Skipaeftirlit
Skipaeftirlit Samgöngustofu sinnir lögbundnum verkefnum er varða samþykkt og eftirlit með skipum og búnaði þeirra
Hvert skip skal smíðað og búið út á þann hátt að öryggi mannslífa sé tryggt eins og kostur er og með tilliti til þeirra verkefna sem því er ætlað á hverjum tíma.
Undir skipaeftirlit flokkast m.a. reglubundin skoðun óflokkaðra skipa, upphafsskoðun á nýsmíði, breytingum og innfluttum skipum, eftirliti með nýsmíði og meiriháttar breytingum skipa sem eru 15 m. eða lengri, aukaskoðanir og skyndiskoðanir.