Hafnsaga og leiðsaga skipa

Kveðið er á um hafnsögu og leiðsögu skipa í íslenskum lögum og reglugerðum

Hafnsaga skipa

Við siglingu um hafnarsvæði skulu öll þau skip sem flytja hættulegan eða mengandi varning í farmrými eða á þilfari, í meira magni en tiltekið er í reglugerð, hafa um borð hafnsögumann. Er þetta í samræmi við 12. gr laga um vaktstöð siglinga nr. 41/2003. Hafnsögumenn þurfa að uppfylla kröfur 13. gr laga um vaktstöð siglinga nr. 41/2003 og reglugerðar um leiðsögu skipa nr. 320/1998

Hafnarstjórnir ráða hafnsögumenn samkvæmt reglugerðum um hafnsöguskyldu hverrar hafnar, en heimilt er að veita staðkunnugum skipstjórum undanþágu frá hafnsöguskyldu.

Leiðsaga skipa

Til að tryggja öryggi siglinga og varnir gegn mengun sjávar er ráðherra heimilt að ákveða með reglugerð að skip skuli hafa leiðsögumann þegar siglt er á tilteknum svæðum eða við sérstakar aðstæður. Er þetta í samræmi við 13. gr. laga um vaktstöð siglinga nr. 41/2003. Til að geta starfað sem leiðsögumaður skipa þarf viðkomandi að uppfylla kröfur áðurnefndra laga og reglugerðar um leiðsögu skipa nr. 320/1998 auk þess að vera lögmætur handhafi gilds leiðsögumannsskírteinis.


Var efnið hjálplegt? Nei