lyfta undir ásinn. Á þriðja ás skal lyfta undir stuttu öxlana. 
  • Scania K113 TLA: Að framan skal lyfta undir framanverðan mið langbitann. Að aftan skal lyfta undir viðkomandi ás. 
  • VW Vento: Að framan skal lyfta undir stuttu styrktarbitana milli ytri og innri langbita. Að aftan skal lyfta undir demparafestingar.

 

 

Breytingasaga skjalsins

 

Dagsetning Efnislegar breytingar
01.01.2023 Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kaflar 6.2.5.1, 6.3.3.1.

 

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei