Stöðugleiki skipa

Samgöngustofa hefur eftirlit með að skip uppfylli ákvæði um stöðugleika 

Er þetta í samræmi við Skipalög nr. 66/2021

Öll þilfarsskip á aðalskipaskrá skulu hafa samþykkt stöðugleikagögn um borð, en fyrir opna báta (aðra en farþegabáta) er heimilt að gera veltiprófun til að athuga hvort stöðugleiki sé nægjanlegur. Jafnframt skulu opnir bátar, allt að 15 metrar á lengd, hleðsluprófaðir.

Framkvæmd prófana

Samgöngustofa eða annar aðili viðurkenndur af Samgöngustofu hefur eftirlit með framkvæmd hallaprófunar. Skýrsla um prófunina skal skilað inn til samþykktar auk stöðugleikagagna. Samkvæmt Skipalögum nr. 66/2021, er gert ráð fyrir að nýsmíðar og breytingar á skipum séu samþykktar af Samgöngustofu. Áður en smíði hefst skal senda smíðalýsingu, teikningar og önnur nauðsynleg gögn í þríriti til Samgöngustofu.

Við yfirferð á innsendum stöðugleikagögnum eru þau ýmist samþykkt án athugasemda, samþykkt með athugasemdum eða ósamþykkt. Við yfirferð stöðugleikagagna er stuðst við viðeigandi íslenskar og alþjóðlegar reglur, reglur flokkunarfélaga auk verklagsreglna sem skrifaðar eru af Samgöngustofu.

Gjöld

Gjöld vegna yfirferðar á stöðugleikagögnum eru í samræmi við þjónustugjaldskrá og greiðast af eigendum skipanna. Gjaldtaka miðast við framlagða vinnu við yfirferð.

Ítarefni

Skipalög nr. 66/2021

Reglur um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, nr. 592/1994.

Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr.122/2004.

Reglugerð um farþegaskip í innanlandssiglingum, nr. 666/2001.

SOLAS sáttmálinn


Var efnið hjálplegt? Nei