K4 Rafbúnaður

Ljósaraftengi, rafgeymir, raflagnir

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna samantekt á kröfum til rafbúnaðar, ásamt leiðbeiningum við skoðun.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
  • Staðall ISO 1724 Ökutæki - Raftengi dráttartækis og eftirvagns - 7-pinna tengi gerð 12 N (normal) fyrir ökutæki á 12 V spennu.
  • Staðall ISO 11446 Ökutæki - Raftengi dráttartækis og eftirvagns - 13-pinna tengi fyrir ökutæki á 12 V spennu (staðall í tveimur hlutum).
  • Staðall ISO 1185 Ökutæki - Raftengi dráttartækis og eftirvagns - 7-pinna tengi gerð 24 N (normal) fyrir ökutæki á 24 V spennu.
  • Staðall ISO 12098 Ökutæki - Raftengi dráttartækis og eftirvagns - 15-pinna tengi fyrir ökutæki á 24 V spennu.


Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

SkoðunaratriðiSkýring
4.10Raftengi fyrir eftirvagn
4.11Rafleiðslur 
4.13Rafgeymar


Kröfur til mælitækja


Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:

  • Prófari fyrir raftengi: Fyrir ljósaraftengi.

Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.


Ljósaraftengi (raftengi fyrir eftirvagn)


Kröfur til ljósaraftengja

Bifreið sem hefur tengibúnað fyrir eftirvagn skal búin raftengi sem uppfyllir eftirfarandi kröfur:

  • Fyrir 12 volta rafkerfi eftirvagns: Samkvæmt ISO staðli 1724 (7-póla) eða ISO staðli 11446 (áður DIN V 72570) (13-póla).
  • Fyrir 24 volta rafkerfi eftirvagns: Samkvæmt ISO staðli 1185 (7-póla) eða ISO staðli 12098 (13-póla).


12V tengi samkvæmt ISO 1724 12 N (7 póla) og ISO 11446 (áður DIN V 72570) (13 póla)

Til eru tvær útfærslur af 7-póla 12V tengjum samkvæmt ISO stöðlum, annars vegar gerð N (normal) í ISO 1724 (áskilda tengið) og hins vegar gerð S (supplemental) í ISO 3732 sem er 7-póla viðbótartengi. Í viðbótartenginu bætast við tengingar sem ekki eru í hinu tenginu (t.d. stöðugur straumur til eftirvagns). Tengin eru svipuð útlits, en passa þó ekki saman, og er N tengið jafnan í svörtu húsi en S tengið í hvítu húsi.

Svo er það 13-póla útfærslan samkvæmt ISO 11446 (áður DIN V 72570) sem í eru allar nauðsynlegar tengingar.

Myndir og tengingar 12V 7-póla og 13-póla tengja má sjá í töflu 1. Við skoðun er einungis prófuð virkni ljósapóla ljósaraftengjanna tveggja.


Tafla 1. Tengi 12V 7-póla ljósaraftengis samkvæmt ISO 1724 12 N (og ISO 3732 12 S viðbótartengis) og 13-póla ljósaraftengis samkvæmt ISO 11446 (áður DIN V 72570).

TengipóllISO 1724 12 NISO 3732 12 SISO 11446 (DIN V 72570)
 
Myndir
 

LjosaraftengiISO1724x

Innstungan í bílnum, séð utan frá

LjosaraftengiISO1725b

Innstungan í bílnum, bakhlið

  

LjosaraftengiISO11446x

Innstungan í bílnum, séð utan frá

LjosaraftengiISO11446bInnstungan í bílnum, bakhlið

1Vinstri: Stefnuljós.Bakkljós. Vinstri: Stefnuljós.
2Þokuafturljós.Óráðstafað.Þokuafturljós.
3Jörð.Jörð fyrir póla 1-5.Jörð fyrir póla 1-8.
4Hægri: Stefnuljós.12V stöðug frá rafkerfi bifreiðar.Hægri: Stefnuljós.
5Hægri: Stöðuljós, hliðarljós og breiddarljós. Númersljós.Óráðstafað.Hægri: Stöðuljós, hliðarljós og breiddarljós. Númersljós.
6Hemlaljós.12V frá straumlás (hleðslulögn fyrir rafgeymi eftirvagns).Hemlaljós.
7Vinstri: Stöðuljós, hliðarljós og breiddarljós. Númersljós.Jörð fyrir pól 6.Vinstri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.
8------Bakkljós.
9------12V stöðug frá rafkerfi bifreiðar.
10------12V frá straumlás (hleðslulögn fyrir rafgeymi eftirvagns).
11------Jörð fyrir pól 10.
12------Óráðstafað.
13------Jörð fyrir pól 9.


24V tengi samkvæmt ISO 1185 24 N (7-póla) og ISO 12098 (15 póla)

Til eru tvær útfærslur af 7-póla 24V tengjum samkvæmt ISO stöðlum, annars vegar gerð N (normal) í ISO 1185 (áskilda tengið) og hins vegar gerð S (supplemental) í ISO 3731 sem er 7-póla viðbótartengi. Í viðbótartenginu bætast við tengingar sem ekki eru í hinu tenginu (t.d. stöðugur straumur til eftirvagns). Tengin eru svipuð útlits, en passa þó ekki saman, og er N tengið jafnan í svörtu húsi en S tengið í hvítu húsi.

Svo er það 15-póla útfærslan samkvæmt ISO 12098 sem í eru allar nauðsynlegar tengingar.

Myndir og tengingar 24V 7-póla og 15-póla tengja má sjá í töflu 2. Við skoðun er einungis prófuð virkni ljósapóla ljósaraftengjanna tveggja.


Tafla 2. Tengi 24V 7-póla ljósaraftengis samkvæmt ISO 1185 24 N (og ISO 3731 24 S viðbótartengis) og 15-póla ljósaraftengis samkvæmt ISO 12098.

TengipóllISO 1185 24 NISO 3731 24 SISO 12098 (24V) 

Myndir
 
K104

Innstungan í bílnum, séð utan frá

LjosaraftengiISO1185bInnstungan í bílnum, bakhlið
  

LjosaraftengiISO12098x

Innstungan í bílnum, séð utan frá

LjosaraftengiISO12098b Innstungan í bílnum, bakhlið

1Jörð.Jörð.Vinstri: Stefnuljós.
2Vinstri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.Óráðstafað.Hægri: Stefnuljós.
3Vinstri: Stefnuljós.Bakkljós.Þokuafturljós.
4Hemlaljós.24V stöðug frá rafkerfi bifreiðar.Jörð fyrir póla 1-13.
5Hægri: Stefnuljós.Óráðstafað.Vinstri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.
6Hægri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.24V frá straumlás bifreiðar.Hægri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.
7Þokuafturljós.Þokuafturljós.Hemlaljós.
8--- Bakkljós.
9------24V stöðug frá rafkerfi bifreiðar.
10------

Losun ýtihemla / Læsing stýrðs áss / Melding um hemlaslit.

11------

Stýrikerfi spólvarnar / Bilun í stöðuhemli vagns.

12------

Lyftiás.

13------Jörð fyrir póla 14-15.
14------

Gagnalína CAN-High.

15------

Gagnalína CAN-Low.


Rafmagnsleiðslur


Fara þarf með gát við könnun ástands og öryggis leiðslna og sérstaklega við skoðun háspennukerfis rafknúinna ökutækja og blendingsökutækja. Þessar háspennuleiðslur eru litakóðar í appelsínugulum lit.

Fara þarf með sérstakri gát þegar rafknúin ökutæki og blendingsökutæki eru prófuð þar sem háspenna getur verið til staðar á nokkrum stöðum í kringum ökutæki þar með talið í geymsluþéttum og rafgeymum.

Í blendingsökutækjum getur kviknað á vélinni án viðvörunar þegar kveikt er á rafbúnaði eða rafgeymaspenna minnkar.

Að sjálfsögðu er ekki þörf á því að fjarlægja hlífðarplötur eða hluti innréttinga til að sjá rafmagnsleiðslur. Skoðun krefst þess að ástand, staða og öryggi allra sýnilegra leiðsla séu tekin til skoðunar. Skoðuni er almennt takmörkuð við þá hluta sem hægt er að sjá án þess að taka þá í sundur og byggist á hugmyndinni um að hlífðarplötur séu aðeins fjarlægðar þar sem ekki er mögulegt að skoða mikilvæg öryggisatriði. Vanalega á þetta ekki við um leiðslur sem eru á bak við hlífðarplötur nema það sé ástæða til þess að gruna að leiðslur séu mjög gallaðar/skemmdar.


Rafgeymar


Ef rafgeymir er aðeins festur með leiðslum (festing á plús og mínus pól) telst hann ekki vera öruggur. Rafgeymir skal vera tryggilega festur og byrgður eða honum þannig fyrir komið að ekki sé hætta á skammhlaupi geymisins við eðlilega notkun ökutækis.

Ef það er ekki mögulegt athuga með ástand rafgeymis og leka úr honum á að reyna eftir fremsta megni að skoða staðinn þar sem rafgeymi er komið fyrir til að fá staðfestingu á því að leki sé ekki til staðar.

Fara þarf með gát þegar skoða þarf ástand og öryggi rafleiðslna og háspennukerfi blendingsökutækja og rafknúinna ökutækja. Þessar háspennuleiðslur eru litakóðaðar með appelsínugulum lit.


Breytingasaga skjalsins


Hér sjást efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra. Breytinga er ekki getið nema þær hafi efnisleg áhrif (ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins).

DagsetningEfnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kaflar 9.1.2.2. Uppfært og endurbætt. Efni tekið úr írsku skoðunarhandbókinni.



Var efnið hjálplegt? Nei