Hafnarríkiseftirlit

Parísarsamkomulagið um hafnarríkiseftirlit, Paris MOU, er samkomulag 20 aðildarríkja sem Ísland hefur verið fullgildur aðili að síðan 1. júlí 2000

Tilgangur hafnarríkiseftirlitsins er að stemma stigu við siglingum skipa sem uppfylla ekki alþjóðakröfur um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti áhafna kaupskipa, atvinnuréttindi þeirra og mengun frá skipum.

Margir þættir hafa áhrif á hvaða skip eru tekin til skoðunar.  Meðal annars er litið til þess hvort athugasemdir hafi verið gerðar á skipinu í fyrri hafnarríkisskoðun þar sem ákveðinn frestur hefur verið gefinn til úrbóta og er stuðst við upplýsingar úr gagnagrunni Parísarsamkomulagsins.


Var efnið hjálplegt? Nei