K7 Ökuriti og hraðatakmarkari

Kröfur og leiðbeiningar um vottun og skoðun

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna samantekt á kröfum um ökurita og hraðatakmarkara, auk leiðbeininga um vottun og skoðun.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
  • Reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit nr. 605/2010.
  • Reglugerð um prófun á ökuritum nr. 572/1995.
  • Reglugerð um frágang á hraðatakmarkara í bifreið nr. 71/1998.
  • Reglugerð ESB um ökurita í ökutækjum nr. 2014/165/ESB.
  • Tilskipun ESB um uppsetningu og notkun hraðatakmarkara í tilteknum ökutækjaflokkum nr. 1992/6/ESB.
  • Reglugerð ESB um gerðarviðurkenningu ökutækja nr. 2019/2144/ESB.
  • Regla UN-ECE-89 um samræmdar kröfur til hraðatakmarkara.


Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

 SkoðunaratriðiSkýring
 7.9Ökuriti
 7.10Hraðatakmarkari


Kröfur til mælitækja


Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:

  • Handverkfæri - mælar: Lengdarmæling (málband, skífmál o.þ.h.).

Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.


Ökuriti


Kröfur til ökurita

Gerð og virkni ökurita skal vera samkvæmt reglugerð ESB um ökurita í ökutækjum. Úttekt þeirra er gerð á viðurkenndum verkstæðum samkvæmt reglugerð um prófun á ökuritum.


Notkunarskylda ökurita

Eftirfarandi ökutæki gætu þurft að vera búin ökurita:

  • Vörubifreiðir yfir 3.500 kg (N2, N3).
  • Hópbifreiðir skráðar fyrir 16 farþega eða fleiri (M2, M3).
  • Allar hópbifreiðir í atvinnurekstri skráðar eftir 01.07.2011 (M2, M3).

Gerðir ökurita:

  • Ökuritaskyld bifreið skráð fyrir 01.09.2006 má vera búin skífuökurita.
  • Ökuritaskyld bifreið skráð eftir 01.09.2006 skal búin rafrænum ökurita.


Skoðunarskylda ökurita

Þar sem notkun ökurita er bæði háð gerð og notkun bifreiða getur skoðunarstofa ekki ákveðið hvort ökuriti er áskilinn í ákveðnum bifreiðum eða ekki. Því verður það á ábyrgð eigenda/umráðamanna að ákveða hvort ökuriti eigi að vera í bifreiðinni. Skoðun á ökurita skal því ekki fara fram nema að báðum eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

  1. hann sé í ökutækinu, og
  2. á honum sé uppsetningarplata.

Ekki er skylt að nota ökurita sé um að ræða:

  • bifreið sem fer ekki yfir 40 km/klst hámarkshraða, þó unnt sé að aka henni hraðar,
  • bifreið hins opinbera sem notuð er í almannaþjónustu,
  • bifreið í reynsluakstri eða ökukennslu, eða
  • bifreið til neyðaraksturs.


Skoðun uppsetningarplötu

Uppsetningarplata er plata eða miði sem festur er á ökuritann (venjulega undir lokið). Hún skal vera föst á og vel læsileg. Á henni skal eftirfarandi koma fram:

  • Nafn, heimilisfang eða viðskiptaheiti samþykkts viðgerðarmanns eða verkstæðis.
  • Einkennisstuðull ökutækisins, sýnt sem w = ... snún/km,
  • Virkt ummál hjólbarða, sýnt sem I = ... mm. Mælt er með málbandi frá miðju hjóls lóðrétt niður á jörð (mm) og sú tala margfölduð með 6,28.
  • Dagsetning(ar) þegar w og I voru ákveðin.


Skoðun innsigla

Þau innsigli sem skal skoða eru á eftirfarandi stöðum:

  1. Innsigli á uppsetningarplötu (nema hún sé fest á þann hátt að ekki sé mögulegt að fjarlægja hana án þess að eyðileggja merkingarnar).
  2. Innsigli um tenglaenda milli gírkassa og hraðastýribúnaðar og/eða mælabarka.
  3. Skiptirofar ökutækja með tvö eða fleiri áshlutföll.
  4. Fjögur innsigli inni í ökuritanum á bakvið kortið sem innsigla eftirfarandi:
    1. lokið sem lokar af innri búnað ökuritans,
    2. stilliskrúfu / kvörðunarbúnað,
    3. teljarann,
    4. tengi fyrir prófunarbúnað.


Hraðatakmarkari


Gerð hraðatakmarkara

Gerð og virkni hraðatakmarkara skal vera samkvæmt reglugerð ESB um uppsetningu og notkun hraðatakmarkara í tilteknum ökutækjaflokkum, reglugerð ESB um gerðarviðurkenningu ökutækja, og UN-ECE-reglum um samræmdar kröfur til hraðatakmarkara. Úttekt þeirra er gerð á viðurkenndum verkstæðum samkvæmt reglugerð um frágang á hraðatakmarkara (sjá þó sérákvæði um létt bifhjól).


Notkunarskylda hraðatakmarkara

Eftirfarandi ökutæki skulu hafa takmörkun við 45 km/klst (L1e, L2e):

Eftirfarandi ökutæki skulu hafa takmörkun við 90 km/klst (N2, N3):

  • Vörubifreiðir skráðar eftir 01.01.1994 yfir 10 t heildarþyngd.
  • Vörubifreiðir skráðar eftir 27.04.2007 yfir 7,5 t heildarþyngd.
  • Vörubifreiðir skráðar eftir 01.01.2008 yfir 3,5 t heildarþyngd.

Eftirfarandi ökutæki skulu hafa takmörkun 100 km/klst (M2, M3):

  • Hópbifreiðir skráðar eftir 01.01.1994 yfir 10 t heildarþyngd.
  • Hópbifreiðir skráðar eftir 27.04.2007 yfir 7,5 t heildarþyngd.
  • Hópbifreiðir skráðar eftir 01.01.2008 yfir 5 t heildarþyngd.
  • Allar hópbifreiðir skráðar eftir 02.07.2009.

Ekki er skylt að hraðatakmörkun sé um að ræða:

  • bifreið til neyðaraksturs,
  • bifreið með lægri tæknilegan hámarkshraða en sem nemur takmörkunarhraðanum,
  • bifreið sem eingöngu er ætluð til að veita opinbera þjónustu í þéttbýli, eða
  • bifreið sem notuð er í tengslum við vísindalegar tilraunir.


Skoðun uppsetningarplötu

Uppsetningarplata er plata eða miði sem festur er oftast í hurðarstaf. Hún skal vera föst á og vel læsileg. Á henni skal eftirfarandi koma fram:

  • Nafn, heimilisfang eða viðskiptaheiti samþykkts viðgerðarmanns eða verkstæðis.
  • Einkennisstuðull ökutækisins, sýnt sem w = ... snún/km,
  • Virkt ummál hjólbarða, sýnt sem I = ... mm. Mælt er með málbandi frá miðju hjóls lóðrétt niður á jörð (mm) og sú tala margfölduð með 6,28.
  • Dagsetning(ar) þegar w og I voru ákveðin.


Skoðun innsigla

Þau innsigli sem skal skoða eru á eftirfarandi stöðum:

  1. Innsigli á uppsetningarplötu (nema hún sé fest á þann hátt að ekki sé mögulegt að fjarlægja hana án þess að eyðileggja merkingarnar).


Breytingasaga skjals


Hér sjást efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra. Breytinga er ekki getið nema þær hafi efnisleg áhrif (ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins).

DagsetningEfnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kaflar 7.8.2.1, 7.8.2.2, 7.8.2.3, 7.8.3.1, 7.8.5.1, 7.8.5.2, 7.8.5.3, 7.9.2.2.



Var efnið hjálplegt? Nei