Krakkarnir í Kátugötu

Kannist þið við Dodda og Matthildi?

Bækurnar um Krakkana í Kátugötu eru fáanlegar hjá Samgöngustofu

Bækurnar eru átta talsins og eru höfundar bókanna þau Sigrún Edda Björnsdóttir rithöfundur og Jean Posocco teiknari. 

Samgöngustofa og sveitarfélögin í landinu bjóða börnum, foreldrum og forráðamönnum þeirra þessa umferðarfræðslu endurgjaldslaust.

fraedsla@samgongustofa.is 

Bækur og efni sem við sendum heim

Efni Aldur Sent heim
Bók 1 3 ára Febrúar/ágúst
Bók 2 3 ára September/nóvember
Veggspjald 3 ára Apríl/október
Bók 3 4 ára Febrúar
Bók 4 4 ára Apríl
Bók 5 5 ára Febrúar
Bók 6 5 ára Apríl
Bók 7 6 ára Apríl
Bók 8 6 ára Ágúst
Umferðarspil 6 ára Febrúar

Öll börn á aldrinum 3-6 ára fá efnið okkar sent heim og er um að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaga í landinu og Samgöngustofu. Það kemur þó fyrir að efnið okkar skili sér ekki alla leið til barnanna.

Forsjáraðilar athugið að hafa nafn barnsins á póstkassanum til þess að sendingin komist í réttar hendur. Við sækjum upplýsingar beint úr gagnagrunni Þjóðskrár Íslands og því mikilvægt að tilkynna breytt heimilisfang þangað. Ef efnið okkar hefur af einhverjum ástæðum ekki borist heim til barns á aldrinum 3-6 ára er hægt að panta efnið.

Panta bækur, veggspjald eða spil

Öll börn á aldrinum 3-6 ára fá efnið okkar sjálfkrafa sent á það heimilisfang sem gefið er upp í Þjóðskrá Íslands. Ef efnið okkar hefur af einhverjum ástæðum ekki borist er hægt að panta efnið án endurgjalds.

 

Hljóðefni

Capture1


Hljóðbækurnar (hægt að hlaða niður)

1. bók
2. bók
3. bók
4. bók
5. bók
6. bók
7. bók
8. bók

Fleiri sögur af diskunum okkar, nú á mp3 formi:

Binni bangsi og vinir hans
Græni karlinn kemur alltaf aftur
Krakkarnir í Tunguvík
Sagan af annarri Rauðhettu
Sagan af Fíu fjörkálfi
Snuðra og Tuðra
Sólbjört og nýju rauðu skórnir

 

Nú einnig á Spotify148-1487614_spotify-logo-small-spotify-logo-transparent-hd-png

Umferdarsogur_coverKRAKKARNIR-I-KATUGOTU


Var efnið hjálplegt? Nei