Breytingasaga skjala

Skjalið tilheyrir skoðunarhandbók ökutækja. Um lögformlega stöðu, útgáfu og ábyrgð á skjalinu vísast til formála handbókarinnar.

Í skjalinu er að finna yfirlit yfir breytingar sem orðið hafa á skjölum handbókarinnar (a.m.k. síðustu 5 ár).

Yfirlit


Í skjalinu eru tilteknar þær efnislegu breytingar sem gerðar eru á öllum skjölum stoðrits. Markmiðið er að á einum stað megi auðveldlega sjá yfirlit yfir þessar breytingar.


Breytingar árið 2024




Breytingar á vefskjölum handbókarinnar (hægt er að raða eftir dálkum með því að smella á heiti þeirra):

Dags SkjalBreyting
01.03.2024 Listi yfir lög, reglugerðir og reglur Reglugerðir og reglur er varða skoðun og skráningu ökutækja:
  • Námskrá fyrir grunnþjálfun og endurmenntun skoðunarmanna (170/2024) bætt við.
01.03.2024Ljós ökutækja og glit I (kröfur)Skjal um ljósabúnað (Ljós og glit II - áskilin og leyfð) tekur gildi, texti uppfærður miðað við það (ekki lengur drög). Um leið tekinn út sá texti sem áður hafði verið hér að finna um sama efni og er nú kominn í nýja skjalið.
01.02.2024Ljós ökutækja og glit I (kröfur)Nýtt pdf-skjal um ljósabúnað (Ljós og glit II - áskilin og leyfð) gefið út í drögum (dags 01.02.2024). Verður svo gefið út í fyrstu útgáfu 01.03.2024 með þeim lagfæringum og leiðréttingum sem koma fram í febrúar (og kemur þá í stað texta þessa skjals hér sem fjallar um sama efni). Í skjalinu eru upplýsingar um ljós og glit sem ekki hafa verið í íslenskri reglugerð áður, auk nokkurra nafnabreytinga. Eitthvert ósamræmi hefur verið milli Evrópureglna og reglugerðar um gerð og búnað ökutækja síðustu ár, því skulu skoðunarstofur ekki gera athugasemd á vottorð við fyrirkomulag eða notkun (nú) óheimils ljósabúnaðar (ljóskera, glitaugna eða glitmerkinga) á atvinnubifreiðum, sem vafi hefur leikið á heimildum fyrir til þessa, fyrr en eftir 01.01.2025. Áríðandi er þó að eigendum (umráðendum) sé bent á ósamræmið og þeir hvattir til að bæta úr fyrir lok ársins.
01.02.2024Þyngd ökutækja
  • Aðeins verður nú heimilt að vigta vöru- og hópbifreiðir með eldsneytisgeyma sem eru ekki fullir (mátti áður fyrir alla ökutækisflokka). Að auki bætt við þeirri kröfu, að í þeim tilvikum skuli umráðandi skila með vigtarseðlinum til skoðunarstofu staðfestingu á stærð geymanna (frekari upplýsingar að finna á vigtarseðlinum).
  • Ekki þarf að skrá nema fyrstu sex tölustafina í kt vigtarmanns.
  • Sá sem undirritar getur nú verið annar en eigandi (eða umráðandi), enda sá sem færir ökutækið til vigtunar. Reit fyrir nafni hans bætt við (ritar bæði nafn sitt og undirritar).
01.02.2024 Akstursmælir
  • Sé akstursmælir ekki til staðar á að skrá töluna 1 (en ekki mínus einn).
  • Bætt við til áréttingar í texta um framkvæmd álesturs við skoðun: "Ekki skiptir máli í hvaða mælieiningu mælirinn er (km eða mílum), alltaf skal skrá þá stöðu sem stendur á mælinum óháð mælieiningu (aldrei á að umreikna milli eininga).".
  • Ef skýringu á lægri akstursmælastöðu en í fyrri skoðun er að finna í röngum álestri síðast, átti ekki að aðhafast frekar í málinu. Til áréttingar hefur nú verið bætt við texanum "Eðlilegt er þó að skoðunarstofan athugi svo hvort skoðunarmaður hennar hafi skráð rangt í fyrri skoðun og leitist þá við að leiðrétta mistökin í samræmi við ferla hennar þar um".


Breytingar árið 2023





Breytingar á vefskjölum handbókarinnar (hægt er að raða eftir dálkum með því að smella á heiti þeirra):

Dags SkjalBreyting
30.12.2023 Búnaðarkröfur Gildistöku búnaðarkrafna skv. liðum 8, 15, 16 og 18 skulu vera uppfylltar eigi síðar en 1. júlí 2024 (var 1. janúar 2024).
27.12.2023 Kröfuskjöl Aðrar reglugerðir og reglur sem koma inn á gerð og búnað:
  • Reglugerð um slökkvitæki (1068/2011) bætt við.
  • Reglugerð um leigubifreiðaakstur (324/2023) kemur í stað reglugerðar um leigubifreiðar (397/2003).
27.12.2023 Notkunarflokkar
  • Notkunarflokkar: Nýr notkunarflokkur 024 Leigubifreið / Ökutækjaleiga. Breytingaskoðun (í notkunarflokk). Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) (í almenna notkun). Já (breytist tíðni reglubundinnar skoðunar).
  • Notkunarflokkar: Texta bætt við um að sé ökutæki fært á skoðunarstöð og óskað eftir notkunarflokksbreytingu án þess að skoðunar sé krafist er ekki þörf á að fylla út umsókn, skoðunarstofu er heimilt að afgreiða málið eins og um breytingaskoðun sé að ræða (þ.e. taka á móti munnlegri beiðni, senda inn breytingu á US.111 og móttaka viðeigandi greiðslur - í raun skjalfesting á núverandi verklagi).
  • Notkunarflokkur "400 Vinnuvél" felldur niður (ekki notaður).
27.12.2023 K7 Slökkvitæki og sjúkrakassi Stjórnvaldskröfur, reglugerð um slökkvitæki nr. 1068/2011 bætt inn í listann.

Slökkvitæki, eftirfarandi breytingar gerðar:

  • Krafa um gerð: (a) Vísað í reglugerð um slökkvitæki og fyrirmæli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en var áður vísað til reglna Brunamálastofnunar. (b) Almennur texti um viðurkenningu uppfærður (tekinn úr reglugerð um slökkvitæki í stað reglna Brunamálastofnunar). Hefur ekki áhrif efnislega.
  • Áskilnaður m.v. ökutæki: Bætt við nýrri kröfu, „Lágmarks slökkvimáttur sérhvers slökkvitækis skal samsvara 2 kg slökkvimætti dufts“ (ekkert lágmark var tilgreint áður, ekki er þó dæmt á lágmarksstærð fyrr en eftir 01.01.2025).
  • Krafa um reglubundna úttekt: (a) Ekki lengur krafa um að ný tæki skuli úttekin innan árs heldur megi miðað við fyrsta gildistíma frá framleiðanda. Gera eigi athugasemd ef gildistíminn er liðinn (eða hann er ólæsilegur). (b) Krafa Brunamálastofnunar uppfærð yfir í fyrirmæli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og 8. grein reglugerðar um slökkvitæki, efnislega sambærileg.
27.12.2023 K7 Öryggisbelti og púðar
  • Skilgreining á framvörn: Bætt við skilgreininguna, nú tiltekið að hún skuli vera í innan við 100 cm láréttri fjarlægð frá sætiskverk.
  • Skilgreining á frambili: Bætt við skilgreininguna, nú tiltekið að bilið geti verið að einhverjum hluta innréttingar (ekki bara framrúðu eins og var).
  • Áskilin öryggisbelti, leiðréttingar: (a) gildistaka nýjustu ákvæða um áskilin öryggisbelti allra ökutækisflokka á að vera 10.11.2006 (en ekki 01.10.2005), (b) beltaskylda í hópbifreið <3,5 t, það mega vera tveggjafestu belti í afturvísandi sætum (var ranglega þriggjafestu), (c) breytingarnar 10.11.2006 um beltaskyldu í hópbifreið >3,5 t eiga bara við hópbifreiðir í undirflokkum II, III og B (gleymst hafði að tiltaka þessa undirflokka), (d) beltaskylda í sendi- og vörubifreið nær bara til framvísandi sæta (var hægt að skilja að hún næði líka til afturvísandi sæta).
  • Áskilin öryggisbelti: Bætt við áréttingu um að í kaflanum séu tilteknar gildandi lágmarkskröfur og því sé ætíð heimilt að nota öruggara belti og búa fleiri sæti beltum en áskilið er.
2023.07.04
Kröfuskjöl

Stofnreglugerðir um gerð og búnað ökutækja: Bætt við reglugerð um gerð og búnað bifreiða o.fl. (26/1988) (gleymdist).

2023.07.04
Notkunarflokkur Leyfisskyldur akstur

Leigubílaleyfi (8 farþegar eða færri): Bætt við kröfunni um að líma skuli leyfisskoðunar-miðann "Rekstrarleyfi leigubifreið" í framrúðu þeirra bifreiða sem aka gegn fyrirfram umsömdu verði og eru án gjaldmælis og taxaljóss (áfram gildir að ekki er límdur miði á bifreiðir sem eru með taxaljósi).

2023.03.31 Notkunarflokkur Leyfisskyldur akstur Netfangi leyfisveitinga breytt úr leyfisv@ í leyfisveitingar@ í skjalinu. Leigubílar: Bætt við kröfu að leigubílar þurfi að hafa þriggja punkta belti, slökkvitæki og sjúkrakassa (afturvirkt). Nú verður bara gerð krafa um gjaldmæli og taxaljós ef bifreiðinni er ekki eingöngu ekið samkvæmt fyrirfram umsömdu verði (skv. upplýsingum frá umráðamanni). Skólabifreiðir: Tilgreind sú krafa (sem vantaði þarna inn en alltaf hefur gilt) að þær skuli vera með slökkvitæki og sjúkrakassa. Eðalvagnaleyfi: Hætta frá 1. apríl 2023 og skulu bílarnir skoðaðir og skráðir sem leigubílar frá næstu endurnýjun standist þeir þau skilyrði (textinn verður þó áfram hér í skjalinu til staðar til glöggvunar um stund).
2023.03.31 K7 Slökkvitæki og sjúkrakassi Í lista yfir áskilnað miðað við ökutæki bætast ökutæki í eftirfarandi notkunarflokkum; Leigubifreið (slökkvitæki og sjúkrakassi, ný krafa sem tók gildi 01.04.2023 og er afturvirk), ferðaþjónustuleyfi (slökkvitæki og sjúkrakassi, hefur verið krafa en vantaði í listana) og skólabifreið (slökkvitæki, hefur verið krafa en vantaði í listann).
2023.02.23 Efnisyfirlit skoðunarhandb. Ný verklagsbók fyrir ADR-viðurkenningarskoðun sett inn (í 2. hluta).
2023.02.23 Notkunarflokkur ADR Umsóknarferli fyrir ADR skráningu þegar ökutækið er ekki með fyrri viðurkenningu (eða hefur ekki staðfestingu frá framleiðanda) endurbætt og listi yfir fylgigögn uppfærður. Ný verklagsbók um ADR-viðurkenningarskoðun komin út og vísað til hennar hér.
2023.02.23 ADR-viðurk.sk. Nýtt skjal. Efni tekið unnið upp úr kröfum í lögum og reglugerðum um ADR flutninga. 
2023.02.16
Öryggistilkynningar Ný tilkynning: Skoðun á eldsneytisþrýstigeymum fyrir metangas. 
2023.02.13
Þyngd ökutækja Framvísun vigtarseðils er ekki krafist ef fólksbifreið eða sendibifreið er færð til baka í upprunalegt horf (átti við um alla ökutækjaflokka áður). 
2023.01.31
Búnaðarkröfur Gildistöku búnaðarkrafna skv. liðum 8, 16 og 18 skulu vera uppfylltar eigi síðar en 1. janúar 2024 (í textanum var krafa á 8 og 16 en 18 valkvætt). Gildistökuákvæði liðar 14 tekið út (var 01.01.2024), þess í stað tilgreint að verið sé að vinna að innleiðingu.
2023.01.30
Verklagsbók: ADR-skoðun Nýtt atriði T25 í töflu 4, þrýstiprófun á áföstum tanki.
2023.01.24
Hjólastaða - upplýsingar og vottun Tiltekið að enginn gildistími er lengur á hjólastöðuvottorði, bara að tryggja skuli að vottorðið hafi verið gefið út eftir að dæmt var á rangt hjólabil.
2023.01.06
Notkunarflokkar Ýmsar uppfærslur á töflu 1 um gilda notkunarflokka, kröfu um breytingaskoðun, notkun umsókna og önnur skilyrði.


Breytingar árið 2022 (innleiðingarskjöl)





Var efnið hjálplegt? Nei