K3 Útsýn

Rúður, þurrkflötur og speglar

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna samantekt á kröfum er varða útsýni ökumanns úr ökutæki, auk leiðbeininga um skoðun á þessum þáttum.

Stjórnvaldskröfur


Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

  • Umferðarlög nr. 77/2019.
  • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

Skoðunaratriði


Dæmingar á annmarka er að finna í skoðunaratriðahluta handbókarinnar. Samantekt skoðunaratriða sem koma fyrir í skjalinu:

Númer atriðisHeiti atriðis 
3.1Sjónsvið ökumanns
3.2Rúður
3.3Speglar og baksýnisbúnaður
3.4Framrúðuþurrkur 
3.5Framrúðusprautur 
3.6Móðuhreinsunarkerfi


Kröfur til mælitækja


Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:

  • Handverkfæri: Lengdarmæling (málband, skífmál o.þ.h.).

Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.


Þurrkflötur


Hreinsun nægilega stórs svæðis

Í reglugerð og um gerð og búnað er kveðið á um að á bifreið skuli vera vélknúnar þurrkur er hreinsað geta framrúðu bæði vinstra og hægra megin á nægjanlega stóru svæði til að veita ökumanni fullnægjandi útsýn. Þetta svæði hefur verið skilgreint nákvæmlega og kallast þurrkflötur, sjá lýsingu hér neðar.

Það svæði sem rúðuþurrkur ökutækisins þurrka í raun er kallað þurrksvæði. Ljóst er því að þurrksvæðið þarf að vera stærra en áskilinn þurrkflötur.


Skilgreining á þurrkfleti (St1.1.2.1)

Þurrkflötur er það svæði framrúðu sem framrúðuþurrkur skulu að minnsta kosti hreinsa.

Þurrkflötur miðast við svæði fyrir framan ökumannssætið og fyrir framan ysta farþegasætið (sé það til staðar, bæði svæðin teljast áskilinn þurrkflötur). Svæðið skal vera að lágmarki 20x40 cm (hæð x breidd) með miðju í 80 cm hæð frá viðkomandi setu. Sjá mynd 1.


ThurkfloturMynd 1. Skilgreining á þurrkfleti.


Rúður


Skemmdir og sprungur í rúðum 

Framrúða skal vera þannig að hlutir verða ekki bjagaðir eða óskýrir sé horft á þá í gegnum rúðuna. Við dæmingar á ástand á framrúðu (atriði 3.2.a) er miðað við eftirfarandi:

  • Utan þurrkflatar (dæming 1): Skemmdir eða sprungur sem ekki er hægt að hylja með hring sem er 30 mm (skemmd) eða 150 mm (sprunga) að þvermáli.
  • Innan þurrkflatar (dæming 2): Skemmdir eða sprungur sem ekki er hægt að hylja með hring sem er 10 mm að þvermáli. Einnig fleiri minni skemmdir, rispur eða mött áferð (sandblástursáferð) sem veldur því að sýn í gegnum rúðuna bjagast eða veldur óskýrri sýn. Hið sama getur átt við um hliðarrúður ef þetta ástand skyggir á sýn ökumanns á hliðarspegla (er í sjónlínunni).

Skemmdir eða sprungur sem ná til svæðis sem er bæði innan og utan þurrkflatar skal meta í tvennu lagi og meta m.t.t. þeirra svæða sem hvor hlutinn er staðsettur í, og strangari dæmingin valin.

Ekki skal dæma á eftirfarandi:

  • Skemmdir eða sprungur sem gert hefur verið við þannig að viðgerð sé því sem næst ósýnileg.
  • Skemmdir eða sprungur á svæði sem eru á skyggðu/doppóttu svæði meðfram brún rúðunnar.
  • Skemmdir eða sprungur á skyggðu svæði rúðunnar fyrir aftan baksýnispegil ökumanns (í þeim tilfellum sem það á við).


Varðar efni í rúðum bifreiða og lit þeirra

Bifreiðir skráðar fyrir 1. mars 1988 mega hafa plexigler í rúðum nema framrúðu. Þó stendur eftir sem áður að sjást verður vel út um hliðarrúðurnar.

Hópbifreiðir sem skráðar eru eftir 22. mars 1980 og aðrar bifreiðir sem skráðar eftir 1. mars 1988 skulu hafa framrúður úr viðurkenndu lagskiptu öryggisgleri og aðrar rúður úr viðurkenndu öryggisgleri, hertu öryggisgleri eða plastefni sem myndar ekki hvassar brúnir við brot.

Framrúða eða vindhlíf skal vera þannig gerð að hún hvorki brengli né óskýri mynd þeirra hluta sem sjást í gegnum hana. Ljósgegnumstreymi framrúðu og fremstu hliðarrúða skal innan eðlilegs sjónsviðs vera a.m.k. 70% (þó ekki ætlast til að það sé mælt á skoðunarstofu). Framrúða og fremstu hliðarrúður (sem eru fyrir framan ökumannssæti í öftustu stöðu) mega vera úr reyklituðu gleri sé það viðurkennt og með slíka merkingu skv. ECE reglu nr. 43 eða sambærilegu. Litaðar filmur eða litarefni sem sett eru á þessar rúður eru hins vegar ekki hluti af viðurkenningu rúðunnar og eru því ekki heimilaðar. Þetta ákvæði gildir um allar bifreiðir óháð því hvenær skráning þeirra átti sér stað. Dæma skal á niðurskrúfanlegar hliðarrúður sem eru fastar í neðstu stöðu eða hafa verið fjarlægðar þannig að ekki er hægt að greina hvort rúðan sé með álímdri filmu.

Ef skipt er um framrúðu í bifreið skal hún vera úr lagskiptu öryggisgleri óháð skráningardegi bifreiðarinnar.


Viðurkenndir staðlar fyrir öryggisgler

Rúður úr hertu öryggisgleri skulu bera viðurkenningarmerki sem Samgöngustofa hefur samþykkt. Algengustu merkingarnar eru e-, E- eða DOT-merkingar, en Samgöngustofa hefur einnig samþykkt merkingar sem finna má í töflu 1.


Tafla 1. Viðurkenndir staðlar fyrir öryggisgler.

LandStaðall öryggisglers
ÁstralíaAS/NZS 2080 AS/NZS 2080T
KanadaCMVSS 205 (C2)
Japan11-4-21 (window glass) JISR 3211
BretlandBS AU I78 / BS 85 7-2 / BS 5282
Bandaríkin

FMVSS 205 (U)

ANSI/SAE Z26.1-1996 (Section 7)

Þýskaland

Þriggja toppa sínusbylgja með bókstafnum “D” á eftir. Eldri þýsk gerðarviðurkenning á öryggisgleri.

K60_1663596646383

Gler merkt Birkholz, Seitz, Roxite, Para Press eða Bonoplex.

Gler merkt PMMA (polymethylmethylacrylate) eða PC (polycarbonate).


Eldri útfærsla dæmingar (St3.3.4.1)

Eldri útfærsla dæmingar á framrúðu var þessi, hún gildir ekki lengur.

Við dæmingar á framrúðu er henni skipt í 3 svæði (A, B og C) og eru þau innan upprunalegs þurrksvæðis þurrkublaða, sjá mynd 1.


SvaedisskiptingFramrudu

Mynd 1. Svæðaskipting framrúðu við mat á skemmdum og sprungum.

Svæði A er skilgreint sem 300 x 300 mm að stærð, samhverft um miðju stýrishjóls, með miðju í punktinum A, sbr. mynd 1. Punkturinn A er skurðarpunktur framrúðunnar og láréttrar línu sem fer í gegnum punkt sem staðsettur er 700 mm yfir miðju ökumannssætis og 270 mm fyrir aftan framhluta þess, sjá mynd 2. Mælingin skal framkvæmd án þyngdar á sætinu og skal sætið vera í miðjustillingu í bæði lengdar- og hæðarsviði.

SkilgreiningAmidjupunktinumAMynd 2. Skilgreining á miðjupunktinum A.

Svæði B er skilgreint sem svæði sem nær þvert yfir framrúðuna, í sömu hæð og svæði A og er sitthvoru megin við svæði A og nær að lóðréttri miðlínu ökutækisins, sbr. mynd 1.

Svæði C er skilgreint sem svæði sem nær þvert yfir framrúðuna, í sömu hæð og svæði A og er í framhaldi af svæði B sem lóðrétt miðlína ökutækisins afmarkar, sbr. mynd 1.


Rúðusprautur


Ákvæði um rúðusprautu tók gildi í fyrsta sinn 1. mars 1988. Bifreiðir sem skráðar eru fyrir þann tíma og eru búnar rúðusprautum skulu hafa búnaðinn í lagi, þ.e. dæma skal í samræmi við Skoðunarhandbók þrátt fyrir að ekki sé gerð krafa um slíkan búnað í bifreiðum fyrir þann tíma.


Speglar


Skemmdir og sprungur í áskildum speglum

Baksýnisspegill skal gefa greinilega og óbjagaða spegilmynd aftur með eða aftur eftir bifreiðinni. Við dæmingar á skemmdir og sprungur í speglum (atriði 3.3.b) er miðað við eftirfarandi:

  • Litlar skemmdir (dæming 1): Skemmdir eða sprungur sem liggja við jaðar spegilsins og ekki er hægt að hylja með hring sem er 30 mm að þvermáli.
  • Miklar skemmdir (dæming 2): Skemmdir eða sprungur sem eru á miðsvæði (ekki við jaðar spegils) og ekki er hægt að hylja með hring sem er 30 mm að þvermáli.

Séu skemmdir eða sprungur á fleiri en einum stað skal strangasta dæmingin valin.

Ekki skal dæma á eftirfarandi:

  • Skemmdir eða sprungur sem gert hefur verið við þannig að viðgerð sé því sem næst ósýnileg.


Flokkar spegla (St1.3.2.1)

Spegill í flokki I: Flatur baksýnisspegill sem er a.m.k. 70 cm2 að flatarmáli eða kúptur baksýnisspegill sem er a.m.k. 50 cm2 að flatarmáli.

Spegill í flokki II: Flatur baksýnisspegill sem er a.m.k. 300 cm2 að flatarmáli eða kúptur baksýnisspegill sem er a.m.k. 200 cm2 að flatarmáli og með a.m.k. 1.800 mm sveigjuradíus.


Fólksbifreið (M1)

  • Frá 01.01.1989 skal fólksbifreið búin baksýnisspegli í flokki I á vinstri hlið. Fólksbifreið með tengibúnað skal hafa baksýnisspegil á vinstri og hægri hlið sem og fólksbifreið með stýrishjól hægra megin. Einnig skal vera spegill hægra megin og á vinstri hlið sé baksýn með innispegli að einhverju leyti skert.


Sendibifreið (N1)

  • Frá 15.05.1964: Á báðum hliðum.
  • Frá 01.03.1994: Í flokki I á báðum hliðum.


Hópbifreið (M2, M3)

  • Frá 15.05.1964: Á báðum hliðum og innispegill.
  • Frá 01.03.1994: Í flokki II á báðum hliðum.
  • Baksýnisspegill í flokki II á hægri hlið hópbifreiðar II skal vera rafhitaður með a.m.k. 5 W á hverja 100 cm2 spegilflatarins. Baksýnisspegill á hægri hlið skal sýna aðaldyr, aðrar en fremstu dyr, í fullri hæð.
  • Innispeglar: Við aðaldyr hópbifreiðar í undirflokkum I, II og A og fremri (fremstu) aðaldyr á hópbifreið IIB sem ökumaður hefur ekki beina sjónlínu til skal vera spegill. Í speglinum skal sjást neðri hluti dyra og inngangur. Í hópbifreið skal vera spegill sem sýnir bifreiðina að innanverðu og spegla við aðaldyr. Sjónlína á milli baksýnisspegils fram í og útgönguspegla aftur í hópbifreið skal vera órofin.


Vörubifreið (N2, N3)

  • Frá 15.05.1964: Á báðum hliðum.
  • Frá 01.03.1994: Í flokki II á báðum hliðum. Vörubifreið II skal búin gleiðhornsspegli og nálægðarspegli á hægri hlið sem komið er fyrir í a.m.k. 2,0 m hæð, miðað við fulllestaða bifreið. Því aðeins er gerð krafa um nálægðarspegil að unnt sé að uppfylla ákvæði um hæð hans.


Bifhjól (þungt) (L2e)

  • Frá 01.01.1968: Öðru megin.
  • Frá 11.10.1993: Beggja megin.


Létt bifhjól (L3e-L7e)

  • Frá 11.10.1993: Vinstra megin.


Dráttarvél til aksturs á opinberum vegum (T)


Vinnuvélar til aksturs á opinberum vegum


Ökutæki til ökukennslu (bifreið, bifhjól, eftirvagn)


Breytingasaga skjalsins


Hér sjást efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra. Breytinga er ekki getið nema þær hafi efnisleg áhrif (ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins).

Dagsetning Efnislegar breytingar
01.01.2023Nýtt skjal. Efni tekið úr Stoðriti (útg 20 2017): Kaflar 1.1.2.1, 1.2.2.1, 1.3.2.1, 3.3.2.1, 3.3.4.1. Endurbætt.


Var efnið hjálplegt? Nei