K6 Skermun hjóla

Hjólhlífar, aurhlífar, skermun

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna samantekt á kröfum er varða skermun á hjólum og leiðbeiningar um skoðun.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.


Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

SkoðunaratriðiSkýring
6.2.10Skermun hjóla og úðavörn

Kröfur til mælitækja


Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:

  • Handverkfæri - mælar: Lengdarmæling (málband, skífmál o.þ.h.), hornamæling (gráðubogar).

Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.


Hjólhlíf


Samfella hjólhlífar (St3.2.2.1)

Heimilt er að hjólhlíf sé rofin (samsett úr fleiri en einum hlut), þannig að þegar dregin er lína frá hjólmiðju hjóli sé hvergi opið á ferli hjólhlífar.


Skermun hjólhlífar (St3.2.3.1)

Í vafatilvikum er notuð réttskeið, gráðubogi II og málband til að meta hvort skermun hjóla sé fullnægjandi. Sjá einnig sérstök skjöl fyrir bifhjól og fyrir dráttarvélar og eftirvagna þeirra.

Til að meta hvort hjólhlíf skermi sóla hjólbarða er réttskeið sett meðfram hjólbarða og að hjólhlíf. 

Til að meta hvort hjólhlíf nái tilskildum gráðum fram og aftur fyrir hjólmiðju er notaður gráðubogi I með viðmiðunarpunkt í hjólmiðju. 

Til að kanna hvort hjólhlíf sé nægilega sveigð niður á við að hjólmiðju er notað málband. 

Við athugun á því hvort tilskilinni hæð sé náð fyrir ofan hjólmiðju skal setja réttskeið meðfram hjólbarða frá hjólmiðju, mæla hæðina með málbandi í þeirri fjarlægð frá hjólbarða sem nemur þvermáli hjólbarða. 

Til að meta hvort framlengja þurfi með aurhlíf vegna ófullnægjandi kasthorns skal nota gráðuboga II. Gráðuboginn skal nema við jörð með enda hans við hjólmiðju. Öðrum armi gráðuboga er lyft þar til hann nemur við enda hjólhlífar eða aurhlífar. Kasthorn er lesið af gráðuboga. 

Breidd sóla hjólbarða er mæld yfir þann hluta sólans sem nemur við jörðu þegar eðlilegt loftmagn er í hjólbarðanum. Oft er ytri brún mynstursins ójöfn og skal þá mælt frá ystu brún að utanverðu yfir í ystu brún að innanverðu. Athugið að mæla einungis yfir þann hluta sólans sem getur snert jörðu.


Aurhlíf


Sídd aurhlífar (St3.2.3.2)

Mæling kasthorns með gráðuboga.


Aruhlifar Mynd 1. Helstu stærðir hjólhlífa og aurhlífa.


Breytingasaga skjalsins


DagsetningEfnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kaflar 3.2.2.1, 3.2.3.1-2, 3.2.3.3.


Var efnið hjálplegt? Nei